Brúðhjón og fyrirtæki flykkjast til útlanda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2023 22:01 Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. stöð 2/arnar Brúðarkjólameistari finnur fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup erlendis og segir það geta verið ódýrara en að halda veisluna hér á landi. Þá virðist lítið hafa dregið úr árshátíðarferðum fyrirtækja til útlanda þrátt fyrir verðbólgu. Á meðan seðlabankastjóri svitnaði yfir tásumyndum á Tenerife í vetur virðast starfsmannafélög fyrirtækja hafa staðið í ströngu við að skipuleggja árshatíðarferðir til útlanda. Slíkar ferðir eru alþekktar og virðist ekkert hafa dregið úr þeim þrátt fyrir verðbólgu. Til að mynda fór Þjóðleikhúsið til Barcelona, Skatturinn til Möltu, Síldarvinnslan til Gdansk, Kviku banki til Króatíu, Verkís til Króatíu. Sjóvá og Vís til Haag og Ríkiskaup til Rómar. Vorið og sumarið er einnig tími brúðkaupa en eigandi brúðarverkstæðisins Loforðs segir brjálað að gera. Allur gangur sé á því hvar fólk gifti sig en sjálf finnur hún fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup í útlöndum. Ódýrara? Hvers vegna heldur þú að svo sé? „Ég held að það séu nokkrar ástæður en ég hef heyrt frá einhverjum að það sé ódýrara því þú kaupir þetta í pakkavís sem líka einfaldar þér rosalega mikið, þannig þú þarft ekki að gera neitt sjálfur og allt tilbúið út frá þema sem þú velur,“ segir Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. Þá spili sól og gott veður stóran þátt í þeirri ákvörðun að halda brúðkaup erlendis. Heldur þú að þetta sé að einhverju leyti tískubylgja? „Ég veit það ekki. Ég held kannski frekar að Íslendingar geri meira úr brúðkaupum núna. Áður gerðum við svolítið lítið úr þessu og þetta átti aldrei að vera neitt of stórt en núna erum við kannski að leyfa okkur meira og ég held að það fylgi þessu.“ Brúðkaup Tímamót Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Á meðan seðlabankastjóri svitnaði yfir tásumyndum á Tenerife í vetur virðast starfsmannafélög fyrirtækja hafa staðið í ströngu við að skipuleggja árshatíðarferðir til útlanda. Slíkar ferðir eru alþekktar og virðist ekkert hafa dregið úr þeim þrátt fyrir verðbólgu. Til að mynda fór Þjóðleikhúsið til Barcelona, Skatturinn til Möltu, Síldarvinnslan til Gdansk, Kviku banki til Króatíu, Verkís til Króatíu. Sjóvá og Vís til Haag og Ríkiskaup til Rómar. Vorið og sumarið er einnig tími brúðkaupa en eigandi brúðarverkstæðisins Loforðs segir brjálað að gera. Allur gangur sé á því hvar fólk gifti sig en sjálf finnur hún fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup í útlöndum. Ódýrara? Hvers vegna heldur þú að svo sé? „Ég held að það séu nokkrar ástæður en ég hef heyrt frá einhverjum að það sé ódýrara því þú kaupir þetta í pakkavís sem líka einfaldar þér rosalega mikið, þannig þú þarft ekki að gera neitt sjálfur og allt tilbúið út frá þema sem þú velur,“ segir Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. Þá spili sól og gott veður stóran þátt í þeirri ákvörðun að halda brúðkaup erlendis. Heldur þú að þetta sé að einhverju leyti tískubylgja? „Ég veit það ekki. Ég held kannski frekar að Íslendingar geri meira úr brúðkaupum núna. Áður gerðum við svolítið lítið úr þessu og þetta átti aldrei að vera neitt of stórt en núna erum við kannski að leyfa okkur meira og ég held að það fylgi þessu.“
Brúðkaup Tímamót Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira