Endurbætur á Nývangi í skugga fjármálaóreiðu Barcelona Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 16:15 Vinna er komin á fullt við endurbætur á Nývangi Vísir/Getty Barcelona mun leika heimaleiki sína næsta tímabil á Ólympíuleikvangnum í borginni en umfangsmiklar endurbætur á Nývangi eru komnar á fullt og reiknað er með að þær taki 18 mánuði. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er um 1,5 milljarður Evra. Reglulega hafa borist fréttir af bágri fjárhagstöðu Barcelona síðustu ár en stjórnendur liðsins redduðu sér fyrir horn síðasta sumar með því að selja ýmsar eignir félagsins. Um hreina einskiptisaðgerð var að ræða og ljóst að félagið þarf að taka frekar til í fjármálum sínum. Einn liður í að auka innkomu félagsins eru löngu tímabærar endurbætur á heimavelli liðsins Nývangi. Völlurinn var fyrst tekinn í notkun árið 1957, tekur 99.354 áhorfendur í sæti og er stærsti fótboltavöllur Evrópu. Hann hefur látið á sjá á síðustu árum og er á tæpasta vaði að uppfylla öryggiskröfur. Aðeins lítill hluti sæta vallarins eru VIP sæti og einkastúkur, og reikna stjórnendur Barcelona með að geta aukið tekjur félagsins töluvert með því að bæta við betri sætum fyrir þá sem eru tilbúnir að borga hærra miðverð. Um leið á að fjölga sætum og á nýr og endurbættur Nývangur að taka 105.000 áhorfendur í sæti. Skuldir yfir tvo milljarða Endurbæturnar hafa verið töluverðan tíma í farvatninu og hafa stjórnendur félagsins staðið í samningaviðræðum um fjármögnun í nokkurn tíma. Félagið hefur tekið lán upp á 1,5 milljarð evra til að fjármagna framkvæmdirnar, og stefna á að borga það til baka með auknum tekjum 2047. Nýr og endurbættur Nývangur verður glæsilegur ef marka má áætlanir Barcelona. Þakið verður 30.000 m2 af sólarsellum sem eiga bæði að skýla áhorfendum fyrir rigningu en einnig að knýja skjái sem ná hringinn í kringum völlinn. Miðað við þessa tölvugerðu mynd í myndbandinu hér að neðan er það ekki aðeins völlurinn sem breytist, heldur líka húsin í kringum völlinn. Mögulega er það höfundur myndarinnar sem tekur sér stafrænt skáldaleyfi en ráðgert er að breyta svæðinu í næsta nágrenni vallarins og gera það grænna og mannvænna. Hvar spila Barcelona á meðan? Á meðan á framkvæmdunum stendur mun lið Barcelona leika á Ólympíuleikvanginum í borginni. Einhverjar hugmyndir voru á lofti um að spila á æfingasvæðinu en Ólympíuvöllurinn varð ofan á. Sá völlur er töluvert minni en tekur þó rúmlega 54 þúsund manns í sæti. Espanyol léku sína heimaleiki þar 1997-2009. Helsti ókostur vallarins er þó kannski að hann stendur lengst upp á hæð, bílastæði þar eru fá og almenningssamgöngur takmarkaðar. Reiknað er með að margir ársmiðahafar muni þiggja tilboð félagisns um að frysta miðana sína næsta tímabil. Ólympíuvöllurinn er ekki alveg í sama klassa og Nývangur en Barcelona verða að gera sér það að góðu.Vísir/Getty Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15 Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Reglulega hafa borist fréttir af bágri fjárhagstöðu Barcelona síðustu ár en stjórnendur liðsins redduðu sér fyrir horn síðasta sumar með því að selja ýmsar eignir félagsins. Um hreina einskiptisaðgerð var að ræða og ljóst að félagið þarf að taka frekar til í fjármálum sínum. Einn liður í að auka innkomu félagsins eru löngu tímabærar endurbætur á heimavelli liðsins Nývangi. Völlurinn var fyrst tekinn í notkun árið 1957, tekur 99.354 áhorfendur í sæti og er stærsti fótboltavöllur Evrópu. Hann hefur látið á sjá á síðustu árum og er á tæpasta vaði að uppfylla öryggiskröfur. Aðeins lítill hluti sæta vallarins eru VIP sæti og einkastúkur, og reikna stjórnendur Barcelona með að geta aukið tekjur félagsins töluvert með því að bæta við betri sætum fyrir þá sem eru tilbúnir að borga hærra miðverð. Um leið á að fjölga sætum og á nýr og endurbættur Nývangur að taka 105.000 áhorfendur í sæti. Skuldir yfir tvo milljarða Endurbæturnar hafa verið töluverðan tíma í farvatninu og hafa stjórnendur félagsins staðið í samningaviðræðum um fjármögnun í nokkurn tíma. Félagið hefur tekið lán upp á 1,5 milljarð evra til að fjármagna framkvæmdirnar, og stefna á að borga það til baka með auknum tekjum 2047. Nýr og endurbættur Nývangur verður glæsilegur ef marka má áætlanir Barcelona. Þakið verður 30.000 m2 af sólarsellum sem eiga bæði að skýla áhorfendum fyrir rigningu en einnig að knýja skjái sem ná hringinn í kringum völlinn. Miðað við þessa tölvugerðu mynd í myndbandinu hér að neðan er það ekki aðeins völlurinn sem breytist, heldur líka húsin í kringum völlinn. Mögulega er það höfundur myndarinnar sem tekur sér stafrænt skáldaleyfi en ráðgert er að breyta svæðinu í næsta nágrenni vallarins og gera það grænna og mannvænna. Hvar spila Barcelona á meðan? Á meðan á framkvæmdunum stendur mun lið Barcelona leika á Ólympíuleikvanginum í borginni. Einhverjar hugmyndir voru á lofti um að spila á æfingasvæðinu en Ólympíuvöllurinn varð ofan á. Sá völlur er töluvert minni en tekur þó rúmlega 54 þúsund manns í sæti. Espanyol léku sína heimaleiki þar 1997-2009. Helsti ókostur vallarins er þó kannski að hann stendur lengst upp á hæð, bílastæði þar eru fá og almenningssamgöngur takmarkaðar. Reiknað er með að margir ársmiðahafar muni þiggja tilboð félagisns um að frysta miðana sína næsta tímabil. Ólympíuvöllurinn er ekki alveg í sama klassa og Nývangur en Barcelona verða að gera sér það að góðu.Vísir/Getty
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15 Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15
Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01