Segir Rice mjög líklega bestan í heimi í sinni stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 11:01 Declan Rice er fastamaður í sterku ensku landsliði. Getty/Catherine Ivill Allt lítur út fyrir það að Arsenal nái loksins að ganga frá kaupunum á Declan Rice í dag en enski landsliðsmaðurinn á sér marga aðdáendur sem telja hann hjálpi Arsenal að brúa bilið á milli sín og Manchester City. West Ham var búið að samþykkja 105 milljón punda boð Arsenal í Rice en lögfræðingar Arsenal hafa tekið sinn tíma í að yfirfar samninginn. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að það verði búið að yfirfara allt og gang frá öllum lausum endum í dag. West Ham have been promised the paperwork for the transfer of Declan Rice will be signed and delivered today pic.twitter.com/TUhvDynPbx— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 14, 2023 Einn af aðdáendum Declan Rice er Asmir Begovic, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann lofar nýjan miðjumann Arsenal liðsins. „Declan Rice er einn af, ef ekki sá besti í heimi í sinni stöðu sem afturliggjandi miðjumaður,“ sagði Asmir Begovic í Football Daily hlaðvarpsþætti BBC Radio 5 Live. „Það mikill liðstyrkur að fá hann inn í liðið þitt. Hann mun gera Arsenal að mun sterkara liði. Ég held að þetta séu frábær kaup af svo mörgum ástæðum,“ sagði Begovic. Asmir Begovic lék 256 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Portsmouth, Stoke City, Chelsea, Bournemouth og Everton. Hann er einn af örfáum markvörðum sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er yfirlýsing fyrir bæði framtíð og nútíð. Þetta sýnir hug þeirra að fylgja eftir árangrinum á síðustu leiktíð. Þeir ætla ekki að slaka á heldur sækja áfram,“ sagði Begovic. Rice er bara 24 ára gamall og Arsenal liðið er fullt af ungum leikmönnum með framtíðina fyrir sér. „Þetta er samt rosaleg upphæð fyrir leikmann sem átti bara eitt ár eftir af samningnum sínum. Það var draumur fyrir West Ham að fá verðstríð um leikmanninn og það var enginn annar Declan Rice í boði. Hrós til þeirra í Arsenal að vera tilbúnir að vinna þetta verðstríð,“ sagði Begovic. „Síðustu ár á undan höfðu verið Arsenal stuðningsmönnum erfið en með innkomu Mikel Arteta þá eru þeir komnir á þann stað sem þeir eiga skilið að vera. Kaupin í sumar sýna mikinn metnað félagsins,“ sagði Begovic. Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira
West Ham var búið að samþykkja 105 milljón punda boð Arsenal í Rice en lögfræðingar Arsenal hafa tekið sinn tíma í að yfirfar samninginn. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að það verði búið að yfirfara allt og gang frá öllum lausum endum í dag. West Ham have been promised the paperwork for the transfer of Declan Rice will be signed and delivered today pic.twitter.com/TUhvDynPbx— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 14, 2023 Einn af aðdáendum Declan Rice er Asmir Begovic, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann lofar nýjan miðjumann Arsenal liðsins. „Declan Rice er einn af, ef ekki sá besti í heimi í sinni stöðu sem afturliggjandi miðjumaður,“ sagði Asmir Begovic í Football Daily hlaðvarpsþætti BBC Radio 5 Live. „Það mikill liðstyrkur að fá hann inn í liðið þitt. Hann mun gera Arsenal að mun sterkara liði. Ég held að þetta séu frábær kaup af svo mörgum ástæðum,“ sagði Begovic. Asmir Begovic lék 256 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Portsmouth, Stoke City, Chelsea, Bournemouth og Everton. Hann er einn af örfáum markvörðum sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er yfirlýsing fyrir bæði framtíð og nútíð. Þetta sýnir hug þeirra að fylgja eftir árangrinum á síðustu leiktíð. Þeir ætla ekki að slaka á heldur sækja áfram,“ sagði Begovic. Rice er bara 24 ára gamall og Arsenal liðið er fullt af ungum leikmönnum með framtíðina fyrir sér. „Þetta er samt rosaleg upphæð fyrir leikmann sem átti bara eitt ár eftir af samningnum sínum. Það var draumur fyrir West Ham að fá verðstríð um leikmanninn og það var enginn annar Declan Rice í boði. Hrós til þeirra í Arsenal að vera tilbúnir að vinna þetta verðstríð,“ sagði Begovic. „Síðustu ár á undan höfðu verið Arsenal stuðningsmönnum erfið en með innkomu Mikel Arteta þá eru þeir komnir á þann stað sem þeir eiga skilið að vera. Kaupin í sumar sýna mikinn metnað félagsins,“ sagði Begovic.
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira