Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2023 16:26 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, birti greinargerð Sigurðar í síðustu viku. Birtingin er umdeild og hefur Sigurður kallað eftir því lengi að hún yrði birt. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lagðist gegn því að greinargerðin yrði birt og ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar. Félagið Lindarhvoll var stofnað árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Svokallaðar stöðugleikaeignir komust í eigu ríkissjóðs eftir bankahrunið árið 2008. Umtalsverðar eignir voru í búum stóru viðskiptabankanna þriggja sem ríkið tók yfir. Þar má til að mynda nefna Klakka ehf., Lyfju hf., hluti í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og hluti í Reitum fasteignafélagi hf. Félaginu var slitið snemma árs 2018 eftir að síðasta stöðugleikaeignin, Lyfja hf., var seld félaginu SID ehf. fyrir um 4,2 milljarða króna. Nú er Festi í viðræðum um kaup á Lyfju og í viðskiptunum er lyfsölukeðjan metin á 7,8 milljarða króna. Greinargerð bendir til þess að pottur hafi víða verið brotinn Lengi hefur verið deilt um bæði starfsemi félagsins sem og upplýsingagjöf til almennings um hana. Nú liggur fyrir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í málinu. Í greinargerðinni fer Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, hörðum orðum um starfsemina og segir til að mynda að vinnubrögð stjórnar og framkvæmdastjórnar hafi verið ábótavant. Þá greinir hann frá því að fjöldi óútskýrðra greiðslna hafi fundist þegar rýnt var í bókhald Lindarhvols og að samskipti við stjórn og framkvæmdastjórn hafi gert honum vinnuna erfiðari. Opinber skýrsla ríkisendurskoðanda frá árinu 2020, sem unnin var af þáverandi ríkisendurskoðanda Skúla Eggerti Þórðarsyni, bendir aftur á móti til þess að starfsemin hafi verið með allra besta móti. Sigurður Þórðarson sendi ríkissaksóknara bréf með gögnum, þar á meðal greinargerð hans, sem nú er svo komin á borð héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Vegna sumarleyfa má telja líklegt að einhver tími líði áður en málið verður tekið til skoðunar hjá embættinu. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þing verði kallað saman á næstunni meðal annars vegna Lindarhvolsmálsins. Auk þess vill stjórnarandstaðan ræða bann við hvalveiðum og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson hefur gripið þann bolta á lofti og gert grín að því að þingmenn Miðflokksins og Pírata geti verið sammála um einstök mál, sama hversu vitlaust málið sé. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, birti greinargerð Sigurðar í síðustu viku. Birtingin er umdeild og hefur Sigurður kallað eftir því lengi að hún yrði birt. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lagðist gegn því að greinargerðin yrði birt og ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar. Félagið Lindarhvoll var stofnað árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Svokallaðar stöðugleikaeignir komust í eigu ríkissjóðs eftir bankahrunið árið 2008. Umtalsverðar eignir voru í búum stóru viðskiptabankanna þriggja sem ríkið tók yfir. Þar má til að mynda nefna Klakka ehf., Lyfju hf., hluti í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og hluti í Reitum fasteignafélagi hf. Félaginu var slitið snemma árs 2018 eftir að síðasta stöðugleikaeignin, Lyfja hf., var seld félaginu SID ehf. fyrir um 4,2 milljarða króna. Nú er Festi í viðræðum um kaup á Lyfju og í viðskiptunum er lyfsölukeðjan metin á 7,8 milljarða króna. Greinargerð bendir til þess að pottur hafi víða verið brotinn Lengi hefur verið deilt um bæði starfsemi félagsins sem og upplýsingagjöf til almennings um hana. Nú liggur fyrir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í málinu. Í greinargerðinni fer Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, hörðum orðum um starfsemina og segir til að mynda að vinnubrögð stjórnar og framkvæmdastjórnar hafi verið ábótavant. Þá greinir hann frá því að fjöldi óútskýrðra greiðslna hafi fundist þegar rýnt var í bókhald Lindarhvols og að samskipti við stjórn og framkvæmdastjórn hafi gert honum vinnuna erfiðari. Opinber skýrsla ríkisendurskoðanda frá árinu 2020, sem unnin var af þáverandi ríkisendurskoðanda Skúla Eggerti Þórðarsyni, bendir aftur á móti til þess að starfsemin hafi verið með allra besta móti. Sigurður Þórðarson sendi ríkissaksóknara bréf með gögnum, þar á meðal greinargerð hans, sem nú er svo komin á borð héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Vegna sumarleyfa má telja líklegt að einhver tími líði áður en málið verður tekið til skoðunar hjá embættinu. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þing verði kallað saman á næstunni meðal annars vegna Lindarhvolsmálsins. Auk þess vill stjórnarandstaðan ræða bann við hvalveiðum og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson hefur gripið þann bolta á lofti og gert grín að því að þingmenn Miðflokksins og Pírata geti verið sammála um einstök mál, sama hversu vitlaust málið sé.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira