KA leikur sinn fyrsta Evrópuleik í 20 ár: „Stór stund og mjög spennandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júlí 2023 07:01 Hallgrímur er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari KA. Vísir/Arnar KA spilar í dag sinn fyrsta Evrópuleik í 20 ár. Liðið þarf að spila leikinn í Reykjavík en það dregur þó ekki úr stærð leiksins samkvæmt Hallgrími Jónassyni, þjálfara liðsins. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. KA hefur aðeins tvisvar tekið þátt í Evrópukeppni, síðast árið 2003, þegar liðið féll út í vítaspyrnukeppni fyrir Sloboda Tuzla frá Bosníu. Biðin hefur því verið löng. „Það er hárrétt, þetta er stór stund og mjög spennandi. Fáum lánaðan frábæran völl, spáð góðu veðri svo það eru allir KA menn spenntir fyrir morgundeginum,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Ég held nú ekki. Erum mjög ánægðir með að fá lánaðan frábæran völl en það er ekkert launungamál að KA fólk væri til í að hafa þetta fyrir norðan. Það styttist í að við verðum komin með frábæra aðstöðu. Þetta er það sem er í boði og við tökum því. Veit að það er fullt af KA fólki að koma á leikinn og við gerum eins gott úr þessu og hægt er, eins og alltaf,“ sagði Hallgrímur aðspurður hvort það drægi úr spennunni að spila í Reykjavík en ekki á Akureyri. „Það er rútuferð, er ekki með töluna nákvæmlega á hreinu en það er búið að selja svolítið af miðum svo við erum spenntir. Held það verði fullt af fólki í stúkunni að styðja okkur og við hvetjum fólk til að koma. Það er gott veður og spennandi leikur fyrir okkur KA menn.“ Connah's Quay Nomads frá Wales er verkefni morgundagsins sem Hallgrímur segir engin lömb að leika sér við. KA-menn séu þó ekki mættir til þess eins að taka þátt og ætli sér ekkert annað en sigur. „Þetta er lið sem lenti í 2. sæti í Wales. Eru hávaxnir, sterkir, svolítið Breskir hvernig þeir eru. Beinskeyttir og reyna ekki að spila í litlum þröngum svæðum, þar geta þeir meidd okkur. Tel okkur vera betri en þeir að spila boltanum með jörðinni. Þurfum að láta boltann ganga hratt, þeir eru á undirbúningstímabili en ekki við. Ætlum að nýta okkur það og ná í góð úrslit hérna heima. Þetta er lið með reynslu úr Evrópu og þetta verður hörkuleikur.“ „Það eru ekkert margir í hópnum búnir að spila svona leiki og það verður hörku gaman. Þurfum að mæta í leikinn og spila okkar leik, hafa trú á því sem við gerum og láta þessar utanaðkomandi aðstæður trufla sem minnst,“ sagði Hallgrímur að lokum. Viðtalið við Hallgrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Leikur KA og Connah's Quay Nomads hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Útsending hefst kl. 17.50. Sambandsdeild Evrópu KA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
KA hefur aðeins tvisvar tekið þátt í Evrópukeppni, síðast árið 2003, þegar liðið féll út í vítaspyrnukeppni fyrir Sloboda Tuzla frá Bosníu. Biðin hefur því verið löng. „Það er hárrétt, þetta er stór stund og mjög spennandi. Fáum lánaðan frábæran völl, spáð góðu veðri svo það eru allir KA menn spenntir fyrir morgundeginum,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Ég held nú ekki. Erum mjög ánægðir með að fá lánaðan frábæran völl en það er ekkert launungamál að KA fólk væri til í að hafa þetta fyrir norðan. Það styttist í að við verðum komin með frábæra aðstöðu. Þetta er það sem er í boði og við tökum því. Veit að það er fullt af KA fólki að koma á leikinn og við gerum eins gott úr þessu og hægt er, eins og alltaf,“ sagði Hallgrímur aðspurður hvort það drægi úr spennunni að spila í Reykjavík en ekki á Akureyri. „Það er rútuferð, er ekki með töluna nákvæmlega á hreinu en það er búið að selja svolítið af miðum svo við erum spenntir. Held það verði fullt af fólki í stúkunni að styðja okkur og við hvetjum fólk til að koma. Það er gott veður og spennandi leikur fyrir okkur KA menn.“ Connah's Quay Nomads frá Wales er verkefni morgundagsins sem Hallgrímur segir engin lömb að leika sér við. KA-menn séu þó ekki mættir til þess eins að taka þátt og ætli sér ekkert annað en sigur. „Þetta er lið sem lenti í 2. sæti í Wales. Eru hávaxnir, sterkir, svolítið Breskir hvernig þeir eru. Beinskeyttir og reyna ekki að spila í litlum þröngum svæðum, þar geta þeir meidd okkur. Tel okkur vera betri en þeir að spila boltanum með jörðinni. Þurfum að láta boltann ganga hratt, þeir eru á undirbúningstímabili en ekki við. Ætlum að nýta okkur það og ná í góð úrslit hérna heima. Þetta er lið með reynslu úr Evrópu og þetta verður hörkuleikur.“ „Það eru ekkert margir í hópnum búnir að spila svona leiki og það verður hörku gaman. Þurfum að mæta í leikinn og spila okkar leik, hafa trú á því sem við gerum og láta þessar utanaðkomandi aðstæður trufla sem minnst,“ sagði Hallgrímur að lokum. Viðtalið við Hallgrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Leikur KA og Connah's Quay Nomads hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Útsending hefst kl. 17.50.
Sambandsdeild Evrópu KA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira