Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 12:07 Tvennum sögum fer af því hvort reynt hafi verið að stela tösku Hannesar í Leifsstöð í gær eða hún tekin í misgripum. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. „Það skyggði dálítið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla.“ Þetta skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í færslu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Í færslunni segist Hannes hafa beðið um að kallað yrði á lögregluna en enginn hafi orðið við því. „Allir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Þessi kona hefur síðan eflaust spígsporað inn í landið eins og ekkert væri.“ Ungar stúlkur hafi tekið töskuna í misgripum Rúna Mjöll Helgadóttir sem varð vitni af atvikinu skrifar athugasemd undir færsluna þar sem hún fullyrðir að Hannes segi ekki rétt frá. Hún segir hann hafa öskrað á tvær ungar stúlkur og sakað þær um að stela töskunni sem Rúna telur að þær hafi tekið í misgripum. „Þú endaðir svo á því að öskra á greyið stelpurnar að það ætti ekki að hleypa þeim inní landið. Þær sögðu við þig að þær væru fæddar á Íslandi og með íslenskan ríkisborgararétt, svo fórstu og öskraðir á alla starfsmenn og tuðaðir í starfsmönnum að það ætti ekki að hleypa svona fólki inn í landi,“ skrifar Rúna. Hún segist telja að stúlkurnar hafi verið í kringum fjórtán og sex ára gamlar og hafi verið þarna ásamt móður sinni. Þær hafi látið Hannes hafa töskuna strax og þær áttuðu sig á misskilningnum. „Þú ert Íslendingum til skammar, ömurlegt að fólk eins og þú skemmir fyrir öðrum.“ Sakaður um rasisma Óhætt er að segja að færsla Hannesar hafi vakið mikil og misjöfn viðbrögð. Margir saka Hannes um útlendingahatur og gagnrýna orðalag hans varðandi klæðnað konunnar sem hann kallar „múslimabúning.“ Meðal þeirra sem skrifa athugasemd eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sem segir Hannes geta gert betur og Bubbi Morthens sem þakkar Rúnu fyrir að stíga fram og kallar Hannes „torfbæ í jakkafötum.“ Hannes skrifaði aðra færslu skömmu síðar þar sem hann útskýrir atvikið nánar og segir „eitthvað meira en lítið að í viðhorfi Íslendinga til útlendinga.“ „Ég lendi í því, að reynt er að ræna handfarangri mínum, tösku á hjólum, í Fríhöfninni. Það er útilokað, að hún hafi verið tekin í misgripum, eins og allir vita, sem hafa farið um Fríhöfnina á leiðinni heim.“ Hann segist hafa verið að greiða fyrir varning í fríhöfninni þegar hann hafi áttað sig á að taskan væri horfin. „Ég og afgreiðslustúlkan svipuðumst snöggvast um eftir henni. Fyrir framan mig í röðinni hafði verið kona í múslimabúningi (með slæðu og í síðum kufli). Afgreiðslustúlkan benti mér á, hvar hún væri. Ég fór þangað, og þar var taskan. Fólkið ætlaði að þræta, en ég opnaði hana og sá, að þetta var taskan mín. En þegar ég vildi kalla á lögregluna, var því ekki sinnt. Og núna rignir yfir mig skömmum á Facebook! Ég fer að skilja, hvers vegna er við ramman reip að draga í Útlendingastofnun. Það má ekki orðinu halla á útlendinga, ég tala nú ekki um, ef þeir eru í múnderingu.“ Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu færslu Hannesar um málið. Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
„Það skyggði dálítið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla.“ Þetta skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í færslu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Í færslunni segist Hannes hafa beðið um að kallað yrði á lögregluna en enginn hafi orðið við því. „Allir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Þessi kona hefur síðan eflaust spígsporað inn í landið eins og ekkert væri.“ Ungar stúlkur hafi tekið töskuna í misgripum Rúna Mjöll Helgadóttir sem varð vitni af atvikinu skrifar athugasemd undir færsluna þar sem hún fullyrðir að Hannes segi ekki rétt frá. Hún segir hann hafa öskrað á tvær ungar stúlkur og sakað þær um að stela töskunni sem Rúna telur að þær hafi tekið í misgripum. „Þú endaðir svo á því að öskra á greyið stelpurnar að það ætti ekki að hleypa þeim inní landið. Þær sögðu við þig að þær væru fæddar á Íslandi og með íslenskan ríkisborgararétt, svo fórstu og öskraðir á alla starfsmenn og tuðaðir í starfsmönnum að það ætti ekki að hleypa svona fólki inn í landi,“ skrifar Rúna. Hún segist telja að stúlkurnar hafi verið í kringum fjórtán og sex ára gamlar og hafi verið þarna ásamt móður sinni. Þær hafi látið Hannes hafa töskuna strax og þær áttuðu sig á misskilningnum. „Þú ert Íslendingum til skammar, ömurlegt að fólk eins og þú skemmir fyrir öðrum.“ Sakaður um rasisma Óhætt er að segja að færsla Hannesar hafi vakið mikil og misjöfn viðbrögð. Margir saka Hannes um útlendingahatur og gagnrýna orðalag hans varðandi klæðnað konunnar sem hann kallar „múslimabúning.“ Meðal þeirra sem skrifa athugasemd eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sem segir Hannes geta gert betur og Bubbi Morthens sem þakkar Rúnu fyrir að stíga fram og kallar Hannes „torfbæ í jakkafötum.“ Hannes skrifaði aðra færslu skömmu síðar þar sem hann útskýrir atvikið nánar og segir „eitthvað meira en lítið að í viðhorfi Íslendinga til útlendinga.“ „Ég lendi í því, að reynt er að ræna handfarangri mínum, tösku á hjólum, í Fríhöfninni. Það er útilokað, að hún hafi verið tekin í misgripum, eins og allir vita, sem hafa farið um Fríhöfnina á leiðinni heim.“ Hann segist hafa verið að greiða fyrir varning í fríhöfninni þegar hann hafi áttað sig á að taskan væri horfin. „Ég og afgreiðslustúlkan svipuðumst snöggvast um eftir henni. Fyrir framan mig í röðinni hafði verið kona í múslimabúningi (með slæðu og í síðum kufli). Afgreiðslustúlkan benti mér á, hvar hún væri. Ég fór þangað, og þar var taskan. Fólkið ætlaði að þræta, en ég opnaði hana og sá, að þetta var taskan mín. En þegar ég vildi kalla á lögregluna, var því ekki sinnt. Og núna rignir yfir mig skömmum á Facebook! Ég fer að skilja, hvers vegna er við ramman reip að draga í Útlendingastofnun. Það má ekki orðinu halla á útlendinga, ég tala nú ekki um, ef þeir eru í múnderingu.“ Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu færslu Hannesar um málið.
Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira