Gáfust upp á troðningi og skora á Eyjamenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 21:55 Dagur ásamt starfsmönnum sínum Gabríel Mána og Fannari Guðna sem stóðu í ströngu í dalnum yfir helgina. facebook Dagur Steinn Elfu Ómarsson skorar á forsvarsmenn Þjóðhátíðar að bæta aðstöðu fyrir þá sem mæta á hátíðina í hjólastól. Dagur og tveir starfsmenn hans gáfust upp á troðningnum í dalnum og fóru heim fyrir síðasta kvöldið. „Búið að vera hörkupuð og við höfum ekki góða reynslu af því að vera með hjólastól í mesta troðningnum á sunnudeginum,“ skrifar Dagur í færslu á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Dagur að þegar mesta stemningin hafi verið í dalnum hafi það reynst erfitt að halda sér frá troðningi. „Það þurfti að fá fólk í kring til að hjálpa. Ég vil vera í fjörinu en það er erfitt að skemmta sér þegar maður er bara að hugsa um öryggi. Það er líka leiðinlegt fyrir fólk að rekast í mig,“ segir Dagur. Hann skorar því á Eyjamenn að hafa aðstöðuna í lagi á næsta ári. „Það væri frábært að fá bara léttan pall með góðum stuðningi og þá er hægt að vera þar.“ Auðvelt að laga „Aðalsviðið er líka mjög hátt og ég sé illa á sviðið. Það væri flott að vera aðeins uppi í brekkunni,“ segir Dagur enn fremur. Hann hafi þó skemmt sér vel enda hafi nánast öll fjölskyldan komið með í fjörið. Í færslu sinni segir hann að lágmark fjórir þurfi að standa við stólinn til að passa að fólk detti ekki á stólinn eða labbi á hann. „Staffið pikkar í einhverja stóra og fær þá til að standa vaktina með sér. Þeir lenda svo í alls konar stælum og veseni með fólk. Þetta er glatað. Úr stólnum sést auðvitað ekkert á sviðið. Það væri svo ótrulega auðvelt að laga þetta með palli fyrir hjólastóla t.d. við hliðina á hljóðbúrinu. Þetta þyrfti ekki að vera hár pallur eða fyrirferðarmikill og væri ekki fyrir neinum,“ skrifar Dagur. „Nú þarf að rampa upp fyrir næstu hátíð. Þið getið örugglega fengið einhver góð fyrirtæki til að sponsa þetta - pallur fyrir okkur er ekki stór pakki í kostnaði en myndi skipta okkur svo miklu máli. Hóið í mig ef þið viljið spjalla um málið. Eins væri áhugavert að heyra af upplifun annarra sem fóru á hjólastól í dalinn. Bæ í bili Eyjar! Þangað til næst!“ skrifar Dagur að lokum. Málefni fatlaðs fólks Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Búið að vera hörkupuð og við höfum ekki góða reynslu af því að vera með hjólastól í mesta troðningnum á sunnudeginum,“ skrifar Dagur í færslu á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Dagur að þegar mesta stemningin hafi verið í dalnum hafi það reynst erfitt að halda sér frá troðningi. „Það þurfti að fá fólk í kring til að hjálpa. Ég vil vera í fjörinu en það er erfitt að skemmta sér þegar maður er bara að hugsa um öryggi. Það er líka leiðinlegt fyrir fólk að rekast í mig,“ segir Dagur. Hann skorar því á Eyjamenn að hafa aðstöðuna í lagi á næsta ári. „Það væri frábært að fá bara léttan pall með góðum stuðningi og þá er hægt að vera þar.“ Auðvelt að laga „Aðalsviðið er líka mjög hátt og ég sé illa á sviðið. Það væri flott að vera aðeins uppi í brekkunni,“ segir Dagur enn fremur. Hann hafi þó skemmt sér vel enda hafi nánast öll fjölskyldan komið með í fjörið. Í færslu sinni segir hann að lágmark fjórir þurfi að standa við stólinn til að passa að fólk detti ekki á stólinn eða labbi á hann. „Staffið pikkar í einhverja stóra og fær þá til að standa vaktina með sér. Þeir lenda svo í alls konar stælum og veseni með fólk. Þetta er glatað. Úr stólnum sést auðvitað ekkert á sviðið. Það væri svo ótrulega auðvelt að laga þetta með palli fyrir hjólastóla t.d. við hliðina á hljóðbúrinu. Þetta þyrfti ekki að vera hár pallur eða fyrirferðarmikill og væri ekki fyrir neinum,“ skrifar Dagur. „Nú þarf að rampa upp fyrir næstu hátíð. Þið getið örugglega fengið einhver góð fyrirtæki til að sponsa þetta - pallur fyrir okkur er ekki stór pakki í kostnaði en myndi skipta okkur svo miklu máli. Hóið í mig ef þið viljið spjalla um málið. Eins væri áhugavert að heyra af upplifun annarra sem fóru á hjólastól í dalinn. Bæ í bili Eyjar! Þangað til næst!“ skrifar Dagur að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira