Búist við kuldahreti Máni Snær Þorláksson skrifar 12. júlí 2023 13:46 Samvæmt Bliku er von á kuldahreti. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að sumarið sé þó ekki búið. Veðurstofa Íslands Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga en allt sem er gott tekur enda, eða pásu öllu heldur. Búist er við kuldahreti á næstu dögum en veðurfræðingur segir þó að það eigi eftir að hlýna aftur í næstu viku. Veðurfréttavefurinn Blika deilir færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem farið er yfir veðurspána fyrir næstu daga. Þar kemur fram að búist sé við kuldahreti, allar líkur séu á kaldri stroku sem fari yfir landið seint á morgun og á föstudag. Þá segir að það eigi eftir að snjóa í hærri fjöll og jökla um norðanvert landið. „Kaldast verður á föstudagsmorguninn og hita spáð niður undir frostmark á Hveravöllum svo dæmi sé tekið,“ segir í færslunni. Hiti geti orðið lægstur um fimm gráður á láglendi vestanlands. Líklega sé betra að vara tjaldbúa, sérstaklega þá sem eru á hálendinu, við vosbúð aðfaranótt föstudags. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að sumarið sé þó ekki búið. „Þetta gerist alveg. Það er lægð sem kemur að landinu úr norðaustri og hún dregur með sér svolítið kaldara loft og úrkomu. Þannig á norðanverðu landinu má búast við rigningu og hitinn er ekki mikill.“ Búist sé við fjögurra til níu stiga hita á láglendi en kaldara verður á fjallvegum og hálendinu. „Þetta verður örugglega slyddukennt þar,“ segir Helga. Einnig sé von á snjókomu í fjallatoppana en ekki sé búist við slyddu á láglendi. Sem fyrr segir mun sumarið koma aftur þó það taki sér pásu í nokkra daga. „Núna næstu daga eru norðlægar áttir en það á að hlýna á þriðjudaginn aftur á þessu svæði. Þá verður vindur aðeins austlægari og það hlýnar. Þannig þetta eru nokkrir dagar. Það verður svalt á þessum slóðum næstu daga en mesta úrkoman er á morgun. Síðan verður ekki eins mikil úrkoma.“ Veður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Veðurfréttavefurinn Blika deilir færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem farið er yfir veðurspána fyrir næstu daga. Þar kemur fram að búist sé við kuldahreti, allar líkur séu á kaldri stroku sem fari yfir landið seint á morgun og á föstudag. Þá segir að það eigi eftir að snjóa í hærri fjöll og jökla um norðanvert landið. „Kaldast verður á föstudagsmorguninn og hita spáð niður undir frostmark á Hveravöllum svo dæmi sé tekið,“ segir í færslunni. Hiti geti orðið lægstur um fimm gráður á láglendi vestanlands. Líklega sé betra að vara tjaldbúa, sérstaklega þá sem eru á hálendinu, við vosbúð aðfaranótt föstudags. Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að sumarið sé þó ekki búið. „Þetta gerist alveg. Það er lægð sem kemur að landinu úr norðaustri og hún dregur með sér svolítið kaldara loft og úrkomu. Þannig á norðanverðu landinu má búast við rigningu og hitinn er ekki mikill.“ Búist sé við fjögurra til níu stiga hita á láglendi en kaldara verður á fjallvegum og hálendinu. „Þetta verður örugglega slyddukennt þar,“ segir Helga. Einnig sé von á snjókomu í fjallatoppana en ekki sé búist við slyddu á láglendi. Sem fyrr segir mun sumarið koma aftur þó það taki sér pásu í nokkra daga. „Núna næstu daga eru norðlægar áttir en það á að hlýna á þriðjudaginn aftur á þessu svæði. Þá verður vindur aðeins austlægari og það hlýnar. Þannig þetta eru nokkrir dagar. Það verður svalt á þessum slóðum næstu daga en mesta úrkoman er á morgun. Síðan verður ekki eins mikil úrkoma.“
Veður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Sjá meira