Við höldum áfram að fylgjast með viðbrögðum við tímabundnu hvalveiðibanni matvælaráðherra. Formaður atvinnuveganefndar hefur boðað til fundar á föstudag þar sem Svandís Svavarsdóttir situr fyrir svörum nefndarmanna.
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir mikilvægt fyrir stéttina að hjúkrunarfræðingur var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild Landsspítalans.
Og í fréttatímanum fylgjumst við með rökræðum æðarbónda og æðarkollu á Breiðarfirði sem ekki var á því að fara af hreiðri sínu þegar hann vildi hafa af henni dúninn.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.