„Þeim leið bara illa frá fyrstu mínútu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júlí 2023 21:21 Eggert Aron skoraði annað mark Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Diego „Þetta var bara frábær sigur. Við gefumst aldrei upp og þeim leið bara illa frá fyrstu mínútu,“ sagði Eggert aron Guðmundsson, sem skoraði annað mark Stjörnunnar er liðið vann 2-0 sigur gegn Val í kvöld. „Við sýndum bara hversu góðir við getum verið og við höldum áfram frá 5-0 sigrinum á móti FH. Þetta var bara frábær frammistaða í alla staði.“ Hann ítrekar að hann og liðsfélagar hans hafi látið Valsmönnum líða illa. „Já, þetta eru frábærir leikmenn þarna, en við létum þeim líða illa með því að vera aggresívir í öllum návígum. Við settum tóninn frá byrjun og þeir voru bara í köðlunum.“ Stjörnumenn voru án síns besta manns í sumar, Ísaks Andra Sigurgeirssonar, sem er á leið frá liðinu og út fyrir landsteinana. Eggert segir það þó ekki hafa haft áhrif á undirbúning liðsins. „Það er náttúrulega leiðinlegt að missa Ísak en við erum frábært lið og hann er frábær leikmaður. Ef hann fer út þá óska ég honum bara góðs gengis, en við sýndum bara í dag að við erum frábært lið. Við erum með góða einstaklinga, en við sýndum það í dag að við erum með frábæra liðsheild og þegar við erum á okkar degi vinnum við öll lið.“ Þá segir Eggert að hans eigið sjálfstraust sé í botni eftir að hafa staðið sig vel með U19 ára landsliðinu á dögunum. „Það má alveg segja það. Mér gekk vel úti og þetta var frábær ferð í alla staði. Ég mun aldrei gleyma þessu. Sjálfstaustið sýndi sig bara í dag og ég átti góðan leik.“ Hann var svo að sjálfsögðu sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld, en hefði þó viljað gera aðeins betur. „Þetta var bara fínasta mark, en ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað fastara skot. En það er alltaf gaman að sjá hann inni í markinu.“ Stjörnumenn hafa aðeins tapað einum leik í seinustu fimm deildarleikjum og liðið er búið að slíta sig frá botnbaráttunni og komið upp í efri hlutann. „Þessi deild er náttúrulega bara eins og hún er. Þetta er Besta-deildin og það er fjör í henni. Einn sigur gefur manni bara eitthvað nýtt hlutverk,“ sagði Eggert að lokum. Besta deild karla Stjarnan Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
„Við sýndum bara hversu góðir við getum verið og við höldum áfram frá 5-0 sigrinum á móti FH. Þetta var bara frábær frammistaða í alla staði.“ Hann ítrekar að hann og liðsfélagar hans hafi látið Valsmönnum líða illa. „Já, þetta eru frábærir leikmenn þarna, en við létum þeim líða illa með því að vera aggresívir í öllum návígum. Við settum tóninn frá byrjun og þeir voru bara í köðlunum.“ Stjörnumenn voru án síns besta manns í sumar, Ísaks Andra Sigurgeirssonar, sem er á leið frá liðinu og út fyrir landsteinana. Eggert segir það þó ekki hafa haft áhrif á undirbúning liðsins. „Það er náttúrulega leiðinlegt að missa Ísak en við erum frábært lið og hann er frábær leikmaður. Ef hann fer út þá óska ég honum bara góðs gengis, en við sýndum bara í dag að við erum frábært lið. Við erum með góða einstaklinga, en við sýndum það í dag að við erum með frábæra liðsheild og þegar við erum á okkar degi vinnum við öll lið.“ Þá segir Eggert að hans eigið sjálfstraust sé í botni eftir að hafa staðið sig vel með U19 ára landsliðinu á dögunum. „Það má alveg segja það. Mér gekk vel úti og þetta var frábær ferð í alla staði. Ég mun aldrei gleyma þessu. Sjálfstaustið sýndi sig bara í dag og ég átti góðan leik.“ Hann var svo að sjálfsögðu sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld, en hefði þó viljað gera aðeins betur. „Þetta var bara fínasta mark, en ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað fastara skot. En það er alltaf gaman að sjá hann inni í markinu.“ Stjörnumenn hafa aðeins tapað einum leik í seinustu fimm deildarleikjum og liðið er búið að slíta sig frá botnbaráttunni og komið upp í efri hlutann. „Þessi deild er náttúrulega bara eins og hún er. Þetta er Besta-deildin og það er fjör í henni. Einn sigur gefur manni bara eitthvað nýtt hlutverk,“ sagði Eggert að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05