Nóg vatn fyrir golfvelli en ekki fyrir fólk Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. ágúst 2023 14:00 Los Olivos golfvöllurinn í Mijas á Costa del Sol er einn 109 golfvalla í Andalúsíu. Getty Images Á sama tíma og fimmtungur spænsku þjóðarinnar býr við vatnsskömmtun vegna hita, er ekkert lát á vökvun golfvalla í landinu. Golfvellirnir í Andalúsíu nota jafn mikið vatn árlega og rúmlega ein milljón manna. Níu milljónir Spánverja búa við vatnsskömmtun Níu milljónir Spánverja, eða 20% þjóðarinnar, þurfa nú að þola vatnsskömmtun í minna eða meira mæli vegna hitabylgna sem ríða yfir landið hver á fætur annarri á sama tíma og ekki kemur deigur dropi úr lofti. Yfir 600 sveitarfélög hafa gripið til þess að skammta vatnið; sums staðar er skrúfað fyrir allt vatn frá miðnætti til 7 á morgnana. Dæmi um aðrar skorður við vatnsnotkun er bann við garðavökvun og bílaþvotti. Nóg vatn til að vökva golfvelli En hvað þá með golfvellina, spyrja sumir. Af hverju fá þeir endalaust af vatni? Og von er að spurt sé, í Andalúsíu eru t.a.m. 109 golfvellir, fjórðungur allra golfvalla í landinu, og tvær milljónir manna í héraðinu þurfa að búa við vatnsskömmtun. Og það er ekki sama hver er spurður. Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar segja að þetta sé alger óhæfa og að ekki sé verjandi að leggja fleiri golfvelli í héraðinu. Vatnsveiturnar segja golfvellina eina og sér nota 2% alls vatns í Andalúsíu og sérfræðingar hafa reiknað út að einn 18 holu golfvöllur noti sama magn af vatni á ári og 10 til 15.000 manna þorp. Það þýðir að á golfvelli Andalúsíu fer meira vatn en rúmlega ein milljón manna þarf til daglegra nota á ári. Golfvellir skapa tekjur og störf Þessu andmælir Golfsamband Spánar kröftuglega. Formaður þess segir að golfvellirnir skapi störf fyrir meira en 50.000 Spánverja og skaffi 2.200 milljónir evra í ríkiskassann á ári hverju. Þá sé nánast allt vatnið sem notað sé, endurunnið vatn sem ekki sé drykkjarhæft. Kjaftæði, segir Santiago Martín Barajas landbúnaðarverkfræðingur, í viðtali við spænska blaðið Público. Meirihluti vatnsins komi úr brunnum, einungis 10% vatnsins sé endurunnið, ódrykkjarhæft vatn sem golfvellirnir kaupi til þess að líta betur út á pappírunum. Og ekki minnkar flækjustigið þegar Rafael Yus, prófessor í líffræði, blandar sér í umræðuna. Hann segir stóra vandamálið ekki vera golfvellirnir í Andalúsíu, heldur hafi ræktun hitabeltisávaxta og -grænmetis aukist svo mikið í Andalúsíu á síðustu árum. Og þau þurfi óheyrilega mikið vatn til þess að geta vaxið. Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Golf Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Níu milljónir Spánverja búa við vatnsskömmtun Níu milljónir Spánverja, eða 20% þjóðarinnar, þurfa nú að þola vatnsskömmtun í minna eða meira mæli vegna hitabylgna sem ríða yfir landið hver á fætur annarri á sama tíma og ekki kemur deigur dropi úr lofti. Yfir 600 sveitarfélög hafa gripið til þess að skammta vatnið; sums staðar er skrúfað fyrir allt vatn frá miðnætti til 7 á morgnana. Dæmi um aðrar skorður við vatnsnotkun er bann við garðavökvun og bílaþvotti. Nóg vatn til að vökva golfvelli En hvað þá með golfvellina, spyrja sumir. Af hverju fá þeir endalaust af vatni? Og von er að spurt sé, í Andalúsíu eru t.a.m. 109 golfvellir, fjórðungur allra golfvalla í landinu, og tvær milljónir manna í héraðinu þurfa að búa við vatnsskömmtun. Og það er ekki sama hver er spurður. Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar segja að þetta sé alger óhæfa og að ekki sé verjandi að leggja fleiri golfvelli í héraðinu. Vatnsveiturnar segja golfvellina eina og sér nota 2% alls vatns í Andalúsíu og sérfræðingar hafa reiknað út að einn 18 holu golfvöllur noti sama magn af vatni á ári og 10 til 15.000 manna þorp. Það þýðir að á golfvelli Andalúsíu fer meira vatn en rúmlega ein milljón manna þarf til daglegra nota á ári. Golfvellir skapa tekjur og störf Þessu andmælir Golfsamband Spánar kröftuglega. Formaður þess segir að golfvellirnir skapi störf fyrir meira en 50.000 Spánverja og skaffi 2.200 milljónir evra í ríkiskassann á ári hverju. Þá sé nánast allt vatnið sem notað sé, endurunnið vatn sem ekki sé drykkjarhæft. Kjaftæði, segir Santiago Martín Barajas landbúnaðarverkfræðingur, í viðtali við spænska blaðið Público. Meirihluti vatnsins komi úr brunnum, einungis 10% vatnsins sé endurunnið, ódrykkjarhæft vatn sem golfvellirnir kaupi til þess að líta betur út á pappírunum. Og ekki minnkar flækjustigið þegar Rafael Yus, prófessor í líffræði, blandar sér í umræðuna. Hann segir stóra vandamálið ekki vera golfvellirnir í Andalúsíu, heldur hafi ræktun hitabeltisávaxta og -grænmetis aukist svo mikið í Andalúsíu á síðustu árum. Og þau þurfi óheyrilega mikið vatn til þess að geta vaxið.
Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Golf Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira