Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2023 23:59 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir Breta varpa frá sér ábyrgðinni á árekstri á Heathrow-flugvelli yfir á Icelandair. Þeir sem beri raunverulega ábyrgð á slysinu séu stjórnendur Heathrow-flugvallar vegna óskýrra verkferla og samskiptaleysis starfsmanna á jörðu niðri. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð. Þann 28. september í fyrra lenti Boeing 757 þota Icelandair í minniháttar árekstri á Heathrow þegar vængur flugvélar Korean Air rakst í hliðarstýri á stéli þotunnar. Engum varð meint af en hliðarstýri flugvélar Icelandair skemmdist og vinstri vængur flugvélar Korean Air einnig. Menntaskólanemendur, sem voru á leið heim með flugvélinni eftir námsferð í Lundúnum, lýstu árekstrinum í samtali við Vísi á sínum tíma. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi sagði að áreksturinn hefði verið tilkominn af því flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði. Frumorsök slyssins hafi þó verið skortur á leiðsögn á Heathrow vegna manneklu. Sjá einnig: Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Haukur Reynisson, rekstrarstjóri Icelandair, hefur aðra sögu að segja af atvikinu og segir skýrsluhöfunda ekki taka sjónarmið Icelandair um óskýrt og óaðgengilegt verklag flugvallarins til greina. Samskiptaleysi starfsmanna á jörðinni hafi valdið árekstrinum. Athugasemdir flugrekenda ekki teknar til greina „Skýrslur eru skýrslur og það er hægt að lesa ýmislegt út úr þeim. Þegar rannsóknarskýrslur er gerðar eru athugasemdir flugrekenda ekki alltaf teknar til greina,“ sagði Haukur um skýrsluna í samtali við Vísi. Haukur segir skýrsluhöfunda benda á að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi beygt af miðlínu inn á stæði án þess að leiðbeiningarkerfi væri virkt. Samkvæmt verklagi flugvallarins eigi ekki að beygja inn í stæði fyrr en kerfið fari í gang. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir verkferla á Heathrow-flugvelli einstaka og mjög óskýra. „Ábending okkar til rannsóknarnefndar var sú að þetta verklag væri gallað að því leytinu til að það sem gerist víða á flugvöllum erlendis er að þegar flugvélum er beygt inn á stæði er mjög algengt að það slokknar á kerfunum, það kemur rafmagnsútsláttur eða þau bila í einhverjar sekúndur eða mínútur,“ segir Haukur. „Í Heathrow er það þannig að ef þú myndir fylgja verklaginu sem þeir leggja til þá getur staðan verið sú að þú ert búinn að beygja inn á stæði, fylgir þessu verklagi algjörlega eftir, en verður samt að stoppa, þú getur ekki bakkað flugvélina. Það er okkar ábending til þeirra,“ segir hann. Korean Air sé bótaskylt gagnvart Icelandair „Annað sem kemur ekki fram í skýrslunni er að flugvélin okkar er kyrrstæð. Grunnreglan á flugvöllum er að ef þú ert með kyrrstæða flugvél og það er eitthvað sem ekur á þig, hvort sem það er farangursbíll, önnur tæki á vellinum eða flugvélar, þá ert þú í fullum rétti,“ segir Haukur. „Ef þú horfir á þetta út frá bótaskyldu þá er hitt flugfélagið að fara að bæta okkur allt tjónið.“ Haukur segir Icelandair ekki bótaskylt vegna atviksins enda hafi vélin verið kyrrstæð þegar atvikið átti sér stað.Arnar Halldórsson Hvers vegna taka þau ekki gilt að þið hafið verið kyrrstæð? „Rannsóknarnefndin horfir á þetta út frá verklagi flugvallarins. Þetta verklag sem þeir vísa í er í svokölluðum AIP, Aeronautical Information Publication, frá Heathrow en þetta verklag var mjög óskýrt í bókinni,“ segir Haukur. „Þegar við fórum að spyrja okkar starfsmenn hvort þeir væru meðvitaðir um þetta verklag þá var verklagið það óskýrt að mjög margir voru ekki meðvitaðir um það,“ segir hann og bætir við „Það sem við gerðum eftir þetta atvik er að við settum þetta í okkar bækur til að vekja sérstaka athygli á þessu.“ „Enginn flugvöllur sem við fljúgum inn á er með þetta verklag sem gerir það að verkum að okkar starfsmenn, eiga erfitt með að átta sig á því að þetta sé með þessum hætti á Heathrow-flugvelli,“ segir hann. Bretarnir varpi sökinni frá sér Haukur segir að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi, ólíkt því sem segir í skýrslunni, haft samband við fulltrúa starfsmanna á jörðu niðri. Samskiptaleysi milli starfsmanna á jörðu niðri hafi síðan leitt til slyssins. „Síðan er talað um í skýrslunni að flugstjórinn hafi ekki haft samband við ground-bylgju, til þess að vara við því að hann væri ekki kominn alveg inn á stæðið,“ segir Haukur. „En það kemur hins vegar ekki fram í skýrslunni að flugstjórinn talar við handling-agent, sem sér um að höndla flugvélarnar og hann talar við grundina, batterýið sem stýrir umferðinni á jörðinni, sem kallar til svokallaðan marshaller, sem er sá sem vísar flugvélinni inn á stæðið.“ „Marshaller-inn er starfsmaður grounds þannig það virðist vera samskiptaskortur milli grounds og þeirra eigin starfsmanna. Sá aðili hefði líka átt að láta grundina vita af því að vélin væri ekki komin inn á stæðið,“ segir Haukur um ábyrgð grundar-starfsmanna. „Það er aðeins skautað fram hjá því að ábyrgðin er ekki alfarið flugmannanna. Bretarnir ákveða að vísa þessu á útlendingana en ekki sjálfa sig.“ Þannig ykkur finnst halla á ykkur í þessum úrskurði. „Já, okkur finnst það að mörgu leyti,“ segir Haukur. „Við fáum þetta bætt“ Haukur segir stærstu þættina í málinu vera bótaréttinn, samskiptaleysi vallarstarfsmanna og óskýrt verklag. Bótaskylda Korean Air sé nánast staðfest. „Stærstu punktarnir finnst mér að það vantar að koma á samskiptum, sem þegar voru komin á, frá marshallnum til ground-bylgjunnar þannig að hún hefði getað haft áhrif á akstur hinnar vélarinnar, verklagið sem Heathrow-flugvöllur notar er óskýrt og óaðgengilegt í þeirra upplýsingariti og niðurstöður bótaréttar, við fáum þetta bætt,“ segir Haukur. Það er búið að staðfesta að þið fáið þetta bætt? „Það er nánast staðfest, mér sýnist á öllu að það endi þannig að bótaskyldan verði hins félagsins af því við erum með kyrrstæða vél,“ segir hann. Icelandair Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Þann 28. september í fyrra lenti Boeing 757 þota Icelandair í minniháttar árekstri á Heathrow þegar vængur flugvélar Korean Air rakst í hliðarstýri á stéli þotunnar. Engum varð meint af en hliðarstýri flugvélar Icelandair skemmdist og vinstri vængur flugvélar Korean Air einnig. Menntaskólanemendur, sem voru á leið heim með flugvélinni eftir námsferð í Lundúnum, lýstu árekstrinum í samtali við Vísi á sínum tíma. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi sagði að áreksturinn hefði verið tilkominn af því flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði. Frumorsök slyssins hafi þó verið skortur á leiðsögn á Heathrow vegna manneklu. Sjá einnig: Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Haukur Reynisson, rekstrarstjóri Icelandair, hefur aðra sögu að segja af atvikinu og segir skýrsluhöfunda ekki taka sjónarmið Icelandair um óskýrt og óaðgengilegt verklag flugvallarins til greina. Samskiptaleysi starfsmanna á jörðinni hafi valdið árekstrinum. Athugasemdir flugrekenda ekki teknar til greina „Skýrslur eru skýrslur og það er hægt að lesa ýmislegt út úr þeim. Þegar rannsóknarskýrslur er gerðar eru athugasemdir flugrekenda ekki alltaf teknar til greina,“ sagði Haukur um skýrsluna í samtali við Vísi. Haukur segir skýrsluhöfunda benda á að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi beygt af miðlínu inn á stæði án þess að leiðbeiningarkerfi væri virkt. Samkvæmt verklagi flugvallarins eigi ekki að beygja inn í stæði fyrr en kerfið fari í gang. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir verkferla á Heathrow-flugvelli einstaka og mjög óskýra. „Ábending okkar til rannsóknarnefndar var sú að þetta verklag væri gallað að því leytinu til að það sem gerist víða á flugvöllum erlendis er að þegar flugvélum er beygt inn á stæði er mjög algengt að það slokknar á kerfunum, það kemur rafmagnsútsláttur eða þau bila í einhverjar sekúndur eða mínútur,“ segir Haukur. „Í Heathrow er það þannig að ef þú myndir fylgja verklaginu sem þeir leggja til þá getur staðan verið sú að þú ert búinn að beygja inn á stæði, fylgir þessu verklagi algjörlega eftir, en verður samt að stoppa, þú getur ekki bakkað flugvélina. Það er okkar ábending til þeirra,“ segir hann. Korean Air sé bótaskylt gagnvart Icelandair „Annað sem kemur ekki fram í skýrslunni er að flugvélin okkar er kyrrstæð. Grunnreglan á flugvöllum er að ef þú ert með kyrrstæða flugvél og það er eitthvað sem ekur á þig, hvort sem það er farangursbíll, önnur tæki á vellinum eða flugvélar, þá ert þú í fullum rétti,“ segir Haukur. „Ef þú horfir á þetta út frá bótaskyldu þá er hitt flugfélagið að fara að bæta okkur allt tjónið.“ Haukur segir Icelandair ekki bótaskylt vegna atviksins enda hafi vélin verið kyrrstæð þegar atvikið átti sér stað.Arnar Halldórsson Hvers vegna taka þau ekki gilt að þið hafið verið kyrrstæð? „Rannsóknarnefndin horfir á þetta út frá verklagi flugvallarins. Þetta verklag sem þeir vísa í er í svokölluðum AIP, Aeronautical Information Publication, frá Heathrow en þetta verklag var mjög óskýrt í bókinni,“ segir Haukur. „Þegar við fórum að spyrja okkar starfsmenn hvort þeir væru meðvitaðir um þetta verklag þá var verklagið það óskýrt að mjög margir voru ekki meðvitaðir um það,“ segir hann og bætir við „Það sem við gerðum eftir þetta atvik er að við settum þetta í okkar bækur til að vekja sérstaka athygli á þessu.“ „Enginn flugvöllur sem við fljúgum inn á er með þetta verklag sem gerir það að verkum að okkar starfsmenn, eiga erfitt með að átta sig á því að þetta sé með þessum hætti á Heathrow-flugvelli,“ segir hann. Bretarnir varpi sökinni frá sér Haukur segir að flugstjóri flugvélar Icelandair hafi, ólíkt því sem segir í skýrslunni, haft samband við fulltrúa starfsmanna á jörðu niðri. Samskiptaleysi milli starfsmanna á jörðu niðri hafi síðan leitt til slyssins. „Síðan er talað um í skýrslunni að flugstjórinn hafi ekki haft samband við ground-bylgju, til þess að vara við því að hann væri ekki kominn alveg inn á stæðið,“ segir Haukur. „En það kemur hins vegar ekki fram í skýrslunni að flugstjórinn talar við handling-agent, sem sér um að höndla flugvélarnar og hann talar við grundina, batterýið sem stýrir umferðinni á jörðinni, sem kallar til svokallaðan marshaller, sem er sá sem vísar flugvélinni inn á stæðið.“ „Marshaller-inn er starfsmaður grounds þannig það virðist vera samskiptaskortur milli grounds og þeirra eigin starfsmanna. Sá aðili hefði líka átt að láta grundina vita af því að vélin væri ekki komin inn á stæðið,“ segir Haukur um ábyrgð grundar-starfsmanna. „Það er aðeins skautað fram hjá því að ábyrgðin er ekki alfarið flugmannanna. Bretarnir ákveða að vísa þessu á útlendingana en ekki sjálfa sig.“ Þannig ykkur finnst halla á ykkur í þessum úrskurði. „Já, okkur finnst það að mörgu leyti,“ segir Haukur. „Við fáum þetta bætt“ Haukur segir stærstu þættina í málinu vera bótaréttinn, samskiptaleysi vallarstarfsmanna og óskýrt verklag. Bótaskylda Korean Air sé nánast staðfest. „Stærstu punktarnir finnst mér að það vantar að koma á samskiptum, sem þegar voru komin á, frá marshallnum til ground-bylgjunnar þannig að hún hefði getað haft áhrif á akstur hinnar vélarinnar, verklagið sem Heathrow-flugvöllur notar er óskýrt og óaðgengilegt í þeirra upplýsingariti og niðurstöður bótaréttar, við fáum þetta bætt,“ segir Haukur. Það er búið að staðfesta að þið fáið þetta bætt? „Það er nánast staðfest, mér sýnist á öllu að það endi þannig að bótaskyldan verði hins félagsins af því við erum með kyrrstæða vél,“ segir hann.
Icelandair Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. 16. júní 2023 11:01