Búist við kuldahreti Máni Snær Þorláksson skrifar 12. júlí 2023 13:46 Samvæmt Bliku er von á kuldahreti. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að sumarið sé þó ekki búið. Veðurstofa Íslands Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga en allt sem er gott tekur enda, eða pásu öllu heldur. Búist er við kuldahreti á næstu dögum en veðurfræðingur segir þó að það eigi eftir að hlýna aftur í næstu viku. Veðurfréttavefurinn Blika deilir færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem farið er yfir veðurspána fyrir næstu daga. Þar kemur fram að búist sé við kuldahreti, allar líkur séu á kaldri stroku sem fari yfir landið seint á morgun og á föstudag. Þá segir að það eigi eftir að snjóa í hærri fjöll og jökla um norðanvert landið. „Kaldast verður á föstudagsmorguninn og hita spáð niður undir frostmark á Hveravöllum svo dæmi sé tekið,“ segir í færslunni. Hiti geti orðið lægstur um fimm gráður á láglendi vestanlands. Líklega sé betra að vara tjaldbúa, sérstaklega þá sem eru á hálendinu, við vosbúð aðfaranótt föstudags. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að sumarið sé þó ekki búið. „Þetta gerist alveg. Það er lægð sem kemur að landinu úr norðaustri og hún dregur með sér svolítið kaldara loft og úrkomu. Þannig á norðanverðu landinu má búast við rigningu og hitinn er ekki mikill.“ Búist sé við fjögurra til níu stiga hita á láglendi en kaldara verður á fjallvegum og hálendinu. „Þetta verður örugglega slyddukennt þar,“ segir Helga. Einnig sé von á snjókomu í fjallatoppana en ekki sé búist við slyddu á láglendi. Sem fyrr segir mun sumarið koma aftur þó það taki sér pásu í nokkra daga. „Núna næstu daga eru norðlægar áttir en það á að hlýna á þriðjudaginn aftur á þessu svæði. Þá verður vindur aðeins austlægari og það hlýnar. Þannig þetta eru nokkrir dagar. Það verður svalt á þessum slóðum næstu daga en mesta úrkoman er á morgun. Síðan verður ekki eins mikil úrkoma.“ Veður Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira
Veðurfréttavefurinn Blika deilir færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem farið er yfir veðurspána fyrir næstu daga. Þar kemur fram að búist sé við kuldahreti, allar líkur séu á kaldri stroku sem fari yfir landið seint á morgun og á föstudag. Þá segir að það eigi eftir að snjóa í hærri fjöll og jökla um norðanvert landið. „Kaldast verður á föstudagsmorguninn og hita spáð niður undir frostmark á Hveravöllum svo dæmi sé tekið,“ segir í færslunni. Hiti geti orðið lægstur um fimm gráður á láglendi vestanlands. Líklega sé betra að vara tjaldbúa, sérstaklega þá sem eru á hálendinu, við vosbúð aðfaranótt föstudags. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að sumarið sé þó ekki búið. „Þetta gerist alveg. Það er lægð sem kemur að landinu úr norðaustri og hún dregur með sér svolítið kaldara loft og úrkomu. Þannig á norðanverðu landinu má búast við rigningu og hitinn er ekki mikill.“ Búist sé við fjögurra til níu stiga hita á láglendi en kaldara verður á fjallvegum og hálendinu. „Þetta verður örugglega slyddukennt þar,“ segir Helga. Einnig sé von á snjókomu í fjallatoppana en ekki sé búist við slyddu á láglendi. Sem fyrr segir mun sumarið koma aftur þó það taki sér pásu í nokkra daga. „Núna næstu daga eru norðlægar áttir en það á að hlýna á þriðjudaginn aftur á þessu svæði. Þá verður vindur aðeins austlægari og það hlýnar. Þannig þetta eru nokkrir dagar. Það verður svalt á þessum slóðum næstu daga en mesta úrkoman er á morgun. Síðan verður ekki eins mikil úrkoma.“
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira