Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar ætlar að víkja fyrir yngra fólki Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 10:33 Friðjón Einarsson leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í bæjarstjórnarkosningum í fyrra. Hann ætlar að segja skilið við sveitarstjórnarmálin um áramótin. Vísir/Sigurjón Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða að veita Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingarinnar lausn frá næstu áramótum. Hann segir kominn tíma til að draga sig í hlé og að hleypa nýju og fersku fólki að. Ósk Friðjóns um lausn frá og með 1. janúar 2024 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudag. Í samtali við Vísir segir Friðjón að aðalástæðan fyrir ákvörðun sinni sé að hann verði 67 ára í nóvember. Hann hafi verið sveitarstjórnarmaður frá 2010 og nú sé komið gott. „Það er gott að hleypa ungu og fersku fólki að. Er ekki gott að geta ákveðið hvenær maður vill hætta frekar en að lenda í því að einhverjir aðrir segir manni að hætta?“ segir hann. Ekki er ráðið hvað tekur við þegar Friðjón lætur af sveitarstjórnarstörfum um áramótin. „Kannski bara að keyra mótorhjól og spila golf,“ segir hann. Skiptast á stólum við brotthvarfið Nokkrar hrókeringar verða við brotthvarf Friðjóns. Samfylkingin myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Beinni leið eftir síðustu kosningar. Við upphaf meirihlutasamstarfsins var greint frá því að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, yrði forseti bæjarstjórnar fyrri hluta kjörtímabilsins en formaður bæjarráðs á seinni hluta þess. Hún tekur við af Friðjóni sem formaður bæjarráðs um áramótin en Guðný Birna Guðmundsdóttir verður forseti bæjarstjórnar í stað Halldóru. Guðný Birna verður oddviti Samfylkingarinnar út kjörtímabilið og tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarráði. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Sigurrós Antonsdóttir, sem var í fjórða sæti á listanum, tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn og Sigurjón Gauti Friðriksson, sem skipaði sjöunda sæti listans, verður varamaður. Reykjanesbær Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Ósk Friðjóns um lausn frá og með 1. janúar 2024 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudag. Í samtali við Vísir segir Friðjón að aðalástæðan fyrir ákvörðun sinni sé að hann verði 67 ára í nóvember. Hann hafi verið sveitarstjórnarmaður frá 2010 og nú sé komið gott. „Það er gott að hleypa ungu og fersku fólki að. Er ekki gott að geta ákveðið hvenær maður vill hætta frekar en að lenda í því að einhverjir aðrir segir manni að hætta?“ segir hann. Ekki er ráðið hvað tekur við þegar Friðjón lætur af sveitarstjórnarstörfum um áramótin. „Kannski bara að keyra mótorhjól og spila golf,“ segir hann. Skiptast á stólum við brotthvarfið Nokkrar hrókeringar verða við brotthvarf Friðjóns. Samfylkingin myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Beinni leið eftir síðustu kosningar. Við upphaf meirihlutasamstarfsins var greint frá því að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, yrði forseti bæjarstjórnar fyrri hluta kjörtímabilsins en formaður bæjarráðs á seinni hluta þess. Hún tekur við af Friðjóni sem formaður bæjarráðs um áramótin en Guðný Birna Guðmundsdóttir verður forseti bæjarstjórnar í stað Halldóru. Guðný Birna verður oddviti Samfylkingarinnar út kjörtímabilið og tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarráði. Hún var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Sigurrós Antonsdóttir, sem var í fjórða sæti á listanum, tekur sæti sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn og Sigurjón Gauti Friðriksson, sem skipaði sjöunda sæti listans, verður varamaður.
Reykjanesbær Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira