Fundurinn fer fram á Hótel Natura – Berjaya, betur þekkt sem Loftleiðahótelið. Aðrir ræðumenn verða Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri flugrekstrar Icelandair, Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, og Orri Eiríksson, flugstjóri hjá Icelandair.
Orri hefur verið mjög gagnrýninn á ákvörðun innviðaráðherra að leyfa nýja byggð í Skerjafirði en hann var fulltrúi öryggisnefndar Félags íslenska atvinnuflugmanna í nefnd stjórnvalda sem fjallaði um málið.
Fundurinn hefst klukkan 17 og er áætlað að hann standi í tvær klukkustundir. Fundarstjóri er Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins. Fundinn má sjá í beinu streymi hér að neðan: