Andstæðingar Blika sömdu við Maicon fyrir tveimur árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2023 11:30 Maicon með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Inter á Bayern München í úrslitaleik keppninnar 2010. getty/Shaun Botterill Fyrstu andstæðingar Breiðabliks í forkeppni Meistaradeild Evrópu sömdu við gamla brasilíska stórstjörnu fyrir tveimur árum. Íslandsmeistarar Breiðabliks drógust gegn Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin verður leikin á Kópavogsvelli 27.-30. júní. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi Atletic Club d’Escaldes frá Andorra. Breiðablik er miklu sigurstranglegri enda er árangur Tre Penne í Evrópukeppnum afleitur. Liðið hefur spilað tuttugu Evrópuleiki, unnið einn en tapað nítján. Markatalan er 7-77. Eini sigurinn kom gegn Shirak frá Armeníu fyrir áratug. Forráðamenn Tre Penne verða þó ekki sakaðir um að reyna og fara óhefðbundnar leiðir til að næla í hagstæð úrslit í Evrópukeppnum. Fyrir tveimur árum (upp á dag á morgun) samdi Tre Penne nefnilega við Brasilíumanninn Maicon. Hann var þá fertugur og hafði síðast leikið með ítalska D-deildarliðinu Sona. Maicon, who became a European champion with Inter in 2010, has now completed an unlikely treble of appearing in the Champions League, Europa League & Conference League! Tonight he is in action for Tre Penne of San Marino in the UECL 1st Qualifying Round. pic.twitter.com/jJwMlIJ9dM— The Sweeper (@SweeperPod) July 8, 2021 Maicon var á sínum tíma besti hægri bakvörður heims og var meðal annars í lykilhlutverki í liði Inter sem vann þrennuna tímabilið 2009-10. Hann lék 76 landsleiki fyrir Brasilíu. Maicon var hjá Tre Penne í mánuð og lék tvo leiki með liðinu gegn Dinamo Batumi frá Georgíu í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Koma Maicons dugði Tre Penne þó skammt því liðið tapaði leikjunum tveimur, 7-0 samanlagt. Tre Penne er ekki eina liðið frá San Marinó sem hefur samið við gamla hetju til að hjálpa sér í Evrópukeppni. Landi Maicons, Aldair, lék með Murata á árunum 2007-10, þá kominn vel yfir fertugt. Damiano Tommasi, fyrrverandi samherji Aldairs hjá Roma, samdi svo við La Fiorita fjögur sumur í röð og lék með liðinu í Evrópukeppni. Ekki hafa enn borist fréttir af því að Tre Penne ætli að semja við gamla stjörnu til að hjálpa liðinu í baráttunni við Breiðablik en það væri ekki leiðinlegt að fá einhverja slíka á Kópavogsvöll undir lok mánaðarins. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks drógust gegn Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin verður leikin á Kópavogsvelli 27.-30. júní. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi Atletic Club d’Escaldes frá Andorra. Breiðablik er miklu sigurstranglegri enda er árangur Tre Penne í Evrópukeppnum afleitur. Liðið hefur spilað tuttugu Evrópuleiki, unnið einn en tapað nítján. Markatalan er 7-77. Eini sigurinn kom gegn Shirak frá Armeníu fyrir áratug. Forráðamenn Tre Penne verða þó ekki sakaðir um að reyna og fara óhefðbundnar leiðir til að næla í hagstæð úrslit í Evrópukeppnum. Fyrir tveimur árum (upp á dag á morgun) samdi Tre Penne nefnilega við Brasilíumanninn Maicon. Hann var þá fertugur og hafði síðast leikið með ítalska D-deildarliðinu Sona. Maicon, who became a European champion with Inter in 2010, has now completed an unlikely treble of appearing in the Champions League, Europa League & Conference League! Tonight he is in action for Tre Penne of San Marino in the UECL 1st Qualifying Round. pic.twitter.com/jJwMlIJ9dM— The Sweeper (@SweeperPod) July 8, 2021 Maicon var á sínum tíma besti hægri bakvörður heims og var meðal annars í lykilhlutverki í liði Inter sem vann þrennuna tímabilið 2009-10. Hann lék 76 landsleiki fyrir Brasilíu. Maicon var hjá Tre Penne í mánuð og lék tvo leiki með liðinu gegn Dinamo Batumi frá Georgíu í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Koma Maicons dugði Tre Penne þó skammt því liðið tapaði leikjunum tveimur, 7-0 samanlagt. Tre Penne er ekki eina liðið frá San Marinó sem hefur samið við gamla hetju til að hjálpa sér í Evrópukeppni. Landi Maicons, Aldair, lék með Murata á árunum 2007-10, þá kominn vel yfir fertugt. Damiano Tommasi, fyrrverandi samherji Aldairs hjá Roma, samdi svo við La Fiorita fjögur sumur í röð og lék með liðinu í Evrópukeppni. Ekki hafa enn borist fréttir af því að Tre Penne ætli að semja við gamla stjörnu til að hjálpa liðinu í baráttunni við Breiðablik en það væri ekki leiðinlegt að fá einhverja slíka á Kópavogsvöll undir lok mánaðarins.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira