Spænskur áhrifavaldur á dauðadóm yfir höfði sér Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. ágúst 2023 17:52 Daniel Sancho hefur viðurkennt að hafa myrt og bútað niður ástmann sinn Edwin Arrieto. Hann á dauðadóm yfir höfði sér. REUTERS Spænskur karlmaður um þrítugt á yfir höfði sér dauðadóm í Tælandi fyrir að hafa myrt kólumbískan ástmann sinn, bútað hann í sundur og dreift líkamshlutum hans á sorphauga og í sjóinn. Skipulagði morðið út í æsar Daniel Sancho fór inn í byggingarvöruverslun að kvöldi 1. ágúst og keypti sér hnífa, hanska og plastrúllu. Hann fór síðan á stefnumót við kærastann sinn, Edwin Arrieta, 44 ára skurðlækni frá Kólumbíu, en þeir höfðu verið saman í um það bil ár. Daginn eftir hafði Daniel Sancho samband við lögregluna og sagði að unnusti sinn væri horfinn. Tælenska lögreglan leysti málið hratt og örugglega. Hún fann líkamshluta Edwin á víð og dreif, á öskuhaugum og úti í sjó. Edwin hafði verið stunginn ítrekað í brjóstið og síðan bútaður niður. Daniel streittist ekki lengi á móti, hann játaði allt og sagði að honum hefði reynst ómögulegt að slíta sambandinu, hann hefði verið fangi Edwins og þetta hefði verið eina leiðin. Saksóknari fer fram á dauðadóm Daniel sýndi mikinn samstarfsvilja og fór með lögreglunni um allt og sýndi þeim hvernig þetta hefði allt viljað til. Rannsókn er að fullu lokið sagði lögreglan á blaðamannafundi í vikunni. Morðið hefði verið skipulagt út í ystu æsar og farið yrði fram á dauðarefsingu yfir Daniel. Það er því ekki auðvelt að vera Daniel Sancho í dag. Eða hvað...? Á þeim fréttamyndum sem birtar hafa verið frá Tælandi sést sultuslakur Daniel rölta með lögreglunni og af til stoppar hann til að veita fréttamönnum sem fylgja þeim eftir viðtöl. „Hrokafullur narsissisti“ Daniel er matreiðslumaður og gefur sig út fyrir að vera áhrifavaldur. Hann kynnir sig á samfélagsmiðlum sem eigandi tveggja veitingastaða í Madrid. Þar kannast menn ekki við að hann eigi neitt í þessum stöðum. Gamlir skólafélagar Daniels lýsa honum sem hrokafullum narsissista sem gerði ævinlega það sem honum sýndist. Á forsíðum allra blaða Daniel er sonur og barnabarn þekktra leikara hér á Spáni og þar með kærkomið fóður allra slúðurblaða og -þátta sem hér ríða húsum. Og það eru ekki fáir þættir og blöð. Hann hefur verið á forsíðum og til umfjöllunar dag eftir dag. Það má því kannski segja að Daniel baði sig um þessar mundir upp úr vafasamri og sorglegri frægð, en að sama skapi má segja að það séu áhorfendur og lesendur sem á endanum baða hann í sviðsljósinu. Spánn Taíland Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Skipulagði morðið út í æsar Daniel Sancho fór inn í byggingarvöruverslun að kvöldi 1. ágúst og keypti sér hnífa, hanska og plastrúllu. Hann fór síðan á stefnumót við kærastann sinn, Edwin Arrieta, 44 ára skurðlækni frá Kólumbíu, en þeir höfðu verið saman í um það bil ár. Daginn eftir hafði Daniel Sancho samband við lögregluna og sagði að unnusti sinn væri horfinn. Tælenska lögreglan leysti málið hratt og örugglega. Hún fann líkamshluta Edwin á víð og dreif, á öskuhaugum og úti í sjó. Edwin hafði verið stunginn ítrekað í brjóstið og síðan bútaður niður. Daniel streittist ekki lengi á móti, hann játaði allt og sagði að honum hefði reynst ómögulegt að slíta sambandinu, hann hefði verið fangi Edwins og þetta hefði verið eina leiðin. Saksóknari fer fram á dauðadóm Daniel sýndi mikinn samstarfsvilja og fór með lögreglunni um allt og sýndi þeim hvernig þetta hefði allt viljað til. Rannsókn er að fullu lokið sagði lögreglan á blaðamannafundi í vikunni. Morðið hefði verið skipulagt út í ystu æsar og farið yrði fram á dauðarefsingu yfir Daniel. Það er því ekki auðvelt að vera Daniel Sancho í dag. Eða hvað...? Á þeim fréttamyndum sem birtar hafa verið frá Tælandi sést sultuslakur Daniel rölta með lögreglunni og af til stoppar hann til að veita fréttamönnum sem fylgja þeim eftir viðtöl. „Hrokafullur narsissisti“ Daniel er matreiðslumaður og gefur sig út fyrir að vera áhrifavaldur. Hann kynnir sig á samfélagsmiðlum sem eigandi tveggja veitingastaða í Madrid. Þar kannast menn ekki við að hann eigi neitt í þessum stöðum. Gamlir skólafélagar Daniels lýsa honum sem hrokafullum narsissista sem gerði ævinlega það sem honum sýndist. Á forsíðum allra blaða Daniel er sonur og barnabarn þekktra leikara hér á Spáni og þar með kærkomið fóður allra slúðurblaða og -þátta sem hér ríða húsum. Og það eru ekki fáir þættir og blöð. Hann hefur verið á forsíðum og til umfjöllunar dag eftir dag. Það má því kannski segja að Daniel baði sig um þessar mundir upp úr vafasamri og sorglegri frægð, en að sama skapi má segja að það séu áhorfendur og lesendur sem á endanum baða hann í sviðsljósinu.
Spánn Taíland Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira