Samþykkja minni hækkun launa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 17:54 Frá fundi borgarstjórnar í Ráðhúsinu. vísir/vilhelm Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð hafi samþykkt að hækka launin minna vegna efnahagsaðstæðna. Þannig munu grunnlaun borgarfulltrúa hækka úr 963.647 krónum í 987.738 kr. á mánuði. Hækkunin nemur því 24.091 kr. á mánuði utan launatengdra gjalda í stað hækkunar um 76.000 kr. væri launavísitölu fylgt. Álagsgreiðslur og starfskostnaður hækka hlutfallslega með sama hætti. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að laun borgarfulltrúa taki breytingum tvisvar á ári samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert og miðast hækkunin við þróun launavísitölu samkvæmt Samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. „Vísitala launa hækkaði um 7,88% frá nóvember 2022 og fram í maí síðastliðinn en vegna efnahagsaðstæðna er lagt til að hækkun á launum kjörinna fulltrúa verði minni en samþykktir borgarstjórnar gera ráð fyrir. Að jafnaði hækka laun kjörinna aðalfulltrúa í borgarstjórn á bilinu 24.091 kr. til 42.160 kr. þegar álagsgreiðslur hafa verið teknar með. Starfskostnaður hækkar um 1.740 kr. og verður 71.334 kr. Samanlögð kostnaðaráhrif á árinu 2023 eru áætluð sjö milljónir króna miðað við tímabilið júlí til desember í stað 22,1 milljón ef tekið væri mið af þróun launavísitölu,“ segir í tilkynningu. Og ennfremur: „Þess má geta að borgarstjórn þáði ekki hækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs nr. 2016.3.001 og samþykkti í framhaldinu breytingar þess eðlis að tekin var upp tenging við launavísitölu til þess að endurspegla betur almenna launaþróun.“ Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Efnahagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð hafi samþykkt að hækka launin minna vegna efnahagsaðstæðna. Þannig munu grunnlaun borgarfulltrúa hækka úr 963.647 krónum í 987.738 kr. á mánuði. Hækkunin nemur því 24.091 kr. á mánuði utan launatengdra gjalda í stað hækkunar um 76.000 kr. væri launavísitölu fylgt. Álagsgreiðslur og starfskostnaður hækka hlutfallslega með sama hætti. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að laun borgarfulltrúa taki breytingum tvisvar á ári samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert og miðast hækkunin við þróun launavísitölu samkvæmt Samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. „Vísitala launa hækkaði um 7,88% frá nóvember 2022 og fram í maí síðastliðinn en vegna efnahagsaðstæðna er lagt til að hækkun á launum kjörinna fulltrúa verði minni en samþykktir borgarstjórnar gera ráð fyrir. Að jafnaði hækka laun kjörinna aðalfulltrúa í borgarstjórn á bilinu 24.091 kr. til 42.160 kr. þegar álagsgreiðslur hafa verið teknar með. Starfskostnaður hækkar um 1.740 kr. og verður 71.334 kr. Samanlögð kostnaðaráhrif á árinu 2023 eru áætluð sjö milljónir króna miðað við tímabilið júlí til desember í stað 22,1 milljón ef tekið væri mið af þróun launavísitölu,“ segir í tilkynningu. Og ennfremur: „Þess má geta að borgarstjórn þáði ekki hækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs nr. 2016.3.001 og samþykkti í framhaldinu breytingar þess eðlis að tekin var upp tenging við launavísitölu til þess að endurspegla betur almenna launaþróun.“
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Efnahagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira