Vala er nýr forstjóri hjá Sæbýli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2023 15:34 Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis. Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis, hátæknifyrirtækis í þróun framleiðsluaðferða við landeldi á sæeyrum (e. abalone). Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að Vala muni hefja störf þann 1. september næstkomandi. Stofnandi Sæbýlis, Ásgeir Guðnason, sem áður gegndi hlutverki forstjóra mun í kjölfar ráðningarinnar taka við stöðu framkvæmdastjóra rannsóknar og þróunar þar sem hann mun einbeita sér að áframhaldandi þróunar- og nýsköpunarstarfi fyrirtækisins. Vala er lögfræðingur að mennt og hefur umfangsmikla reynslu af viðskiptum og stjórnun, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Áður starfaði Vala sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun þar sem hún bar ábyrgð á tækifærasköpun væntanlegra viðskiptavina Landsvirkjunar og studdi uppbygginu grænna iðngreina. Þar áður var hún í framkvæmdastjórn 66°Norður þar sem hún gegndi stöðu rekstrar- og sölustjóra. „Það er mikill ávinningur að fá Völu inn sem forstjóra til að leiða næsta fasa í vexti Sæbýlis. Hún býr yfir margþættri og alþjóðlegri reynslu úr fyrri störfum sem mun án efa koma sér vel þegar kemur að komandi sókn fyrirtækisins inn á nýja markaði. Sæbýli hlakkar til samstarfs við Völu í þeirri markvissu stefnu um að auka framleiðslu og árangur fyrirtækisins,“ segir Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis í tilkynningunni. Horfa til framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði Sæbýli var stofnað árið 1993 af Ásgeiri Guðnasyni sem hefur lagt tugi ára í þróun og aðlögun á einni verðmætustu eldistegund heims sem á uppruna sinn við hlýsjávaraðstæður í Japan. Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega og leiðandi sjálfbæra hátækniaðferð við ræktun sæeyrna sem byggir á lóðréttu eldiskerfi, að því er segir í tilkynningunni. Starfsemin er í Grindavík þar sem heitur jarðsjór og endurnýjanleg orka frá Reykjanesvirkjun er nýtt til að knýja framleiðslu fyrirtækisins. Stefnt er á uppbyggingu áframeldis á Reykjanesi á næsta ári. Sæbýli horfir meðal annars á framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði fyrir Evrópu, Bandaríkin og Asíu. „Áratugalöng þróunar- og rannsóknarvinna hefur komið Sæbýli á þann stað sem það er í dag. Nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins þar sem við ætlum að byggja á þessum trausta grunni. Nýsköpun og hugmyndaauðgi er og verður lykillinn að okkar velgengni.“ segir Vala Valþórsdóttir, nýráðinn forstjóri Sæbýlis. „Við munum einsetja okkur að hugsa út fyrir rammann, tileinka okkur framúrstefnulegar tækninýjungar og sækja fram á nýja markaði. Það er sannur heiður að leiða hið frábæra teymi sem nú þegar starfar hjá Sæbýli, saman munum við skrifa þennan nýja kafla og raungera þær metnaðarfullu áætlanir sem fyrir liggja, enda eru vaxtamöguleikarnir gífurlegir.“ Fiskeldi Grindavík Vistaskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Þar segir að Vala muni hefja störf þann 1. september næstkomandi. Stofnandi Sæbýlis, Ásgeir Guðnason, sem áður gegndi hlutverki forstjóra mun í kjölfar ráðningarinnar taka við stöðu framkvæmdastjóra rannsóknar og þróunar þar sem hann mun einbeita sér að áframhaldandi þróunar- og nýsköpunarstarfi fyrirtækisins. Vala er lögfræðingur að mennt og hefur umfangsmikla reynslu af viðskiptum og stjórnun, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Áður starfaði Vala sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun þar sem hún bar ábyrgð á tækifærasköpun væntanlegra viðskiptavina Landsvirkjunar og studdi uppbygginu grænna iðngreina. Þar áður var hún í framkvæmdastjórn 66°Norður þar sem hún gegndi stöðu rekstrar- og sölustjóra. „Það er mikill ávinningur að fá Völu inn sem forstjóra til að leiða næsta fasa í vexti Sæbýlis. Hún býr yfir margþættri og alþjóðlegri reynslu úr fyrri störfum sem mun án efa koma sér vel þegar kemur að komandi sókn fyrirtækisins inn á nýja markaði. Sæbýli hlakkar til samstarfs við Völu í þeirri markvissu stefnu um að auka framleiðslu og árangur fyrirtækisins,“ segir Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis í tilkynningunni. Horfa til framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði Sæbýli var stofnað árið 1993 af Ásgeiri Guðnasyni sem hefur lagt tugi ára í þróun og aðlögun á einni verðmætustu eldistegund heims sem á uppruna sinn við hlýsjávaraðstæður í Japan. Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega og leiðandi sjálfbæra hátækniaðferð við ræktun sæeyrna sem byggir á lóðréttu eldiskerfi, að því er segir í tilkynningunni. Starfsemin er í Grindavík þar sem heitur jarðsjór og endurnýjanleg orka frá Reykjanesvirkjun er nýtt til að knýja framleiðslu fyrirtækisins. Stefnt er á uppbyggingu áframeldis á Reykjanesi á næsta ári. Sæbýli horfir meðal annars á framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði fyrir Evrópu, Bandaríkin og Asíu. „Áratugalöng þróunar- og rannsóknarvinna hefur komið Sæbýli á þann stað sem það er í dag. Nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins þar sem við ætlum að byggja á þessum trausta grunni. Nýsköpun og hugmyndaauðgi er og verður lykillinn að okkar velgengni.“ segir Vala Valþórsdóttir, nýráðinn forstjóri Sæbýlis. „Við munum einsetja okkur að hugsa út fyrir rammann, tileinka okkur framúrstefnulegar tækninýjungar og sækja fram á nýja markaði. Það er sannur heiður að leiða hið frábæra teymi sem nú þegar starfar hjá Sæbýli, saman munum við skrifa þennan nýja kafla og raungera þær metnaðarfullu áætlanir sem fyrir liggja, enda eru vaxtamöguleikarnir gífurlegir.“
Fiskeldi Grindavík Vistaskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf