Enski boltinn

Hlutabréfin í United hríðféllu og ekki verið lægri í ellefu ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Manchester United eru ósáttir við Glazer-fjölskylduna og vilja að hún selji félagið.
Stuðningsmenn Manchester United eru ósáttir við Glazer-fjölskylduna og vilja að hún selji félagið. getty/Nick Potts

Hlutabréfin í enska fótboltafélaginu Manchester United hríðféllu í gær og hafa ekki verið lægri í ellefu ár.

Hlutabréfin hríðféllu eftir að fréttir bárust af því að Glazer-fjölskyldan ætlaði ekki að selja félagið. Þau féllu um átján prósent og markaðsvirði United lækkaði um sex hundruð milljónir punda.

Aldrei áður hafa hlutabréfin í United fallið jafn mikið á einum degi og þau hafa ekki verið lægri í ellefu ár.

Glazer-fjölskyldan, sem hefur átt United síðan 2005, hefur ekki formlega tilkynnt að hún ætli að taka félagið af sölu en fréttir þess efnis voru nóg til að hlutabréfin í United hríðféllu.

Sheikh Jassim og Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe hafa báðir freistað þess að kaupa United síðustu mánuði en ekki orðið ágengt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×