Neymar grét í fimm daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 10:01 Neymar grét eftir tapið í vítakeppni á móti Króötum á HM 2022 og hélt áfram að gráta í fimm daga. Getty/Matthew Ashton Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar átti mjög erfitt með að sætta sig við það þegar Brasilía datt úr á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum. Neymar talaði um vonbrigðin í nýju viðtali við YouTube manninn Casimiro þar sem Neymar segist hafa grátið í fimm daga eftir tapið á móti Króatíu í átta liða úrslitum HM og íhugaði að leggja landsliðsskóna sína upp á hillu. Neymar kom Brasilíu yfir í leiknum í framlengingu og hélt hann væri að tryggja brasilíska liðinu sæti í undanúrslitum en Króatar jöfnuðu og tryggðu sér síðan sigurinn í vítakeppni. Neymar cried for 5 days, considered retirement after WC exit https://t.co/lS4ZXbCZUR— ESPN (@espnvipweb) July 20, 2023 Neymar hefur ekki spilað aftur fyrir brasilíska landsliðið frá þessu tapi en leikurinn fór fram 9. desember 2022. Hinn 31 árs gamli framherji meiddist illa á ökkla í leik með Paris Saint Germain og missti af síðustu mánuðum tímabilsins. „Ég get ekki sagt þér það sem fór í gegnum hausinn á mér. Þetta var sársaukafyllsta tapið á ferlinum, án nokkurs vafa. Ég grét samfellt í fimm daga. Það særði mig mikið að sjá drauminn minn verða að engu,“ sagði Neymar. „Ég hefði kosið frekar að skora ekki, gera markalaust jafntefli og tapa síðan í vítakeppni frekar en að skora markið, þeir ná að jafna og við töpum í vító,“ sagði Neymar. „Þetta var versta mómentið á ferlinum. Þetta var eins og vera í jarðarför. Einhver grátandi hægra megin við þig og annar grátandi vinstra megin við þig. Þetta var hryllilegt og ég vil ekki upplifa slíkt aftur,“ sagði Neymar. Neyma hefur tekið þátt í þremur heimsmeistarakeppnum með Brasilíu, 2014, 2018 og 2022. Á HM 2014 tapaði liðið 7-1 í undanúrslitum á móti Þýskalandi á heimavelli en Neymar missti af þeim leik vegna bakmeiðsla. Brasilíumenn hafa síðan tapað í átta liða úrslitum í síðustu tveimur keppnum. Neymar hefur því aldrei náð að spila í undanúrslitum eða úrslitaleik á HM hvað þá að ná að verða heimsmeistari. Hann ætlar að reyna einu sinni enn á HM 2026. „Eftir heimsmeistaramótið 2022 þá vildi ég ekki spila aftur með landsliðinu ef ég segi alveg eins og er. Ég hef nú skipt um skoðun af því að ég er mjög hungraður í þennan titil. Ég vildi ekki ganga aftur í gegnum svona og sjá fjölskyldu mína þjást svona mikið. Nú þurfa þau að þola þetta aftur en nú mun þetta enda vel. Það verður að gera það,“ sagði Neymar. Neymar: After the World Cup exit, I didn t want to return to the Brazil team. I wanted to avoid the suffering again for my family because it has a huge impact.It was the worst moment of my career. I cried for five days straight. Seeing our dream evaporate is painful... I pic.twitter.com/ecIgFI9ip5— Football Tweet (@Football__Tweet) July 20, 2023 HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Sjá meira
Neymar talaði um vonbrigðin í nýju viðtali við YouTube manninn Casimiro þar sem Neymar segist hafa grátið í fimm daga eftir tapið á móti Króatíu í átta liða úrslitum HM og íhugaði að leggja landsliðsskóna sína upp á hillu. Neymar kom Brasilíu yfir í leiknum í framlengingu og hélt hann væri að tryggja brasilíska liðinu sæti í undanúrslitum en Króatar jöfnuðu og tryggðu sér síðan sigurinn í vítakeppni. Neymar cried for 5 days, considered retirement after WC exit https://t.co/lS4ZXbCZUR— ESPN (@espnvipweb) July 20, 2023 Neymar hefur ekki spilað aftur fyrir brasilíska landsliðið frá þessu tapi en leikurinn fór fram 9. desember 2022. Hinn 31 árs gamli framherji meiddist illa á ökkla í leik með Paris Saint Germain og missti af síðustu mánuðum tímabilsins. „Ég get ekki sagt þér það sem fór í gegnum hausinn á mér. Þetta var sársaukafyllsta tapið á ferlinum, án nokkurs vafa. Ég grét samfellt í fimm daga. Það særði mig mikið að sjá drauminn minn verða að engu,“ sagði Neymar. „Ég hefði kosið frekar að skora ekki, gera markalaust jafntefli og tapa síðan í vítakeppni frekar en að skora markið, þeir ná að jafna og við töpum í vító,“ sagði Neymar. „Þetta var versta mómentið á ferlinum. Þetta var eins og vera í jarðarför. Einhver grátandi hægra megin við þig og annar grátandi vinstra megin við þig. Þetta var hryllilegt og ég vil ekki upplifa slíkt aftur,“ sagði Neymar. Neyma hefur tekið þátt í þremur heimsmeistarakeppnum með Brasilíu, 2014, 2018 og 2022. Á HM 2014 tapaði liðið 7-1 í undanúrslitum á móti Þýskalandi á heimavelli en Neymar missti af þeim leik vegna bakmeiðsla. Brasilíumenn hafa síðan tapað í átta liða úrslitum í síðustu tveimur keppnum. Neymar hefur því aldrei náð að spila í undanúrslitum eða úrslitaleik á HM hvað þá að ná að verða heimsmeistari. Hann ætlar að reyna einu sinni enn á HM 2026. „Eftir heimsmeistaramótið 2022 þá vildi ég ekki spila aftur með landsliðinu ef ég segi alveg eins og er. Ég hef nú skipt um skoðun af því að ég er mjög hungraður í þennan titil. Ég vildi ekki ganga aftur í gegnum svona og sjá fjölskyldu mína þjást svona mikið. Nú þurfa þau að þola þetta aftur en nú mun þetta enda vel. Það verður að gera það,“ sagði Neymar. Neymar: After the World Cup exit, I didn t want to return to the Brazil team. I wanted to avoid the suffering again for my family because it has a huge impact.It was the worst moment of my career. I cried for five days straight. Seeing our dream evaporate is painful... I pic.twitter.com/ecIgFI9ip5— Football Tweet (@Football__Tweet) July 20, 2023
HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Sjá meira