„Þetta er sennilega vatnslögn fyrir framan húsið sem hefur gefið sig,“ segir Guðmundur Hreinsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. „Það er búið að skrúfa fyrir vatnið í hverfinu í kring.“

Nú séu gröfur frá Kópavogsbæ fyrir utan húsnæðið að „grafa allt í sundur.“ Að sögn varðstjórans lak vatn inn í um þrjú hundruð fermetra æfingasal.
„Það er búið að taka mest allt en það seitlar inn. Það er verið að reyna að finna út úr því hvaðan þetta kemur, hvort þetta komi úr inntaki, inni eða úti.“
