Ekkert varð að fyrirhuguðum fundi Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisraðherra með Markúsi Ingólfi Eiríkssyni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í dag. Fundinum var frestað á síðustu stundu án útskýringa en samkvæmt heiildum fréttastofu ætlar ráðherra ekki að endurnýja skipun Markúsar Ingólfs sem rennur út snemma á næsta ári. Hann gagrýndi ráðherran nýlega fyrir óviðeigandi framkomu í hans garð þegar hann vakti athygli á bágri fjárhagsstöðu HSS.
Forseti Úkraínu varar umheiminn við mögulegum hryðjuverkum Rússa sem hafi undirbuið að sprengja kjarnorluverið í Zaporizhzhia í loft upp. Í dag ítrekuðu forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada stuðning sinn við Úkraínu á fundi í Vestmannaeyjum.
Þá greinum við frá þvi að tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.