Helmingi umsækjenda synjað um starfstengt nám: Skorar á stjórnvöld að gera betur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 17:37 Dagmar útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor. Vilhelm/Aðsend Einungis átta umsækjendur um starfstengd diplómunám við Háskóla Íslands fengu inn í skólann en alls sóttu sextán um. Einn umsækjendanna sem ekki komst inn segist kvíðin fyrir framtíðinni og skorar á stjórnvöld að gera betur í málefnum fatlaðs fólks í skólum. Greint er frá því að einungis helmingur umsækjenda um starfstengt diplómunám hafi fengið inn á vef Þroskahjálpar. „Á sama tíma og það er afar ánægjulegt að átta nemar hefji nám við starfstengda diplómunámið við Háskóla Íslands þetta haustið er bagalegt til þess að vita að ekki öll fengu aðgengi að náminu sem sóttust eftir að stunda námið,“ segir á vefnum. „Ég var miður mín“ Dagmar Hákonardóttir er ein þeirra sem synjað var um skólavist á námsbrautinni. Hún segist hafa vitað það þegar hún útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor að hún vildi fara í háskóla. „Mig langaði að læra eitthvað tengt því að ég gæti orðið leikskólaliði, og um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Dagmar í samtali við Vísi. Í sumar fékk Dagmar svar frá Háskólanum þess efnis að hún hafi ekki hlotið skólavist. „Ég get sagt þér að umsóknin þín var mjög flott en því miður þurfum við að synja umsókninni þinni ásamt mörgum öðrum vegna þess hve plássin eru fá,“ les Dagmar upp úr póstinum. Þá var henni tjáð að hún yrði skráð á biðlista og yrði í forgangi umsækjenda á næsta ári Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ekki að fara í háskóla? „Ég var miður mín. Ég var svolítið kvíðin af því að ég vissi ekki hvað ég myndi gera í vetur,“ segir Dagmar. Fleiri pláss og fleiri deildir Dagmar segist nú ætla að leita til Vinnumálastofnunar þar sem hún vonast til þess að fá vinnu. „Ég er með miklar vonir,“ segir hún, aðspurð hvort hún bindi vonir við að stofnunin hjálpi henni að fá vinnu. Þó játar hún að henni finnist mjög leiðinlegt að vera ekki að fara í háskólann. Er eitthvað sem þú vilt að stjórnvöld geri í þessu máli? „Fá meiri pláss í háskólum, skrá fleiri deildir fyrir fatlað fólk. Og líka þannig að fatlað fólk þurfi ekkert endilega að fara í þessar deildir sem þau eru með í háskólanum, svo að þau geti prófað eitthvað annað,“ segir Dagmar. Aðspurð hvort hún hafi einhverju við að bæta segir hún fullum hálsi: „Ég skora á stjórnvöld að gera miklu betur í svona málum. Í háskólum og grunnskólum.“ Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Greint er frá því að einungis helmingur umsækjenda um starfstengt diplómunám hafi fengið inn á vef Þroskahjálpar. „Á sama tíma og það er afar ánægjulegt að átta nemar hefji nám við starfstengda diplómunámið við Háskóla Íslands þetta haustið er bagalegt til þess að vita að ekki öll fengu aðgengi að náminu sem sóttust eftir að stunda námið,“ segir á vefnum. „Ég var miður mín“ Dagmar Hákonardóttir er ein þeirra sem synjað var um skólavist á námsbrautinni. Hún segist hafa vitað það þegar hún útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor að hún vildi fara í háskóla. „Mig langaði að læra eitthvað tengt því að ég gæti orðið leikskólaliði, og um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Dagmar í samtali við Vísi. Í sumar fékk Dagmar svar frá Háskólanum þess efnis að hún hafi ekki hlotið skólavist. „Ég get sagt þér að umsóknin þín var mjög flott en því miður þurfum við að synja umsókninni þinni ásamt mörgum öðrum vegna þess hve plássin eru fá,“ les Dagmar upp úr póstinum. Þá var henni tjáð að hún yrði skráð á biðlista og yrði í forgangi umsækjenda á næsta ári Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ekki að fara í háskóla? „Ég var miður mín. Ég var svolítið kvíðin af því að ég vissi ekki hvað ég myndi gera í vetur,“ segir Dagmar. Fleiri pláss og fleiri deildir Dagmar segist nú ætla að leita til Vinnumálastofnunar þar sem hún vonast til þess að fá vinnu. „Ég er með miklar vonir,“ segir hún, aðspurð hvort hún bindi vonir við að stofnunin hjálpi henni að fá vinnu. Þó játar hún að henni finnist mjög leiðinlegt að vera ekki að fara í háskólann. Er eitthvað sem þú vilt að stjórnvöld geri í þessu máli? „Fá meiri pláss í háskólum, skrá fleiri deildir fyrir fatlað fólk. Og líka þannig að fatlað fólk þurfi ekkert endilega að fara í þessar deildir sem þau eru með í háskólanum, svo að þau geti prófað eitthvað annað,“ segir Dagmar. Aðspurð hvort hún hafi einhverju við að bæta segir hún fullum hálsi: „Ég skora á stjórnvöld að gera miklu betur í svona málum. Í háskólum og grunnskólum.“
Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira