Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þá verður hiti á bilinu 5 til 10 stig norðan heiða en fer upp í 13 til 18 stig á Suðurlandi og verður þar hlýjast í dag og á morgun.
Fyrir norðan fer vindur í 5-13 metra á sekúndu og þar verður dálítil væta á morgun en stöku skúrir syðra. Hiti verður þar 7 til 17 stig á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Norðan 5-13 m/s og dálítil væta norðanlands, en stöku skúrir syðra. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðan 5-10 og bjart með köflum sunnan- og vestanlands, en dálítil væta öðru hverju norðaustantil á landinu. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Hæglætisveður og bjart, en stöku skúrir eystra. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast vestanlands.
Á fimmtudag:
Vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir.