Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. Ítalir eru ekki einir um að beita sér svona og hefur hvalrekaskattur komið til umræðu hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra kemur og ræðir möguleika á hvalrekaskatti hér á landi í kvöldfréttum á Stöð 2.

Þá bregðum við okkur á hinsegindaga sem voru formlega settir í dag. Við kíkjum til að mynda í Ölgerðina, sem sækist nú eftir því að verða fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá vottun Samtakanna '78 um hinseginvænan vinnustað.

Þá verður rætt við aðstoðarskólastjóra sem segir ljóst að grípa verði til aðgerða til að minnka farsímanotkun í grunnskólum. Og við kíkjum norður á Akureyri þar sem listamaður hefur opnað garð sinn gestum og gangandi en þar má finna heimasmíðaðar ævintýraverur.   

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×