Þau látnu eldri borgarar á leið í spilavíti Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2023 10:39 Svartur reykur stígur frá flaki rútunnar á slysstað í Manitoba-fylki. Vitni segist hafa séð viðbragðsaðila reyna að bjarga fólki út úr brennandi rútunni. Vísir/EPA Fimmtán eru nú sagðir hafa látist í árekstri flutningabíls og rútu á hraðbraut í Manitoba í Kanada í gær. Flestir þeirra sem létust voru eldri borgarar sem voru farþegar í rútunni. Tíu til viðbótar eru slasaðir eftir slysið. Slysið átti sér stað við gatnamót á hrauðbraut nærri bænum Carberry í suðvestanverðu Manitoba, um 170 kílómetra vestur af Winnipeg, í gær. Tuttugu og fimm manns voru um borð í rútunni, flestir þeirra eldri borgarar frá bænum Dauphin sem voru á leið í spilavíti í Carberry. Rob Lasson, lögregluforingi hjá konunglegu kanadísku riddaralögreglunni, segir að rútan hafi verið á suðurleið og að hún hefði átt að koma að stöðvunarmerki. Rútan hafi þverað akreinar sem liggja til austurs þegar hún varð fyrir flutningabílnum sem var ekið til austurs, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Hann sagði jafnframt að ökumenn bæði rútunnar og flutningabílsins væru lifandi og á sjúkrahúsi. Sjónvarvottur segist hafa séð logandi rútuna í grasinu í vegarkantinum. Viðbragðsaðilar hafi reynt að bjarga fólki út úr brennandi flakinu. Um 8.600 manns búa í Dauphin. Kim Armstrong, forstöðumaður öldrunarheimilisins þaðan sem rútan lagði upp í gærmorgun, segir missinn mikinn fyrir samfélagið sem sé í áfalli. Fánar við fylkisþingið í Winnipeg voru dregnir í hálfa stöng eftir slysið. Justin Trudeau, forsætisráðherra, sagði slysið hörmulegt í tísti. „Ég sendi dýpstu samúðaróskir minna til þeirra sem misstu ástvini í dag og ég hugsa til þeirra sem slösuðust,“ tísti Trudeau. Kanada Samgönguslys Tengdar fréttir Tíu látnir hið minnsta eftir bílslys í Kanada Minnst tíu eru látnir eftir að vöruflutningabíll og ferðaþjónustubíll aldraðra skullu saman um 160 kílómetra vestur af Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada í kvöld. 15. júní 2023 22:13 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Slysið átti sér stað við gatnamót á hrauðbraut nærri bænum Carberry í suðvestanverðu Manitoba, um 170 kílómetra vestur af Winnipeg, í gær. Tuttugu og fimm manns voru um borð í rútunni, flestir þeirra eldri borgarar frá bænum Dauphin sem voru á leið í spilavíti í Carberry. Rob Lasson, lögregluforingi hjá konunglegu kanadísku riddaralögreglunni, segir að rútan hafi verið á suðurleið og að hún hefði átt að koma að stöðvunarmerki. Rútan hafi þverað akreinar sem liggja til austurs þegar hún varð fyrir flutningabílnum sem var ekið til austurs, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Hann sagði jafnframt að ökumenn bæði rútunnar og flutningabílsins væru lifandi og á sjúkrahúsi. Sjónvarvottur segist hafa séð logandi rútuna í grasinu í vegarkantinum. Viðbragðsaðilar hafi reynt að bjarga fólki út úr brennandi flakinu. Um 8.600 manns búa í Dauphin. Kim Armstrong, forstöðumaður öldrunarheimilisins þaðan sem rútan lagði upp í gærmorgun, segir missinn mikinn fyrir samfélagið sem sé í áfalli. Fánar við fylkisþingið í Winnipeg voru dregnir í hálfa stöng eftir slysið. Justin Trudeau, forsætisráðherra, sagði slysið hörmulegt í tísti. „Ég sendi dýpstu samúðaróskir minna til þeirra sem misstu ástvini í dag og ég hugsa til þeirra sem slösuðust,“ tísti Trudeau.
Kanada Samgönguslys Tengdar fréttir Tíu látnir hið minnsta eftir bílslys í Kanada Minnst tíu eru látnir eftir að vöruflutningabíll og ferðaþjónustubíll aldraðra skullu saman um 160 kílómetra vestur af Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada í kvöld. 15. júní 2023 22:13 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Tíu látnir hið minnsta eftir bílslys í Kanada Minnst tíu eru látnir eftir að vöruflutningabíll og ferðaþjónustubíll aldraðra skullu saman um 160 kílómetra vestur af Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada í kvöld. 15. júní 2023 22:13