Útskrifuð og stolt að hafa ekki gefist upp á baráttunni við kerfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júní 2023 22:29 Umsókn Ólafíu Kristínar Norðfjörð um starfsnám í lögreglufræðum við HA var hafnað árið 2019 á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. Hún ákvað hins vegar að taka slaginn við kerfið og útskrifaðist loks sem lögregluþjónn síðustu helgi. Vísir/Arnar Eftir tveggja ára þrotlausa baráttu við kerfið og önnur tvö ár í námi útskrifaðist ung kona sem lögreglumaður síðustu helgi. Henni var upphaflega vísað frá vegna notkunar á kvíðalyfi. Hún er stolt af því að hafa tekið slaginn fyrir alla þá sem hafa haft hugrekki til að leita sér aðstoðar. Ólafía Kristín Norðfjörð, eða Lóa eins og hún er alltaf kölluð, ákvað árið 2019 að segja frá því á samfélagsmiðlum að umsókn hennar um starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri hafi verið hafnað á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. „Mér fannst það í raun og veru bara vera brot á réttindum þeirra sem leita sér aðstoðar vegna þess að við eigum í dag, 2023 og þegar ég byrjaði að berjast fyrir þessu árið 2019 - og það hefur verið mikil umræða um andlega heilsu - að við eigum að geta leitað okkur aðstoðar,“ segir Lóa. Lóa fór á fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, og fékk hana til að skoða málin og bæta. Í dag er tilfelli hvers og eins umsækjanda skoðað fyrir sig þó enn séu reglur í gildi. Lóa segir það ótrúlega tilfinningu að hafa náð að útskrifast úr draumanáminu. Lóa er stolt að hafa staðið með sjálfri sér og er ótrúlega spennt að mæta í vinnuna sem menntaður lögreglumaður.Vísir/Arnar „Ég stóð bara rosalega stolt af sjálfri mér og fyrir að hafa ekki gefist upp á baráttunni því þetta var mjög erfiður tími. Það var mjög oft sem ég ætlaði pínu að láta þetta bara fara og finna mér eitthvað annað að gera en ég var starfandi lögreglumaður á meðan ég var að berjast við þetta og ég fékk rosalega góðan stuðning frá fólkinu í kringum mig og samstarfsfólkinu mínu að gefast ekki upp,“ sagði hún. Lóa lítur á lögreglustarfið fyrst og fremst sem þjónustu við almenning. „Við erum að þjónusta almenna borgara og að vera til staðar fyrir fólkið í landinu.“ „Ég er ótrúlega spennt að mæta í vinnu sem menntaður lögreglumaður,“ sagði hún að lokum með lögregluhattinn á kollinum. Lögreglan Skóla - og menntamál Akureyri Geðheilbrigði Tengdar fréttir Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ólafía Kristín Norðfjörð, eða Lóa eins og hún er alltaf kölluð, ákvað árið 2019 að segja frá því á samfélagsmiðlum að umsókn hennar um starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri hafi verið hafnað á þeim grundvelli að hún hafi tekið inn kvíðalyfið Sertral þegar hún sótti um. „Mér fannst það í raun og veru bara vera brot á réttindum þeirra sem leita sér aðstoðar vegna þess að við eigum í dag, 2023 og þegar ég byrjaði að berjast fyrir þessu árið 2019 - og það hefur verið mikil umræða um andlega heilsu - að við eigum að geta leitað okkur aðstoðar,“ segir Lóa. Lóa fór á fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, og fékk hana til að skoða málin og bæta. Í dag er tilfelli hvers og eins umsækjanda skoðað fyrir sig þó enn séu reglur í gildi. Lóa segir það ótrúlega tilfinningu að hafa náð að útskrifast úr draumanáminu. Lóa er stolt að hafa staðið með sjálfri sér og er ótrúlega spennt að mæta í vinnuna sem menntaður lögreglumaður.Vísir/Arnar „Ég stóð bara rosalega stolt af sjálfri mér og fyrir að hafa ekki gefist upp á baráttunni því þetta var mjög erfiður tími. Það var mjög oft sem ég ætlaði pínu að láta þetta bara fara og finna mér eitthvað annað að gera en ég var starfandi lögreglumaður á meðan ég var að berjast við þetta og ég fékk rosalega góðan stuðning frá fólkinu í kringum mig og samstarfsfólkinu mínu að gefast ekki upp,“ sagði hún. Lóa lítur á lögreglustarfið fyrst og fremst sem þjónustu við almenning. „Við erum að þjónusta almenna borgara og að vera til staðar fyrir fólkið í landinu.“ „Ég er ótrúlega spennt að mæta í vinnu sem menntaður lögreglumaður,“ sagði hún að lokum með lögregluhattinn á kollinum.
Lögreglan Skóla - og menntamál Akureyri Geðheilbrigði Tengdar fréttir Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21 Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29. júní 2021 21:21
Lyfjanotkun ekki lengur frágangssök í lögreglunáminu Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral. 6. janúar 2021 09:02
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels