Framkvæmdagleðin í fyrirrúmi hjá Brynju Dan Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. júlí 2023 15:13 Brynja Dan Gunnarsdóttir Aldís Pálsdóttir Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar, og kærastinn Jóhann Sveinbjörnsson hafa staðið í framkvæmdum síðastliðnar vikur á fallegu parhúsi í Garðabæ. Brynja hefur deilt myndum af ferlinu með áhugasömum fylgjendum á samfélagsmiðlum. Töluverðar breytingar hafa orðið á eigninni þar sem parið ákvað að skipta um eldhúsinnréttingu og gólfefni. Skandinavísk hönnun heillar „Mér finnst eldhúsið alltaf hjartað í heimilinu. Þar hittast allir eftir daginn og eiga stund saman. Ég vildi þess vegna fá risa stóra eyju sem rúmar alla og fleiri til,“ segir Brynja og lýsir sjálfri sér sem eldhús hangsara: „Mér líður best þar.“ „Þegar ég fæ stelpurnar yfir endum við alltaf inní eldhúsi að kjafta, þó það sé nóg pláss annars staðar. Mönsið er reyndar þarna og liggur því beinast við að halda sig á því svæði,“ segir hún og hlær. Að sögn Brynju eru þau að bíða eftir draumaeldhúsinu. „Við erum að bíða eftir eldhúsinu sem er frá HTH. Svansvottað og beige litað. Eyjan mun verða mjög stór með stein niður báðar hliðar. Ég vildi eitthvað vandað sem eldist vel og mun lifa lengi,“ segir Brynja sem heillast af skandínavískri hönnun. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá myndir fyrir breytingar. Myndir úr húsinu eftir breytingar: Andyrið eftir breytingar.Brynja Dan Parið skipti aðeins um gólfflísar á baðherberginu sem breytti heildarmyndinni.Brynja Dan Eftir breytingar.Brynja Dan Notaleg íslensk sumar stemmning „Við gerðum pallinn huggulegan fyrir sumarið en draumurinn er að setja pergólu, ljósaseríu og kaupa okkur pizzaofn til að gera þetta extra næs,“ segir Brynja og heldur áfram: „Við erum búin að nota garðinn mikið síðustu daga þar sem veðrið er búið að vera ansi ljúft en líka í þessum íslensku aðstæðum. Allir með nóg í glösunum svo þau fjúki ekki og tissjúið neglt niður við borðið með einhverju þungu og allir með teppi eða sultardropa en ég meina hvað er ekki að elska við íslenska sumarið,“ segir Brynja og hlær. Brynja hefur nostrað við bakgarðinn fyrir sumarið.Brynja Dan Brynja Dan View this post on Instagram A post shared by B R Y N J A D A N (@brynjadan) Parið opinberaði samband sitt í september í fyrra þegar þau birtu myndir af sér saman í rómantískri ferð í Barcelona. Samtals eiga þau þrjá unglings drengi sem hafa komið sér vel fyrir á heimilinu. Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Brynja hefur deilt myndum af ferlinu með áhugasömum fylgjendum á samfélagsmiðlum. Töluverðar breytingar hafa orðið á eigninni þar sem parið ákvað að skipta um eldhúsinnréttingu og gólfefni. Skandinavísk hönnun heillar „Mér finnst eldhúsið alltaf hjartað í heimilinu. Þar hittast allir eftir daginn og eiga stund saman. Ég vildi þess vegna fá risa stóra eyju sem rúmar alla og fleiri til,“ segir Brynja og lýsir sjálfri sér sem eldhús hangsara: „Mér líður best þar.“ „Þegar ég fæ stelpurnar yfir endum við alltaf inní eldhúsi að kjafta, þó það sé nóg pláss annars staðar. Mönsið er reyndar þarna og liggur því beinast við að halda sig á því svæði,“ segir hún og hlær. Að sögn Brynju eru þau að bíða eftir draumaeldhúsinu. „Við erum að bíða eftir eldhúsinu sem er frá HTH. Svansvottað og beige litað. Eyjan mun verða mjög stór með stein niður báðar hliðar. Ég vildi eitthvað vandað sem eldist vel og mun lifa lengi,“ segir Brynja sem heillast af skandínavískri hönnun. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá myndir fyrir breytingar. Myndir úr húsinu eftir breytingar: Andyrið eftir breytingar.Brynja Dan Parið skipti aðeins um gólfflísar á baðherberginu sem breytti heildarmyndinni.Brynja Dan Eftir breytingar.Brynja Dan Notaleg íslensk sumar stemmning „Við gerðum pallinn huggulegan fyrir sumarið en draumurinn er að setja pergólu, ljósaseríu og kaupa okkur pizzaofn til að gera þetta extra næs,“ segir Brynja og heldur áfram: „Við erum búin að nota garðinn mikið síðustu daga þar sem veðrið er búið að vera ansi ljúft en líka í þessum íslensku aðstæðum. Allir með nóg í glösunum svo þau fjúki ekki og tissjúið neglt niður við borðið með einhverju þungu og allir með teppi eða sultardropa en ég meina hvað er ekki að elska við íslenska sumarið,“ segir Brynja og hlær. Brynja hefur nostrað við bakgarðinn fyrir sumarið.Brynja Dan Brynja Dan View this post on Instagram A post shared by B R Y N J A D A N (@brynjadan) Parið opinberaði samband sitt í september í fyrra þegar þau birtu myndir af sér saman í rómantískri ferð í Barcelona. Samtals eiga þau þrjá unglings drengi sem hafa komið sér vel fyrir á heimilinu.
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira