Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekki hafa áhyggjur af því að kerfið dragi úr vilja túrista til að sækja landið heim.
Þá fjöllum við um hið óhugnanlega morðmál sem kom upp á dögunum þegar ungur pólskur karlmaður var myrtur fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði.
Einnig tökum við stöðuna á gosinu og fræðumst um Unglingalandsmót sem haldið verður á Sauðárkróki um helgina. Búist er við því að íbúafjöldi Króksins þrefaldist á meðan á móti stendur.