„Á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlegt lélegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2023 07:00 Heims- og ólympíumeistarinn Karsten Warholm rétt slapp áður en mótmælendurnir hlupu inn á hlaupabrautina. Vísir/EPA Umhverfissinnar hlupu inn á hlaupabrautina við lok 400 metra grindahlaupsins á Demantamótinu í Stokkhólmi í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum vegna svipaðra mótmæla á stórviðburðum. Dementamótaröðin í frjálsum íþróttum er í fullum gangi þessar vikurnar og í gær fór mót fram í Stokkhólmi þar sem margar af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins voru samankomnar. Norðmaðurinn Karsten Warholm kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi karla en minnstu munaði að heims- og ólympíumeistarinn gæti ekki klárað hlaupið. Í þann mund sem hann hljóp yfir marklínuna fóru mótmælendur inn á hlaupabrautina og stilltu sér upp fyrir þeim keppendur sem áttu eftir að hlaupa í mark. „Ég varð reiður. Þetta er kjánalegt og forkastanlegt,“ sagði Warholm í samtali við sænska ríkissjónvarpið SVT eftir hlaupið. „Það á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlega lélegt. Þetta er ekki rétta aðferðin, sama um hvað málið snýst.“ Protestors disrupt the conclusion of the 400m hurdles at tonight's Diamond League event in Stockholmpic.twitter.com/OMGxXo6G0k— Balls.ie (@ballsdotie) July 2, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum á stórviðburðum vegna mótmæla umhverfissinna. Þegar Loreen söng á úrslitakvöldi Melodifestivalen var hún trufluð af mótmælendum og þurfti að endurtaka atriði sitt. Þá hafa mótmælendur hlaupið inn á völlinn í miðjum bikarúrslitaleik í knattspyrnu, truflað úrslitaþátt Idol og fleiri stóra viðburði. „Ótrúlega leiðinlegt að þetta hafi gerst, að þeir ráðist inn á okkar viðburð. Hlaupararnir voru næstum því keyrðir niður,“ sagði Jan Kowalski sem var framkvæmdastjóri Demantamótsins í gær. „Við höfum séð þetta gerast á öðrum viðburðum og vorum tilbúin. Við vissum hvað við ættum að gera ef þetta myndi gerast, að sama skapi getum við ekki sett óeirðagirðingu í kringum allan völlinn á svona viðburði. Við gerðum það sem við gátum og vorum fljót að bregðast við.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Sjá meira
Dementamótaröðin í frjálsum íþróttum er í fullum gangi þessar vikurnar og í gær fór mót fram í Stokkhólmi þar sem margar af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins voru samankomnar. Norðmaðurinn Karsten Warholm kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi karla en minnstu munaði að heims- og ólympíumeistarinn gæti ekki klárað hlaupið. Í þann mund sem hann hljóp yfir marklínuna fóru mótmælendur inn á hlaupabrautina og stilltu sér upp fyrir þeim keppendur sem áttu eftir að hlaupa í mark. „Ég varð reiður. Þetta er kjánalegt og forkastanlegt,“ sagði Warholm í samtali við sænska ríkissjónvarpið SVT eftir hlaupið. „Það á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlega lélegt. Þetta er ekki rétta aðferðin, sama um hvað málið snýst.“ Protestors disrupt the conclusion of the 400m hurdles at tonight's Diamond League event in Stockholmpic.twitter.com/OMGxXo6G0k— Balls.ie (@ballsdotie) July 2, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum á stórviðburðum vegna mótmæla umhverfissinna. Þegar Loreen söng á úrslitakvöldi Melodifestivalen var hún trufluð af mótmælendum og þurfti að endurtaka atriði sitt. Þá hafa mótmælendur hlaupið inn á völlinn í miðjum bikarúrslitaleik í knattspyrnu, truflað úrslitaþátt Idol og fleiri stóra viðburði. „Ótrúlega leiðinlegt að þetta hafi gerst, að þeir ráðist inn á okkar viðburð. Hlaupararnir voru næstum því keyrðir niður,“ sagði Jan Kowalski sem var framkvæmdastjóri Demantamótsins í gær. „Við höfum séð þetta gerast á öðrum viðburðum og vorum tilbúin. Við vissum hvað við ættum að gera ef þetta myndi gerast, að sama skapi getum við ekki sett óeirðagirðingu í kringum allan völlinn á svona viðburði. Við gerðum það sem við gátum og vorum fljót að bregðast við.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Sjá meira