Bæjarstjóri mætti ekki til að rökstyðja úthlutun án útboðs Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Theodóra S. Þorsteinsdóttir er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi minnihlutans í Kópavogi segir skýringar bæjarstjóra, á því hvers vegna lóðinni Reit þrettán var úthlutað án útboðs, ekki halda neinu vatni. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í gær að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar, til félags í eigu MATA-systkinanna svokölluðu, ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Ásdís segir minnihlutann slíta málið úr samhengi. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segist ósammála því. „Við erum einmitt að setja málið í samhengi, og við reyndum það nú í bæjarstjórn, í umræðunni þar. En það reyndist okkur svolítið erfitt af því að bæjarstjórinn mætti ekki. Hún sem sagt skrifaði undir samning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs en mætti svo ekki sjálf til þess að svara fyrir samninginn. Við vorum náttúrulega með ótal spurningar um hann.“ Vel hefði verið hægt að fara í útboð Theodóra segir að í samningi um uppbyggingu á svæðinu sé kveðið á um að mögulega yrði farið aftur í deiliskipulag og lóðinni skipt upp. Þá sé framsalsheimild bæjarins mjög rík. „Við erum bara mjög ósammála því að það hafi verið einhver ógjörningur að úthluta lóðinni með öðrum hætti heldur en til þeirra sem halda á hluta af lóðinni,“ segir hún. Fyrri bæjarstjóri hafi lofað útboði Theodóra segir að málið hafi lengi verið umdeilt og að stjórnsýsla í því hafi verið annmörkum háð í mörg ár. Skipulagsstofnun hafi til að mynda gert athugasemdir við ferlið. „Ég hef gagnrýnt þetta mál ítrekað. Þetta er svolítið punkturinn yfir I-ið, það að þau skuli úthluta þessu til þeirra án útboðs. Ég vil líka taka það fram að fyrrverandi bæjarstjóri talaði alltaf um að þetta færi í almennt ferli, að þessu yrði úthlutað með lögmætum hætti,“ segir Theodóra. Kópavogur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í gær að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar, til félags í eigu MATA-systkinanna svokölluðu, ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Ásdís segir minnihlutann slíta málið úr samhengi. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segist ósammála því. „Við erum einmitt að setja málið í samhengi, og við reyndum það nú í bæjarstjórn, í umræðunni þar. En það reyndist okkur svolítið erfitt af því að bæjarstjórinn mætti ekki. Hún sem sagt skrifaði undir samning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs en mætti svo ekki sjálf til þess að svara fyrir samninginn. Við vorum náttúrulega með ótal spurningar um hann.“ Vel hefði verið hægt að fara í útboð Theodóra segir að í samningi um uppbyggingu á svæðinu sé kveðið á um að mögulega yrði farið aftur í deiliskipulag og lóðinni skipt upp. Þá sé framsalsheimild bæjarins mjög rík. „Við erum bara mjög ósammála því að það hafi verið einhver ógjörningur að úthluta lóðinni með öðrum hætti heldur en til þeirra sem halda á hluta af lóðinni,“ segir hún. Fyrri bæjarstjóri hafi lofað útboði Theodóra segir að málið hafi lengi verið umdeilt og að stjórnsýsla í því hafi verið annmörkum háð í mörg ár. Skipulagsstofnun hafi til að mynda gert athugasemdir við ferlið. „Ég hef gagnrýnt þetta mál ítrekað. Þetta er svolítið punkturinn yfir I-ið, það að þau skuli úthluta þessu til þeirra án útboðs. Ég vil líka taka það fram að fyrrverandi bæjarstjóri talaði alltaf um að þetta færi í almennt ferli, að þessu yrði úthlutað með lögmætum hætti,“ segir Theodóra.
Kópavogur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent