Eru neysluvatnskerfin okkar of dýr og óheilsusamleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar 7. ágúst 2023 08:31 Aðgengi að hreinu neysluvatni er hverju samfélagi mikilvægt. Vatnsskortur og mengun vatns sem bera með sér óæskilegar örverur sem geta valdið sjúkdómum eru helstu ógnir við lýðheilsu okkar. Til að koma í veg fyrir vatnsborna faraldra hér á landi hefur áhersla verið lögð á að vakta og vernda vatnsbólin okkar. En er það nóg? Fyrir tólf árum síðan eða í mars árið 2011 gaf alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO út skýrslu er varðaði gæði neysluvatns í byggingum. Helstu niðurstöður hennar sýndu að léleg hönnun og stýring vatnslagnakerfa í byggingum getur valdið sjúkdómum ekkert síður en vatnsbólin sjálf gera. Í kjölfarið fóru Bretar af stað með rannsókn á því hvort að þau viðmið sem þeir byggðu á við hönnun neysluvatnskerfa í íbúðarhúsnæðum og öðrum byggingum gæfu rétta mynd af raunverulegri neysluvatnsnotkun. Í stuttu máli sagt að þá komust þeir að því að þeir yfirhönnuðu neysluvatnskerfin sem þýddi að dælur og rör kerfanna þeirra voru stærri en þau þurftu að vera og þá einnig dýrari í uppsetningu. Sverari rör þýða einnig lægri vatnshraða og minni endurnýjun vatns í lagnakerfunum. Hætta á stöðnu vatni með hættu á skaðsömum bakteríum sem því fylgir var því til staðar. Ein þeirra er Legíónellabakterían. Náttúruleg heimkynni Legíónellabakteríunnar sem einnig er kölluð hermannaveikin eru sem dæmi í vatni, en bakterían þolir hitastig frá 0–63°C og er kjörhitastig hennar um það bil 30–40°C. Legíónellabakterían getur lifað árum saman í vatnstönkum við 2–8°C og sest oft að í lokuðum endum pípulagna stórra bygginga þar sem vatnið stendur kyrrt og hitastig er ekki hátt. Meðgöngutími hermannaveiki er 2-10 dagar og dauðsföll verða í 5-30% tilfella. Bretarnir komust að því að þeir þyrftu að breyta sínum hönnunarviðmiðum hið snarasta og gerðu það fyrir stuttu síðan. Við íslenskir hönnuðir erum skyldugir til að hanna lagnakerfi samkvæmt ÍST67 en staðallinn inniheldur sérákvæði við danska staðalinn DS 439:2009 Norm for vandinstallationer. Samkvæmt rannsókn Bretanna erum við að yfirhanna neysluvatnskerfin okkar (sjá mynd). Er ekki kominn tími til að staldra við og gera svipaða rannsókn og Bretarnir gerðu í kjölfar úttektar WHO svo við íslendingar getum treyst því að neysluvatnið okkar sé það besta í heimi? Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að hreinu neysluvatni er hverju samfélagi mikilvægt. Vatnsskortur og mengun vatns sem bera með sér óæskilegar örverur sem geta valdið sjúkdómum eru helstu ógnir við lýðheilsu okkar. Til að koma í veg fyrir vatnsborna faraldra hér á landi hefur áhersla verið lögð á að vakta og vernda vatnsbólin okkar. En er það nóg? Fyrir tólf árum síðan eða í mars árið 2011 gaf alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO út skýrslu er varðaði gæði neysluvatns í byggingum. Helstu niðurstöður hennar sýndu að léleg hönnun og stýring vatnslagnakerfa í byggingum getur valdið sjúkdómum ekkert síður en vatnsbólin sjálf gera. Í kjölfarið fóru Bretar af stað með rannsókn á því hvort að þau viðmið sem þeir byggðu á við hönnun neysluvatnskerfa í íbúðarhúsnæðum og öðrum byggingum gæfu rétta mynd af raunverulegri neysluvatnsnotkun. Í stuttu máli sagt að þá komust þeir að því að þeir yfirhönnuðu neysluvatnskerfin sem þýddi að dælur og rör kerfanna þeirra voru stærri en þau þurftu að vera og þá einnig dýrari í uppsetningu. Sverari rör þýða einnig lægri vatnshraða og minni endurnýjun vatns í lagnakerfunum. Hætta á stöðnu vatni með hættu á skaðsömum bakteríum sem því fylgir var því til staðar. Ein þeirra er Legíónellabakterían. Náttúruleg heimkynni Legíónellabakteríunnar sem einnig er kölluð hermannaveikin eru sem dæmi í vatni, en bakterían þolir hitastig frá 0–63°C og er kjörhitastig hennar um það bil 30–40°C. Legíónellabakterían getur lifað árum saman í vatnstönkum við 2–8°C og sest oft að í lokuðum endum pípulagna stórra bygginga þar sem vatnið stendur kyrrt og hitastig er ekki hátt. Meðgöngutími hermannaveiki er 2-10 dagar og dauðsföll verða í 5-30% tilfella. Bretarnir komust að því að þeir þyrftu að breyta sínum hönnunarviðmiðum hið snarasta og gerðu það fyrir stuttu síðan. Við íslenskir hönnuðir erum skyldugir til að hanna lagnakerfi samkvæmt ÍST67 en staðallinn inniheldur sérákvæði við danska staðalinn DS 439:2009 Norm for vandinstallationer. Samkvæmt rannsókn Bretanna erum við að yfirhanna neysluvatnskerfin okkar (sjá mynd). Er ekki kominn tími til að staldra við og gera svipaða rannsókn og Bretarnir gerðu í kjölfar úttektar WHO svo við íslendingar getum treyst því að neysluvatnið okkar sé það besta í heimi? Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun