Enski boltinn

Arteta líkir vandræðum Havertz við þegar hann var að byrja að hitta konuna sína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kai Havertz og félagar í Arsenal unnu Manchester United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Kai Havertz og félagar í Arsenal unnu Manchester United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hvetur Kai Havertz sýna þolinmæði eins og hann gerði þegar hann var að byrja að hitta konuna sína.

Havertz hefur farið rólega af stað með Arsenal eftir að hann kom frá Chelsea í sumar. Þjóðverjinn náði sér ekki á strik þegar Arsenal sigraði Manchester United, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni og var tekinn af velli í seinni hálfleik.

Arteta hefur samt tröllatrú á Havertz og hvetur hann til að vera þolinmóður eins og hann var í byrjun sambands síns við eiginkonu sína.

„Á laugardaginn sagði ég við Havertz að hlutirnir hefðu líka verið erfiðir þegar ég byrjaði að hitta konuna mína,“ sagði Arteta eftir leikinn gegn United í gær.

„Ég þurfti að vinna og senda skilaboð. Það hefði eflaust ekki verið gott ef hún hefði sagt já strax á fyrsta degi. Þrautseigja var lykilinn. Við unnum leikinn og fegurðin felst í því.“

Talið er að Arsenal hafi greitt Chelsea 65 milljónir punda fyrir hinn 24 ára Havertz. Hann skoraði sigurmark Chelsea gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2021.


Tengdar fréttir

Stuðningsmaður Arsenal skallaði Roy Keane

Þrátt fyrir að tæp tuttugu ár séu síðan Roy Keane lagði skóna á hilluna hafa vinsældir hans hjá stuðningsmönnum Arsenal ekkert aukist. Það kom bersýnilega í ljós í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×