Engin réttindi, engin þekking, engin ábyrgð Jón Bjarni Jónsson skrifar 21. ágúst 2023 20:31 Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál. Tekin hafa verið upp gæðakerfi, kröfur gerðar um vottun byggingarefna auk þess sem byggingareglugerð og mannvirkjalög hafa verið yfirfarin og bætt. Þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir er veruleikinn sá að göllum í íbúðarbyggingum fækkar ekki. Þegar hafist er handa við byggingu íbúðarhúsnæðis eru þrír meginþættir sem þurfa að vera í lagi. Hönnun hússins þarf að vera í lagi, efnisval þarf að standast kröfur og síðast en ekki síst þurfa þeir sem byggja húsið, þeir sem vinna handverkið, að kunna til verka. Bygging íbúðarhúsnæðis er ekki færibandavinna. Algengast er að verið sé að vinna að útfærslum og lausnum á ýmsum frágangi byggingahluta nánast fram á skiladag verksins. Það er fyrir vikið lykilatriði að hönnuðir, efnissalar og iðnaðarmenn eigi í virku samtali á byggingatímanum og miðli sérþekkingu sín á milli. Slík samvinna hefur reynst best til að tryggja að verkið standi undir þeim kröfum sem settar eru fram í lögum og reglugerðum. Engin viðurlög Lögum samkvæmt má enginn hanna íbúðarbyggingu nema hafa til þess menntun. Hafi viðkomandi ekki menntun fást teikningar ekki samþykktar og byggingarleyfi er ekki gefið út. Að sama skapi þurfa byggingavörur að vera vottaðar. Samkvæmt lögum um byggingavörur má leggja dagsektir upp að hálfri milljón á efnissala sem selur byggingavörur sem ekki standast kröfur. Þess vegna er töluvert hagsmunamál fyrir efnissala að gæta þess að varan sem verið er að selja, standist kröfur. Lög kveða jafnframt á um að enginn megi vinna iðnaðarstörf án þess að hafa lokið tilskyldu iðnnámi. Sá munur er hins vegar á þeim lögum – og lögum um byggingarvörur – að viðurlögin við brotum eru engin. Í raun getur verktaki fengið hvern sem er í verkið án þess að það hafi afleiðingar fyrir annan en kaupanda verksins/hússins. Kaupendur eiga að geta treyst Það er opinbert leyndarmál að fjölmörg íbúðarhús eru byggð af starfsfólki sem hefur engin réttindi – og það sem verra er; hvorki kunnáttu né þekkingu til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem þurfa að vera í lagi til að íbúðarhúsnæði standist kröfur. Kröfur sem væntanlegir kaupendur eiga að geta treyst að séu uppfylltar. Vegna kunnáttuleysis eru þessir starfsmenn einnig óhæfir til að vinna í faglegu samstarfi við hönnuði og efnissala, þar sem þeir vita ekki hvernig frágangi verkanna skal vera háttað. Brýn þörf er á því að taka á þessum vanda. Koma þarf í veg fyrir að starfsmenn án þekkingar og kunnáttu, vinni iðnaðarstörf og valdi þannig grandalausum kaupendum íbúðarhúsnæðis – og samfélaginu öllu – ómældum skaða. Skilaboð löggjafans virðast vera þau að það sé mikilvægt að byggingarefni standist kröfur – þess vegna eru sett sektarákvæði – en það skipti engu máli hvort þeir sem vinna með efnið hafi til þess þekkingu eða kunnáttu. Að mati undirritaðs má rekja stóran hluta lekavandamála í byggingum til þessa. Á meðan engin viðurlög eru við lögbrotunum, þá mun þetta ekki breytast. Próflaus maður stöðvaður Fyrir nokkrum dögum var frétt um að kínverskur ökumaður hafi verið stöðvaður af lögreglu án ökuréttinda. Hann fór ekki lengra á bílnum. Ef það er vilji til að fækka göllum í byggingum, þar á meðal leka- og mygluvandamálum í íbúðarhúsnæði þá verðum við að taka upp svipuð úrræði gagnvart réttindalausum starfsmönnum í byggingavinnu, þ.e. það þarf að stöðva þeirra vinnu samstundis. Afleiðingar rangs frágangs t.d. á þaki, sem verið er að loka í dag, koma jafnvel ekki í ljós fyrr en eftir einhver ár og þá með ærnum kostnaði fyrir þann sem þá á eignina. Það er einfalt að taka á þessu, en það kostar vinnu, vilja og viðurlög. Höfundur er formaður Byggiðnar – félags byggingamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mygla Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál. Tekin hafa verið upp gæðakerfi, kröfur gerðar um vottun byggingarefna auk þess sem byggingareglugerð og mannvirkjalög hafa verið yfirfarin og bætt. Þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir er veruleikinn sá að göllum í íbúðarbyggingum fækkar ekki. Þegar hafist er handa við byggingu íbúðarhúsnæðis eru þrír meginþættir sem þurfa að vera í lagi. Hönnun hússins þarf að vera í lagi, efnisval þarf að standast kröfur og síðast en ekki síst þurfa þeir sem byggja húsið, þeir sem vinna handverkið, að kunna til verka. Bygging íbúðarhúsnæðis er ekki færibandavinna. Algengast er að verið sé að vinna að útfærslum og lausnum á ýmsum frágangi byggingahluta nánast fram á skiladag verksins. Það er fyrir vikið lykilatriði að hönnuðir, efnissalar og iðnaðarmenn eigi í virku samtali á byggingatímanum og miðli sérþekkingu sín á milli. Slík samvinna hefur reynst best til að tryggja að verkið standi undir þeim kröfum sem settar eru fram í lögum og reglugerðum. Engin viðurlög Lögum samkvæmt má enginn hanna íbúðarbyggingu nema hafa til þess menntun. Hafi viðkomandi ekki menntun fást teikningar ekki samþykktar og byggingarleyfi er ekki gefið út. Að sama skapi þurfa byggingavörur að vera vottaðar. Samkvæmt lögum um byggingavörur má leggja dagsektir upp að hálfri milljón á efnissala sem selur byggingavörur sem ekki standast kröfur. Þess vegna er töluvert hagsmunamál fyrir efnissala að gæta þess að varan sem verið er að selja, standist kröfur. Lög kveða jafnframt á um að enginn megi vinna iðnaðarstörf án þess að hafa lokið tilskyldu iðnnámi. Sá munur er hins vegar á þeim lögum – og lögum um byggingarvörur – að viðurlögin við brotum eru engin. Í raun getur verktaki fengið hvern sem er í verkið án þess að það hafi afleiðingar fyrir annan en kaupanda verksins/hússins. Kaupendur eiga að geta treyst Það er opinbert leyndarmál að fjölmörg íbúðarhús eru byggð af starfsfólki sem hefur engin réttindi – og það sem verra er; hvorki kunnáttu né þekkingu til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem þurfa að vera í lagi til að íbúðarhúsnæði standist kröfur. Kröfur sem væntanlegir kaupendur eiga að geta treyst að séu uppfylltar. Vegna kunnáttuleysis eru þessir starfsmenn einnig óhæfir til að vinna í faglegu samstarfi við hönnuði og efnissala, þar sem þeir vita ekki hvernig frágangi verkanna skal vera háttað. Brýn þörf er á því að taka á þessum vanda. Koma þarf í veg fyrir að starfsmenn án þekkingar og kunnáttu, vinni iðnaðarstörf og valdi þannig grandalausum kaupendum íbúðarhúsnæðis – og samfélaginu öllu – ómældum skaða. Skilaboð löggjafans virðast vera þau að það sé mikilvægt að byggingarefni standist kröfur – þess vegna eru sett sektarákvæði – en það skipti engu máli hvort þeir sem vinna með efnið hafi til þess þekkingu eða kunnáttu. Að mati undirritaðs má rekja stóran hluta lekavandamála í byggingum til þessa. Á meðan engin viðurlög eru við lögbrotunum, þá mun þetta ekki breytast. Próflaus maður stöðvaður Fyrir nokkrum dögum var frétt um að kínverskur ökumaður hafi verið stöðvaður af lögreglu án ökuréttinda. Hann fór ekki lengra á bílnum. Ef það er vilji til að fækka göllum í byggingum, þar á meðal leka- og mygluvandamálum í íbúðarhúsnæði þá verðum við að taka upp svipuð úrræði gagnvart réttindalausum starfsmönnum í byggingavinnu, þ.e. það þarf að stöðva þeirra vinnu samstundis. Afleiðingar rangs frágangs t.d. á þaki, sem verið er að loka í dag, koma jafnvel ekki í ljós fyrr en eftir einhver ár og þá með ærnum kostnaði fyrir þann sem þá á eignina. Það er einfalt að taka á þessu, en það kostar vinnu, vilja og viðurlög. Höfundur er formaður Byggiðnar – félags byggingamanna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun