Al-Nassr er frægast fyrir það að semja við portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo og borga honum sannkölluð ofurlaun. Félagið virðist þó ekki tíma því gera upp gamlar skuldir sínar.
Það hefur nú miklar afleiðingar nú þegar félögin í Sádi-Arabíu keppast við að styrkja liðin sín.
Al-Nassr má nú ekki skrá inn nýja leikmenn samkvæmt útskurði FIFA en blaðamaðurinn Ben Jacobs segir frá.
Bannið kemur til vegna þess að Al-Nassr hefur ekki borgað Leicester City samkvæmt samningi vegna kaupa félagsins á Ahmed Musa á sínum tíma.
Al-Nassr átti eftir að greiða bónusgreiðslur vegna samningsins sem komu til vegna frammistöðu Musa á árunum 2018 til 2020.
Al-Nassr skuldar Leicester 390 þúsund pund eða 67,5 milljónir króna en málið hefur farið í gegnum Íþróttadómstólinn sem dæmi enska liðinu í hag.
Al-Nassr have been banned by FIFA from registering new players for failing to pay add-ons owed to Leicester as part of the Ahmed Musa deal. Between 2018-20 Musa triggered £390k ( 460k) in performance-related add-ons, which are yet to be paid despite CAS ruling in #LCFC's favour. pic.twitter.com/IlR1T2kuuE
— Ben Jacobs (@JacobsBen) July 12, 2023