Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 13:18 Rúna Mjöll Helgadóttir segist ekki hafa getað annað en stigið fram og sagt sína hlið, enda hafi frásögn Hannesar af uppákomunni í Leifsstöð í gærkvöldi verið fjarri sannleikanum. Aðsend/Vísir Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. Rúna Mjöll Helgadóttir, starfsmaður í Leifsstöð, var á næturvakt í fyrrinótt. Það var mikið að gera í komusal flugstöðvarinnar og í Fríhöfninni enda margir farþegar að lenda. Í samtali við Vísi segist Rúna allt í einu hafa heyrt óp, maður hafi öskrað „það er verið að stela töskunni, það er verið að stela töskunni, hringið á lögregluna!“ „Ég sný mér við og þá er þetta þessi maður, þessi Hannes og hann er að öskra á tvær ungar stelpur,“ segir Rúna. Maðurinn sem um ræðir er Hannes Hólmsteinn Gissurason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Hann lýsti atvikinu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann sagði konu í „múslimabúningi“ hafa reynt að stela töskunni sinni. Rúna segir að talsvert uppnám hafi skapast og Hannes hafi öskrað á konuna ásamt dætrum hennar þrátt fyrir að vera búinn að fá töskuna til baka. „Hún sagði að stelpurnar hefðu tekið töskuna í misgripum. Hann segir í færslunni að að það hafi verið rosa vesen að fá töskuna til baka en það var alls ekki þannig. Svo heldur hann áfram að krefjast þess að það verði hringt á lögguna og er að öskra á þessa konu. Svo segir hann „það á ekki að hleypa svona fólki eins og ykkur inn í landið.““ Hún segir Hannes því næst hafa farið inn í fríhöfnina og öskrað á starfsfólk og krafist þess að hringt væri á lögregluna. „Svo fer hann að röfla í starfsfólkinu að það eigi ekki að hleypa svona fólki inn í landið. Hann fer upp að alveg þremur mismunandi starfsmönnum og segir þetta. Svo fer hann á kassann og borgar fyrir dótið sitt. Þegar hann fer út öskrar hann á tollinn líka.“ Enginn hafi þorað að segja neitt Rúna fór ásamt starfsmönnum Tollsins og ræddi við konuna og dætur hennar. „Ég baðst endalaust afsökunar og sagði að mér þætti ömurlegt að þetta hafi gerst, en ég er svo pirruð að hafa ekki þorað að segja neitt á meðan þetta var að gerast. Hann var bara öskureiður og ég held að enginn hafi þorað að segja neitt.“ Aðspurð um hvernig konan og dætur hennar hafi tekið uppákomunni segir Rúna þær hafa verið miður sín og beðist afsökunar, allt þar til Hannes hafi sagt að það ætti ekki að hleypa fólki eins og þeim inn í landið. „Þá sagði eldri stelpan að þær væru fæddar á Íslandi og mamman sagði að þær væru með íslenskan ríkisborgararétt. Maðurinn var enn þá að öskra að það ætti að hringja á lögregluna. Þá segir mamman eitthvað á þá leið að þeim væri alveg sama um töskuna hans og hann ætti bara að taka hana því þær vildu ekkert með hana hafa.“ Viðbrögðin koma á óvart Rúna skrifaði athugasemd við færslu Hannesar í gærkvöldi sem hefur vakið mikið viðbrögð. Fjölmargir hafa líkað við færsluna og þekktir einstaklingar þakkað henni fyrir að segja frá sinni hlið. Rúna segir viðbrögðin hafa komið mikið á óvart. „Það var sagt við mig að þetta væri einhver frægur háskólakennari að hann væri mjög þekktur. Þannig ég fór inn á Háskóla Íslands og reyndi að finna hann og tókst það. Ég fór semsagt inn á Facebookið hans og sá þessa færslu. Og ég bara gat ekki leyft honum að komast upp með þetta því þetta er bara alls ekki það sem gerðist.“ Ég póstaði þessu kommenti og fór svo bara að sofa eftir tíu tíma næturvakt. Svo vaknaði ég og það var alveg fullt að gerast með þetta. Hún segist viss um að Hannes hefði ekki brugðist eins við ef um hvítar, íslenskar stúlkur hefði verið að ræða. „Hann öskraði bara á þær af því að hann sá að þær voru múslimar. Ég held að allir hafi séð að hann er rasisti“ Ekki náðist í Hannes Hólmstein við gerð fréttarinnar en frásögn hans af atvikinu á Facebook má sjá hér að neðan. Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Rúna Mjöll Helgadóttir, starfsmaður í Leifsstöð, var á næturvakt í fyrrinótt. Það var mikið að gera í komusal flugstöðvarinnar og í Fríhöfninni enda margir farþegar að lenda. Í samtali við Vísi segist Rúna allt í einu hafa heyrt óp, maður hafi öskrað „það er verið að stela töskunni, það er verið að stela töskunni, hringið á lögregluna!“ „Ég sný mér við og þá er þetta þessi maður, þessi Hannes og hann er að öskra á tvær ungar stelpur,“ segir Rúna. Maðurinn sem um ræðir er Hannes Hólmsteinn Gissurason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Hann lýsti atvikinu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann sagði konu í „múslimabúningi“ hafa reynt að stela töskunni sinni. Rúna segir að talsvert uppnám hafi skapast og Hannes hafi öskrað á konuna ásamt dætrum hennar þrátt fyrir að vera búinn að fá töskuna til baka. „Hún sagði að stelpurnar hefðu tekið töskuna í misgripum. Hann segir í færslunni að að það hafi verið rosa vesen að fá töskuna til baka en það var alls ekki þannig. Svo heldur hann áfram að krefjast þess að það verði hringt á lögguna og er að öskra á þessa konu. Svo segir hann „það á ekki að hleypa svona fólki eins og ykkur inn í landið.““ Hún segir Hannes því næst hafa farið inn í fríhöfnina og öskrað á starfsfólk og krafist þess að hringt væri á lögregluna. „Svo fer hann að röfla í starfsfólkinu að það eigi ekki að hleypa svona fólki inn í landið. Hann fer upp að alveg þremur mismunandi starfsmönnum og segir þetta. Svo fer hann á kassann og borgar fyrir dótið sitt. Þegar hann fer út öskrar hann á tollinn líka.“ Enginn hafi þorað að segja neitt Rúna fór ásamt starfsmönnum Tollsins og ræddi við konuna og dætur hennar. „Ég baðst endalaust afsökunar og sagði að mér þætti ömurlegt að þetta hafi gerst, en ég er svo pirruð að hafa ekki þorað að segja neitt á meðan þetta var að gerast. Hann var bara öskureiður og ég held að enginn hafi þorað að segja neitt.“ Aðspurð um hvernig konan og dætur hennar hafi tekið uppákomunni segir Rúna þær hafa verið miður sín og beðist afsökunar, allt þar til Hannes hafi sagt að það ætti ekki að hleypa fólki eins og þeim inn í landið. „Þá sagði eldri stelpan að þær væru fæddar á Íslandi og mamman sagði að þær væru með íslenskan ríkisborgararétt. Maðurinn var enn þá að öskra að það ætti að hringja á lögregluna. Þá segir mamman eitthvað á þá leið að þeim væri alveg sama um töskuna hans og hann ætti bara að taka hana því þær vildu ekkert með hana hafa.“ Viðbrögðin koma á óvart Rúna skrifaði athugasemd við færslu Hannesar í gærkvöldi sem hefur vakið mikið viðbrögð. Fjölmargir hafa líkað við færsluna og þekktir einstaklingar þakkað henni fyrir að segja frá sinni hlið. Rúna segir viðbrögðin hafa komið mikið á óvart. „Það var sagt við mig að þetta væri einhver frægur háskólakennari að hann væri mjög þekktur. Þannig ég fór inn á Háskóla Íslands og reyndi að finna hann og tókst það. Ég fór semsagt inn á Facebookið hans og sá þessa færslu. Og ég bara gat ekki leyft honum að komast upp með þetta því þetta er bara alls ekki það sem gerðist.“ Ég póstaði þessu kommenti og fór svo bara að sofa eftir tíu tíma næturvakt. Svo vaknaði ég og það var alveg fullt að gerast með þetta. Hún segist viss um að Hannes hefði ekki brugðist eins við ef um hvítar, íslenskar stúlkur hefði verið að ræða. „Hann öskraði bara á þær af því að hann sá að þær voru múslimar. Ég held að allir hafi séð að hann er rasisti“ Ekki náðist í Hannes Hólmstein við gerð fréttarinnar en frásögn hans af atvikinu á Facebook má sjá hér að neðan.
Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira