Setti heimsmet og stýrði FH í meira en þrjár aldir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júlí 2023 11:47 Sicinski stýrði FH í 320 ár og vann meistaradeildina. Guinness, Vilhelm Pólskur maður að nafni Pawel Sicinski komst nýverið í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatíma í tölvuleiknum Football Manager. Lengst af stýrði hann liði Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Football Manager, og forveri hans Championship Manager, eru alræmdir tímaþjófar og spilarar hafa sumir lýst gríðarlegri fíkn í hann. Sumir fara ekki úr húsi dögum saman heldur sitja við og spila dægrin löng. Leikurinn snýst um að stýra knattspyrnuliðum, svo sem með því að kaupa og selja leikmenn, stilla upp liði og gefa fyrirskipanir um leikaðferðir. Bandaríska fréttastofan UPI greinir frá því að hinn pólski Pawel Sicinski hafi komist í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatímann. Það er í einum leik, eða einu „seivi.“ Sicinski byrjaði að spila í janúar 2018 og hefur spilað leikinn í 453 daga og 15 klukkustundir. Það er um eitt ár og þrír mánuðir í raunheimatíma en í leiknum eru það 528 ár og 137 dagar. Eldra met átti Þjóðverjinn Sepp Hedel, sem spilaði í 81 dag og 20 klukkutíma. Það voru 333 ár í leiknum. Til að teljast met má aðeins setja á frístillingu eða „holiday“ í innan við 5 prósent tímans. FH vann meistaradeildina Það sem vekur athygli fyrir Íslendinga er það að í lengstan tíma hefur Sicinski stýrt liði FH. Hann stýrði þeim frá árinu 2114 til 2434, eða í 320 ár. Heimir má fara að vara sig.Vísir/Vilhelm Sicinski naut fordæmalausrar velgengni með FH. Hann vann Bestu deildina 301 sinnum og 677 bikara og Evróputitla. Meðal annars meistaradeildina sjálfa. „Ég elska minna þekktar knattspyrnudeildir og ég hef haft áhuga á íslensku deildinni síðan ég var krakki,“ sagði Sicinski. „Að ná góðum árangri með svo til óþekkt lið veitir mér svo mikla ánægju.“ Alls hefur Sicinski stýrt liði í 25.084 knattspyrnuleikjum. Vinningshlutfallið hjá honum er 73 prósent, sem er ekki amalegt. Auk FH stýrði Pawel liðum á borð við Paris St. Germain í Frakklandi, Inter Milan í Ítalíu og ensku liðunum Manchester City og Arsenal. Pólland Rafíþróttir FH Leikjavísir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Football Manager, og forveri hans Championship Manager, eru alræmdir tímaþjófar og spilarar hafa sumir lýst gríðarlegri fíkn í hann. Sumir fara ekki úr húsi dögum saman heldur sitja við og spila dægrin löng. Leikurinn snýst um að stýra knattspyrnuliðum, svo sem með því að kaupa og selja leikmenn, stilla upp liði og gefa fyrirskipanir um leikaðferðir. Bandaríska fréttastofan UPI greinir frá því að hinn pólski Pawel Sicinski hafi komist í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatímann. Það er í einum leik, eða einu „seivi.“ Sicinski byrjaði að spila í janúar 2018 og hefur spilað leikinn í 453 daga og 15 klukkustundir. Það er um eitt ár og þrír mánuðir í raunheimatíma en í leiknum eru það 528 ár og 137 dagar. Eldra met átti Þjóðverjinn Sepp Hedel, sem spilaði í 81 dag og 20 klukkutíma. Það voru 333 ár í leiknum. Til að teljast met má aðeins setja á frístillingu eða „holiday“ í innan við 5 prósent tímans. FH vann meistaradeildina Það sem vekur athygli fyrir Íslendinga er það að í lengstan tíma hefur Sicinski stýrt liði FH. Hann stýrði þeim frá árinu 2114 til 2434, eða í 320 ár. Heimir má fara að vara sig.Vísir/Vilhelm Sicinski naut fordæmalausrar velgengni með FH. Hann vann Bestu deildina 301 sinnum og 677 bikara og Evróputitla. Meðal annars meistaradeildina sjálfa. „Ég elska minna þekktar knattspyrnudeildir og ég hef haft áhuga á íslensku deildinni síðan ég var krakki,“ sagði Sicinski. „Að ná góðum árangri með svo til óþekkt lið veitir mér svo mikla ánægju.“ Alls hefur Sicinski stýrt liði í 25.084 knattspyrnuleikjum. Vinningshlutfallið hjá honum er 73 prósent, sem er ekki amalegt. Auk FH stýrði Pawel liðum á borð við Paris St. Germain í Frakklandi, Inter Milan í Ítalíu og ensku liðunum Manchester City og Arsenal.
Pólland Rafíþróttir FH Leikjavísir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira