Gífurlegur hiti heldur áfram að plaga um 130 milljónir íbúa Bandaríkjanna sem og íbúa fjölda landa í suður Evrópu. Á sama tíma flæða ár yfir bakka sína vegna mikilla rigninga og fólk hefur þúsundum saman þurft að flýja heimili sín í Suður Kóreu vegna aurskriða og flóða.
Rússar saka úkraínska sérsveit um hryðjuverkaárás á Kerch brúna milli Rússlands og hertekins Krímskaga. Þeir ilkynntu einnig í dag að þeir hefðu rift samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu um Svartahaf.
Við skoðum einnig kirkju sem breytt hefur verið í hótelrými og heyrum í konum sem eru að undirbúa Druslugönguna sem fram fer í Reykjavík á laugardag.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.