Hitinn óbærilegur á gönguleiðinni hjá Sturlu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2023 21:00 Kona á gangi á Spáni þar sem hitinn hefur verið í kringum 40 stig, rétt eins og víðast hvar annars staðar í Evrópu. EPA-EFE/VICTOR CASADO Íslendingur sem gengur vinsæla gönguleið þvert yfir Spán segir hitann í dag hafa verið óbærilegan en hitabylgja gengur nú yfir stóran hluta Evrópu. Göngufólk á leiðinni leggi mun fyrr af stað til að forðast versta hitann, en sumir hafi þrátt fyrir það helst úr lestinni. Sturla E. Jónsson, sem nú gengur Jakobsveginn frá Zubiri í Navarra-héraði og alla leið að Santiago de Compostela í vesturhluta Spánar, segir að hitinn hafi verið nokkuð bærilegur fyrstu tvo daga ferðarinnar, af um þrjátíu daga göngu. Nú hafi hins vegar orðið breyting á. „Hitinn var eitthvað í kringum 31 gráðu núna í kringum hádegi ég þegar ég var að klára. Ég legg af stað í kringum 05:30 þannig það er ekki orðið neitt svakalega heitt fyrr en í kringum hádegi, en það er bara orðið ólíft núna, í kringum 36, 37 strax um fjögur að morgni.“ Leggja mun fyrr af stað Hann segir flesta þá sem gangi leiðina leggja mun fyrr af stað nú en venjan er á hverri dagleið. „Sumir sem voru lagðir af stað klukkan hálf fimm, fjögur jafnvel, til þess að sleppa við það versta.“ Sturla segir veðurspána á svæðinu nokkuð milda miðað við marga aðra staði á Spáni og víðar um Evrópu, hiti verði um 30 gráður. Lögreglan hafi varað göngufólk við hitanum og veitt viðeigandi upplýsingar um aðbúnað og neyðarnúmer vegna hitans. „Ég held að við séum svolítið heppin, því við virðumst vera að sleppa við þetta. En staðan er alveg hræðileg bara aðeins sunnar, í Madríd og þegar þú ert kominn upp á hásléttuna.“ En hvernig er að ganga í hátt í 35 gráðu hita? „Maður er nokkuð þreyttur..., flestir eru að taka síestu. Ein kona í hópnum fékk einhverskonar hitaáfall og þurfti að fara á spítala.“ Heldur í rökhugsunina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sturla gengur Jakobsveginn, en hann gerði það einnig 2019. Þá hafi hiti farið upp í 35-40 stig og sumir hætt við að ganga. Þrátt fyrir hitann er Sturla upplitsdjarfur. „Svo lengi sem maður heldur í rökhugsunina og er ekkert að æsa sig áfram í að ganga of langt eða að vera að ganga í of miklum hita og halda rútínu með að fara af stað á sama tíma, þá er þetta nú sjaldan mikið mál.“ Spánn Veður Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Sturla E. Jónsson, sem nú gengur Jakobsveginn frá Zubiri í Navarra-héraði og alla leið að Santiago de Compostela í vesturhluta Spánar, segir að hitinn hafi verið nokkuð bærilegur fyrstu tvo daga ferðarinnar, af um þrjátíu daga göngu. Nú hafi hins vegar orðið breyting á. „Hitinn var eitthvað í kringum 31 gráðu núna í kringum hádegi ég þegar ég var að klára. Ég legg af stað í kringum 05:30 þannig það er ekki orðið neitt svakalega heitt fyrr en í kringum hádegi, en það er bara orðið ólíft núna, í kringum 36, 37 strax um fjögur að morgni.“ Leggja mun fyrr af stað Hann segir flesta þá sem gangi leiðina leggja mun fyrr af stað nú en venjan er á hverri dagleið. „Sumir sem voru lagðir af stað klukkan hálf fimm, fjögur jafnvel, til þess að sleppa við það versta.“ Sturla segir veðurspána á svæðinu nokkuð milda miðað við marga aðra staði á Spáni og víðar um Evrópu, hiti verði um 30 gráður. Lögreglan hafi varað göngufólk við hitanum og veitt viðeigandi upplýsingar um aðbúnað og neyðarnúmer vegna hitans. „Ég held að við séum svolítið heppin, því við virðumst vera að sleppa við þetta. En staðan er alveg hræðileg bara aðeins sunnar, í Madríd og þegar þú ert kominn upp á hásléttuna.“ En hvernig er að ganga í hátt í 35 gráðu hita? „Maður er nokkuð þreyttur..., flestir eru að taka síestu. Ein kona í hópnum fékk einhverskonar hitaáfall og þurfti að fara á spítala.“ Heldur í rökhugsunina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sturla gengur Jakobsveginn, en hann gerði það einnig 2019. Þá hafi hiti farið upp í 35-40 stig og sumir hætt við að ganga. Þrátt fyrir hitann er Sturla upplitsdjarfur. „Svo lengi sem maður heldur í rökhugsunina og er ekkert að æsa sig áfram í að ganga of langt eða að vera að ganga í of miklum hita og halda rútínu með að fara af stað á sama tíma, þá er þetta nú sjaldan mikið mál.“
Spánn Veður Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira