Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru teknar niður Ólafur Björn Sverrisson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. júní 2023 21:38 „Sjaldan hef ég orðið vitni að annarri eins vitleysu,“ segir íbúi í Seljahverfi um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að taka körfuboltakörfur á lóð Seljaskóla niður yfir sumartímann. einar guttormsson Körfuboltakörfur á lóð Seljaskóla í Reykjavík voru teknar niður í dag, á hápunkti sumarsins, vegna kvartana íbúa. Einar Guttormsson, sem býr steinsnar frá skólanum, vakti athygli á þessu á hverfishóp Breiðholts á Facebook. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta.“ Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð á hverfishópnum og kveðst einn íbúi hafa leitað til húsvarðar sem hafi skipulagt samtal við formann borgarráðs til að ræða „faglegri lausn á málinu“. Verktakar að störfum í morgun.einar guttormsson Skýtur skökku við Segist Einar ekki hafa orðið var við að krakkar séu að leika sér langt fram eftir kvöldi á vellinum. „Það var fyrir tveimur árum, þá voru unglingar að spila seint og voru með bíla á staðnum og spiluðu tónlist. Það hefur sennilega einhver kvartað yfir því og fengið Reykjavíkurborg til að fjarlægja körfurnar yfir sumartímann, þegjandi og hljóðalaust,“ segir Einar. Langflestir krakkar leiki sér til um klukkan tíu á kvöldin „Ég hef búið hér í tuttugu ár og þegar ég kaupi mér hús hérna gerði ég nú ráð fyrir að það yrði líf hérna í kringum skólann. Þannig þetta aldrei truflað mig.“ Það skjóti skökku við að búið sé að eyða tugmilljónum til að bæta lóðina en á sama tíma séu körfur teknar niður yfir sumartímann. „Svo er verið að berjast fyrir því að koma krökkum út og vera meira aktív í hreyfingu í stað þess að sitja heima í tölvunni,“ segir Einar. „Það er þegar búið að setja hlið þannig að unglingar geta ekki keyrt inn á lóðina og spilað tónlist. Þannig er komið til móts við þá sem eru viðkvæmir fyrir hávaðanum.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar fengið vitneskju um málið. Einar vonast því til að körfurnar fái að vera uppi yfir sumarið. Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Einar Guttormsson, sem býr steinsnar frá skólanum, vakti athygli á þessu á hverfishóp Breiðholts á Facebook. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta.“ Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð á hverfishópnum og kveðst einn íbúi hafa leitað til húsvarðar sem hafi skipulagt samtal við formann borgarráðs til að ræða „faglegri lausn á málinu“. Verktakar að störfum í morgun.einar guttormsson Skýtur skökku við Segist Einar ekki hafa orðið var við að krakkar séu að leika sér langt fram eftir kvöldi á vellinum. „Það var fyrir tveimur árum, þá voru unglingar að spila seint og voru með bíla á staðnum og spiluðu tónlist. Það hefur sennilega einhver kvartað yfir því og fengið Reykjavíkurborg til að fjarlægja körfurnar yfir sumartímann, þegjandi og hljóðalaust,“ segir Einar. Langflestir krakkar leiki sér til um klukkan tíu á kvöldin „Ég hef búið hér í tuttugu ár og þegar ég kaupi mér hús hérna gerði ég nú ráð fyrir að það yrði líf hérna í kringum skólann. Þannig þetta aldrei truflað mig.“ Það skjóti skökku við að búið sé að eyða tugmilljónum til að bæta lóðina en á sama tíma séu körfur teknar niður yfir sumartímann. „Svo er verið að berjast fyrir því að koma krökkum út og vera meira aktív í hreyfingu í stað þess að sitja heima í tölvunni,“ segir Einar. „Það er þegar búið að setja hlið þannig að unglingar geta ekki keyrt inn á lóðina og spilað tónlist. Þannig er komið til móts við þá sem eru viðkvæmir fyrir hávaðanum.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar fengið vitneskju um málið. Einar vonast því til að körfurnar fái að vera uppi yfir sumarið.
Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira