Dómsmálaráðherra mun kveðja ráðuneytið með söknuði en fastlega er reiknað með að hann láti af embætti á ríkisráðsfundi á mánudag. Við ræðum við Jón Gunnarsson um málið.
Þá hittum við fólk sem starfar í færanlegri félagsmiðstöð en þau stefna að því að ná til ungmenna í viðkvæmri í stöðu til að sporna gegn mögulegu ofbeldi í sumar.
Við verðum einnig í beinni frá Tjarnarbíó þar sem mikil óvissa ríkir um reksturinn, ræðum við fólk í ferðaþjónustunni á Suðurlandi sem gera ráð fyrir metári í fjölda ferðamanna og ræðum við yfirkokkinn á Moss veitingastaðnum sem hlaut hina eftirsóttu Michelin-stjörnu í gær.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.