„Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. ágúst 2023 22:00 Danijel Dejan Djuric var afar ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. „Mér fannst við stjórna leiknum frá a til ö og við skoruðum mörg mörk. Mér fannst þetta mjög góður leikur,“ sagði Danijel Dejan Djuric eftir leik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu tilbúnir í leikinn tíu mínútum síðar. Þetta kom Danijel ekki á óvart þar sem hann er uppalinn í Breiðabliki og átti von á þessu. „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég er frá Blikum og veit hvernig þeir spila þennan leik og þetta voru trúðslæti. Mér gæti ekki verið meira sama en strákunum var brugðið inn í klefa. Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og ég kannaðist við þetta.“ „Mér fannst Víkingur bregðast vel við þessu og þetta var betra fyrir okkur þar sem þetta kveikti í okkur. Þessi trúðslæti fóru í okkur og við vildum þetta meira.“ Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings í upphafi síðari hálfleiks og fagnaði með því að þykjast gráta. „Fagnið kom að sjálfu sér þar sem það er búið að kæra okkur og það var reynt að færa leikinn. Við einbeitum okkur af fótbolta og hlustum ekki á þetta. Það er verið að grenja í kringum okkur þannig að þetta var fagnið.“ „Mér gæti ekki verið meira sama þótt ég hafi verið rangstæður. Þetta var geggjað mark. Ég skallaði boltann niður og inn. Mark er mark.“ Danijel taldi það ekki erfitt að mæta í næstu leiki aðspurður hvort það yrði erfitt að gíra sig upp í þá verandi með fjórtán stiga forystu á toppnum. „Nefnilega ekki. Við erum með gott lið og það vilja allir spila. Við viljum vinna alla leiki og sýna að við séum bestir,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
„Mér fannst við stjórna leiknum frá a til ö og við skoruðum mörg mörk. Mér fannst þetta mjög góður leikur,“ sagði Danijel Dejan Djuric eftir leik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu tilbúnir í leikinn tíu mínútum síðar. Þetta kom Danijel ekki á óvart þar sem hann er uppalinn í Breiðabliki og átti von á þessu. „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég er frá Blikum og veit hvernig þeir spila þennan leik og þetta voru trúðslæti. Mér gæti ekki verið meira sama en strákunum var brugðið inn í klefa. Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og ég kannaðist við þetta.“ „Mér fannst Víkingur bregðast vel við þessu og þetta var betra fyrir okkur þar sem þetta kveikti í okkur. Þessi trúðslæti fóru í okkur og við vildum þetta meira.“ Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings í upphafi síðari hálfleiks og fagnaði með því að þykjast gráta. „Fagnið kom að sjálfu sér þar sem það er búið að kæra okkur og það var reynt að færa leikinn. Við einbeitum okkur af fótbolta og hlustum ekki á þetta. Það er verið að grenja í kringum okkur þannig að þetta var fagnið.“ „Mér gæti ekki verið meira sama þótt ég hafi verið rangstæður. Þetta var geggjað mark. Ég skallaði boltann niður og inn. Mark er mark.“ Danijel taldi það ekki erfitt að mæta í næstu leiki aðspurður hvort það yrði erfitt að gíra sig upp í þá verandi með fjórtán stiga forystu á toppnum. „Nefnilega ekki. Við erum með gott lið og það vilja allir spila. Við viljum vinna alla leiki og sýna að við séum bestir,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01