Fagmennska Landsvirkjunar við eyðingu Íslenskrar náttúru Jón Árni Vignisson skrifar 13. júní 2023 07:01 Hugtakið „Revolving Door“ á við það þegar fólk fer úr starfi í opinbera geiranum sem er ráðgefandi og/eða annast eftirlit, yfir í starf í einkageiranum sem aðilinn ráðlagði áður eða hafði eftirlit með. T.d. stjórnmálamaður sem fer yfir í það að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir mengandi iðnað, og reynir í gegnum starf sitt að hafa áhrif á lög og reglur um hag iðnaðarins. Annað dæmi væri ef forstjóri ráðgefandi vísindastofnunar færi að vinna hjá stórfyrirtæki sem er bundið af ráðgöf þeirrar vísindastofnunar. Þetta er þekkt aðferð hjá stóriðnaði sem vill fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Því miður eru svona dæmi til í íslensku samfélagi. Forseti Alþingis fór að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn. Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar er orðin starfsmaður Landsvirkjunar. Náttúran er það dýrmætasta sem við Íslendingar eigum. Náttúran hefur alltaf verið hér og það er skylda okkar allra að gæta hennar. Í fjölda ára hefur verið reynt að hafa áhrif á undirbúning Hvammsvirkjunar af hálfu Veiðifélags Þjórsár, náttúruverndarsamtaka o.fl í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að óvandaðar lausnir Landsvirkjunar verði framkvæmdar. Mikið hefur verið skrifað undanfarnar vikur um málið og ekki er skortur á viðvörunarbjöllum. Framkvæmdin getur stórskaðað villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Það virðist vera sú niðurstaða sem sérfræðingar og aðrir sem hafa áhuga á málinu komast að, nema auðvitað þeir sérfræðingar sem starfa hjá Landsvirkjun eða fyrir Landsvirkjun. Núna í vikunni munu sveitarstjórnir Rangárþings Ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepps líklega veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Framkvæmdaleyfið er ekki gefið út af þeirri ástæðu að öll kurl séu komin til grafar, en lög gera ráð fyrir að svo sé við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er gefið út til að þóknast Landsvirkjun, með léttvægum fyrirvörum Fiskistofu og sveitarstjórna. Landsvirkjun hefur gert lítið úr varnaðarorðum og byggt rök sín á áliti fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Fyrrnefndur forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar hefur í öllu undirbúningsferli Hvammsvirkjunar, umhverfismati meðtöldu, stýrt stofnun sem gefið hefur álit og birt niðurstöður um Hvammsvirkjun sem eru hliðhollar Landvirkjun. Á sama tíma hafa aðrir sérfræðingar, hlutlausir og alvanir að fást við verkefni eins og Hvammsvirkjun, komist að þveröfugum niðurstöðum, þ.e. að Hvammsvirkjun muni valda mjög alvarlegum skaða á laxastofni og lífríki Þjórsár. Svo miklum skaða, að ekki sé réttlætanlegt að ráðast í framkvæmdina. Það er því pínlegt þegar viðkomandi er allt í einu ekki lengur starfsmaður Hafrannsóknarstofnunnar, heldur Landsvirkjunar. Þegar framkvæma á í stórum stíl á kostnað náttúrunnar þarf að hafa fólk með sér í liði sem getur greitt leið stórfyrirtækja. Þá er gott að notast við „Revolving Door“ aðferðina, og það er einmitt það sem er að eiga sér stað með leyfisveitingu fyrir Hvammsvirkjun. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðifélagi Þjórsár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hugtakið „Revolving Door“ á við það þegar fólk fer úr starfi í opinbera geiranum sem er ráðgefandi og/eða annast eftirlit, yfir í starf í einkageiranum sem aðilinn ráðlagði áður eða hafði eftirlit með. T.d. stjórnmálamaður sem fer yfir í það að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir mengandi iðnað, og reynir í gegnum starf sitt að hafa áhrif á lög og reglur um hag iðnaðarins. Annað dæmi væri ef forstjóri ráðgefandi vísindastofnunar færi að vinna hjá stórfyrirtæki sem er bundið af ráðgöf þeirrar vísindastofnunar. Þetta er þekkt aðferð hjá stóriðnaði sem vill fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Því miður eru svona dæmi til í íslensku samfélagi. Forseti Alþingis fór að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn. Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar er orðin starfsmaður Landsvirkjunar. Náttúran er það dýrmætasta sem við Íslendingar eigum. Náttúran hefur alltaf verið hér og það er skylda okkar allra að gæta hennar. Í fjölda ára hefur verið reynt að hafa áhrif á undirbúning Hvammsvirkjunar af hálfu Veiðifélags Þjórsár, náttúruverndarsamtaka o.fl í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að óvandaðar lausnir Landsvirkjunar verði framkvæmdar. Mikið hefur verið skrifað undanfarnar vikur um málið og ekki er skortur á viðvörunarbjöllum. Framkvæmdin getur stórskaðað villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Það virðist vera sú niðurstaða sem sérfræðingar og aðrir sem hafa áhuga á málinu komast að, nema auðvitað þeir sérfræðingar sem starfa hjá Landsvirkjun eða fyrir Landsvirkjun. Núna í vikunni munu sveitarstjórnir Rangárþings Ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepps líklega veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Framkvæmdaleyfið er ekki gefið út af þeirri ástæðu að öll kurl séu komin til grafar, en lög gera ráð fyrir að svo sé við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er gefið út til að þóknast Landsvirkjun, með léttvægum fyrirvörum Fiskistofu og sveitarstjórna. Landsvirkjun hefur gert lítið úr varnaðarorðum og byggt rök sín á áliti fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Fyrrnefndur forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar hefur í öllu undirbúningsferli Hvammsvirkjunar, umhverfismati meðtöldu, stýrt stofnun sem gefið hefur álit og birt niðurstöður um Hvammsvirkjun sem eru hliðhollar Landvirkjun. Á sama tíma hafa aðrir sérfræðingar, hlutlausir og alvanir að fást við verkefni eins og Hvammsvirkjun, komist að þveröfugum niðurstöðum, þ.e. að Hvammsvirkjun muni valda mjög alvarlegum skaða á laxastofni og lífríki Þjórsár. Svo miklum skaða, að ekki sé réttlætanlegt að ráðast í framkvæmdina. Það er því pínlegt þegar viðkomandi er allt í einu ekki lengur starfsmaður Hafrannsóknarstofnunnar, heldur Landsvirkjunar. Þegar framkvæma á í stórum stíl á kostnað náttúrunnar þarf að hafa fólk með sér í liði sem getur greitt leið stórfyrirtækja. Þá er gott að notast við „Revolving Door“ aðferðina, og það er einmitt það sem er að eiga sér stað með leyfisveitingu fyrir Hvammsvirkjun. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðifélagi Þjórsár.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun