Fær engar bætur eftir árekstur við barn Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2023 10:49 Drengurinn ók rafhlaupahjóli þegar konan hjólaði í veg fyrir hann. Vísir/Vilhelm Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar vátryggingarmála, en konan hafði farið fram á bætur úr fjölskyldutryggingu foreldra drengsins en fengið synjun frá Vís. Konan hélt því fram að drengurinn hefði valdið slysinu með saknæmum hætti og því væri Vís bótaskylt. Máli sínu til stuðnings vísaði konan meðal annars til ákvæða umferðarlaga sem af leiðir að akstur reiðhjóls á göngustíg sé aðeins heimill valdi hann gangandi vegfarendum ekki hættu eða óþægindum og að aðeins sé heimilt að aka reiðhjóli um göngustíg sé þess gætt að ekki sé farið hraðar en sem nemi almennum gönguhraða. Konan lýsti atvikum með þeim hætti að hún hafi ekið rafmagnshjóli eftir miðjum göngustíg á um það bil tíu kílómetra hraða á klukkustund þegar hún kom að mótum stígsins og annars göngustígs, en fyrirhuguð stefna hennar hafi verið þvert yfir þau göngugatnamót. Skyndilega hafi drengurinn komið á rafhlaupahjóli á um 25 kílómetra hraða á klukkustund frá hægri og rekist á hana, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina. Drengurinn hafi mátt bruna eftir gangstéttinni Vís hafnaði bótakröfu konunnar og byggði meðal annars á því að ósannað hafi verið á hvaða hraða drengurinn var, hann hafi ekið beint áfram eftir auðum göngustíg í aðdraganda atviksins, og honum hafi verið fullheimilt að aka á 25 kílómetra hraða á klukkustund. Sú staðreynd að konan hafi komið hjólandi blint í veg fyrir drenginn geri það ekki að verkum að sérstök aðgæsluskylda hafi hvílt á honum. Þá hafnaði Vís því að hámarkshraði á vettvangi hafi verið sem nemi almennum gönguhraða, enda eigi sá áskilnaður aðeins við þegar hjólastígur liggi samhliða göngustíg enda beri hjólreiðamönnum þá að jafnaði að notast við hjólastíginn. Umræddur göngustígur sé ekki samhliða hjólastíg. Loks bar Vís fyrir sig ákvæði umferðarlaga um forgang umferðar frá hægri. Reiðhjólafólk flokkast sem ökumenn Úrskurðarnefndin féllst á það með Vís að ákvæði umferðarlaga, sem konan vísaði til, leiði ekki til þess að aðeins sé heimilt að hjóla á hraða sem samsvari eðlilegum gönguhraða á göngustíg, heldur eigi sú regla aðeins við þegar hjólastígur er samhliða göngustíg en hjólreiðamaður kýs allt að einu að notast við göngustíg. Því hafi ekki verið sannað að drengurinn hafi ekið rafhlaupahjólinu hraðar en á leyfilegum hámarkshraða. Þá segir í úrskurðinum að í umferðarlögum séu reiðhjól skilgreind sem ökutæki og því eigi umferðarreglur fyrir ökumenn einnig við um reiðhjólafólk. Þannig hafi konunni borið að virða hægrirétt við gatnamótin. „Með vísan til alls þessa verður að líta svo á að tjón [konunnar] verði rakið til óhappatilviks og þess að [konan] hjólaði þvert yfir gatnamót án þess að gæta nægilega að umferð frá hægri. Hefur í öllu falli ekki verið sýnt fram á með fyrirliggjandi gögnum að það sé að rekja til skaðabótaskyldrar háttsemi [drengsins]. Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar vátryggingarmála, en konan hafði farið fram á bætur úr fjölskyldutryggingu foreldra drengsins en fengið synjun frá Vís. Konan hélt því fram að drengurinn hefði valdið slysinu með saknæmum hætti og því væri Vís bótaskylt. Máli sínu til stuðnings vísaði konan meðal annars til ákvæða umferðarlaga sem af leiðir að akstur reiðhjóls á göngustíg sé aðeins heimill valdi hann gangandi vegfarendum ekki hættu eða óþægindum og að aðeins sé heimilt að aka reiðhjóli um göngustíg sé þess gætt að ekki sé farið hraðar en sem nemi almennum gönguhraða. Konan lýsti atvikum með þeim hætti að hún hafi ekið rafmagnshjóli eftir miðjum göngustíg á um það bil tíu kílómetra hraða á klukkustund þegar hún kom að mótum stígsins og annars göngustígs, en fyrirhuguð stefna hennar hafi verið þvert yfir þau göngugatnamót. Skyndilega hafi drengurinn komið á rafhlaupahjóli á um 25 kílómetra hraða á klukkustund frá hægri og rekist á hana, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina. Drengurinn hafi mátt bruna eftir gangstéttinni Vís hafnaði bótakröfu konunnar og byggði meðal annars á því að ósannað hafi verið á hvaða hraða drengurinn var, hann hafi ekið beint áfram eftir auðum göngustíg í aðdraganda atviksins, og honum hafi verið fullheimilt að aka á 25 kílómetra hraða á klukkustund. Sú staðreynd að konan hafi komið hjólandi blint í veg fyrir drenginn geri það ekki að verkum að sérstök aðgæsluskylda hafi hvílt á honum. Þá hafnaði Vís því að hámarkshraði á vettvangi hafi verið sem nemi almennum gönguhraða, enda eigi sá áskilnaður aðeins við þegar hjólastígur liggi samhliða göngustíg enda beri hjólreiðamönnum þá að jafnaði að notast við hjólastíginn. Umræddur göngustígur sé ekki samhliða hjólastíg. Loks bar Vís fyrir sig ákvæði umferðarlaga um forgang umferðar frá hægri. Reiðhjólafólk flokkast sem ökumenn Úrskurðarnefndin féllst á það með Vís að ákvæði umferðarlaga, sem konan vísaði til, leiði ekki til þess að aðeins sé heimilt að hjóla á hraða sem samsvari eðlilegum gönguhraða á göngustíg, heldur eigi sú regla aðeins við þegar hjólastígur er samhliða göngustíg en hjólreiðamaður kýs allt að einu að notast við göngustíg. Því hafi ekki verið sannað að drengurinn hafi ekið rafhlaupahjólinu hraðar en á leyfilegum hámarkshraða. Þá segir í úrskurðinum að í umferðarlögum séu reiðhjól skilgreind sem ökutæki og því eigi umferðarreglur fyrir ökumenn einnig við um reiðhjólafólk. Þannig hafi konunni borið að virða hægrirétt við gatnamótin. „Með vísan til alls þessa verður að líta svo á að tjón [konunnar] verði rakið til óhappatilviks og þess að [konan] hjólaði þvert yfir gatnamót án þess að gæta nægilega að umferð frá hægri. Hefur í öllu falli ekki verið sýnt fram á með fyrirliggjandi gögnum að það sé að rekja til skaðabótaskyldrar háttsemi [drengsins].
Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira