Hinata sló í gegn og skoraði fimm mörk í fjórum leikjum með japanska landsliðinu á HM sem fór fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu í sumar en hún er eini leikmaðurinn, sem kemur frá landi utan Evrópu, til þess að hreppa gullskó mótsins sem markahæsti leikmaður þess.
Hinata hefur undanfarið spilað í heimalandi sínu með WE deildar liði Mynavi Sendai en hún er gríðarlega ánægð með að vera komin í herbúðir rauðu djöflanna.
„Það er ánægjulegt fyrir mig að verða hluti af Manchester United fjölskyldunni og þessu frábæra liði. Ég hlakka til að hefja leik með félaginu og vonast til þess að mín spilamennska muni heilla stuðningsmenn liðsins.“
Welcome to the club, Hinata! #MUWomen pic.twitter.com/ZyIdM56cAa
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) September 6, 2023