Chelsea er vissulega búið að frumsýna nýjan búning en það vekur athygli að hann er ekki með auglýsingu að fram.
Too. Much. Style. #ItsA90sThing #ThePrideOfLondon pic.twitter.com/rBmsWokryp
— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 10, 2023
Samningur Cheslea og símafyrirtækisins Three rann út eftir síðasta tímabil og var ekki endurnýjaður.
Enska úrvalsdeildin lokaði á samning Chelsea við streymisveituna Paramount+ af ótta við ónægju rétthafa.
Chelsea hafnaði líka möguleikanum á að semja við veðmálafyrirtæki.
Chelsea segir að nýja treyjan fari í sölu á heimasíðu félagsins 16. ágúst eða þremur dögum eftir fyrsta leikinn sem er á móti Liverpool. Það fer síðan í opna sölu 23. ágúst.
Það má búast við því að þá verði keppnistreyjan komin með auglýsingu því Cheslea er að leita að nýjum styrktaraðila.
Liðið gæti aftur á móti spilað án auglýsingu í keppnisferðinni til Bandaríkjanna.
Introducing our 23/24 @NikeFootball home shirt!
— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 10, 2023
90's inspired and shimmering in gold, celebrating 25 years since our iconic 97/98 season where we took home the UEFA Cup Winners' Cup. #ItsA90sThing #ThePrideOfLondon