Milljóna styrkhafi segir gullöld runna upp í stjarneðlisfræði Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2023 08:21 Viðfangsefni Ásu Skúladóttur, stjarneðlisfræðings, eru dvergvetrarbrautir eins og NGC 5477 við Messier 101 sem sést hér. Vísir Íslenskur stjarneðlisfræðingur sem hlaut meira en tvö hundruð milljóna króna evrópskan styrk fyrir rannsóknir sínar segir að gullöld sé runnin upp í stjarneðlisfræði. Rannsóknirnar eiga að varpa ljósi á uppruna Vetrarbrautarinnar okkar og hvernig frumefnin urðu til. Evrópska rannsóknarráðið veitti verkefninu „Fjársjóðsleit meðal dvergvetrarbrauta“ 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði hátt í 217 milljóna íslenskra króna á dögunum. Ása Skúladóttir, íslenskur stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Flórens á Ítalíu, stofnaði verkefnið árið 2019 og stýrir því. Rúmlega tvö hundruð milljónir króna hrökkva þó ekki til fyrir verkefnið sem á ekki að klárast fyrr en eftir árið 2030. Ása nýtur aðstoðar fjölda sérfræðinga víða um heim. „Málið er að ég stend ekki ein að þessu verkefni. Ég í raun og veru leiði þetta verkefni en það eru fjörutíu manns í liði með mér. Sem leiðtogi er mjög gott að ég hafi pening til þess að ráða fólk til þess að vinna náið með mér,“ sagði Ása í viðtali við Bítið á Bylgjunni á fimmtudag. Rífur stjörnur úr dvergvöxnum nágrönnum Viðfangsefni verkefnis Ásu eru svonefndar dvergvetrarbrautir. Það eru hlutfallslega litlar vetrarbrautir sem eru allt frá milljónum til hundrað sinnum minni en Vetrarbrautin okkar sem er talin hafa myndast við samruna slíkra dverga. Dvergvetrarbrautirnar eru á braut um Vetrarbrautina okkar og eru taldar vera sambærilegar fyrstu vetrarbrautunum sem mynduðust í alheiminum eftir Miklahvell. Rannsóknir á þeim geta því varpað ljósi á hvernig vetrarbrautir og stjörnur myndast og fæðast. „Það eru ekki bara dvergvetrarbrautir heldur stjörnustraumar sem liggja yfir himininn. Þetta eru dvergvetrarbrautir sem Vetrarbrautin okkar er búin að slíta í sundur af því að hún er með svo mikið þyngdarafl að hún slítur stjörnur frá minni vetrarbrautum,“ sagði Ása í viðtalinu. Rannsóknirnar geta einnig aukið skilning vísindamanna á því hvernig frumefnin urðu til enda mynduðust flest þeirra í kjarna stjarna. Kort af stjörnuhimninum með öllum þekktum dvergvetrarbrautum og stjörnustraumum. Bogmaðurinn hefur slóð af stjörnum á eftir sér sem voru slitnar úr dvergvetrarbrautinni.Ása Skúladóttir Ætla að kanna á annað hundrað þúsund stjarna á næstu árum Sem hluti af verkefninu hafa Ása og félagar skipulagt viðamikla könnun á um 130.000 stjörnum í dvergvetrarbrautum og stjörnustraumum sem sást frá suðurhveli jarðar. Á meðal þess sem á að mæla er hraði stjarnanna, aldur þeirra og efnasamsetning. Könnunin gengur undir nafninu 4DWARFS og á að nýta 4MOST, nýjan litrófsmæli sem er fær um að taka litróf af 2.400 stjörnum í einu, sem settur verður upp á VISTA-sjónaukanum í Paranal-athuganastöðinni í Síle. Könnunin á að hefjast á næsta ári og standa yfir til 2029. Stjörnurnar sem verða skoðaðar eru í um áttatíu til fimm hundruð þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þessi hlutfallslega nálægð í tíma og rúmi er sögð gera athuganirnar nákvæmari en þær sem hægt er að gera á svipuðum vetrarbrautum lengra í burtu. Grundvallarspurningarnar sem rannsóknin á að reyna að svara eru meðal annars hvernig fyrstu stjörnurnar í alheiminum voru og hvernig frumefnin urðu til og dreifðust um alheiminn. Þá segir Ása að gögnin sem sem verður safnað bjóði upp á tækifæri til þess að kanna eiginleika svonefnds hulduefnis og reyna að skilja tilurð Vetrarbrautarinnar okkar. Hulduefni er viðsjált fyrirbæri sem engum hefur tekist að greina með beinum hætti en er undirstaða staðallíkans heimsfræðinnar. Án massa einhvers konar hulduefnis ættu vetrarbrautir og vetrarbrautaþyrpingar að liðast í sundur. Talið er að hulduefni sem víxlverkar ekki við ljós sé meira en fjórðungur af efnisinnihaldi alheimsins. Vista-sjónaukinn í Síle sem verður notaður við könnun Ásu og félaga á þúsundum stjarna.ESO Aldrei auðveldara að finna réttu stjörnurnar Evrópski Gaia-sjónaukinn sem var skotið á loft árið 2013 er sagður gera það að verkum að aldrei hefur verið auðveldara að finna stjörnur sem tilheyra dvergvetrarbrautum og stjörnustraumum. Á sama tíma hefur James Webb-geimsjónaukinn, stærsti og öflugasti sjónauki mannkynsins, gerbylt alls kyns stjörnufræðiathugunum á allra síðustu árum. Ása sagði í viðtalinu í Bítinu að Webb væri búinn að staðfesta ýmsar tilgátur vísindamanna nú þegar. Þeir taki andköf yfir því hversu gögnin frá sjónaukanum eru falleg. „Þetta er gullöld stjarneðlisfræðinnar. Þetta er frábær tími,“ sagði hún. Geimurinn Vísindi Evrópusambandið Bítið Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Evrópska rannsóknarráðið veitti verkefninu „Fjársjóðsleit meðal dvergvetrarbrauta“ 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði hátt í 217 milljóna íslenskra króna á dögunum. Ása Skúladóttir, íslenskur stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Flórens á Ítalíu, stofnaði verkefnið árið 2019 og stýrir því. Rúmlega tvö hundruð milljónir króna hrökkva þó ekki til fyrir verkefnið sem á ekki að klárast fyrr en eftir árið 2030. Ása nýtur aðstoðar fjölda sérfræðinga víða um heim. „Málið er að ég stend ekki ein að þessu verkefni. Ég í raun og veru leiði þetta verkefni en það eru fjörutíu manns í liði með mér. Sem leiðtogi er mjög gott að ég hafi pening til þess að ráða fólk til þess að vinna náið með mér,“ sagði Ása í viðtali við Bítið á Bylgjunni á fimmtudag. Rífur stjörnur úr dvergvöxnum nágrönnum Viðfangsefni verkefnis Ásu eru svonefndar dvergvetrarbrautir. Það eru hlutfallslega litlar vetrarbrautir sem eru allt frá milljónum til hundrað sinnum minni en Vetrarbrautin okkar sem er talin hafa myndast við samruna slíkra dverga. Dvergvetrarbrautirnar eru á braut um Vetrarbrautina okkar og eru taldar vera sambærilegar fyrstu vetrarbrautunum sem mynduðust í alheiminum eftir Miklahvell. Rannsóknir á þeim geta því varpað ljósi á hvernig vetrarbrautir og stjörnur myndast og fæðast. „Það eru ekki bara dvergvetrarbrautir heldur stjörnustraumar sem liggja yfir himininn. Þetta eru dvergvetrarbrautir sem Vetrarbrautin okkar er búin að slíta í sundur af því að hún er með svo mikið þyngdarafl að hún slítur stjörnur frá minni vetrarbrautum,“ sagði Ása í viðtalinu. Rannsóknirnar geta einnig aukið skilning vísindamanna á því hvernig frumefnin urðu til enda mynduðust flest þeirra í kjarna stjarna. Kort af stjörnuhimninum með öllum þekktum dvergvetrarbrautum og stjörnustraumum. Bogmaðurinn hefur slóð af stjörnum á eftir sér sem voru slitnar úr dvergvetrarbrautinni.Ása Skúladóttir Ætla að kanna á annað hundrað þúsund stjarna á næstu árum Sem hluti af verkefninu hafa Ása og félagar skipulagt viðamikla könnun á um 130.000 stjörnum í dvergvetrarbrautum og stjörnustraumum sem sást frá suðurhveli jarðar. Á meðal þess sem á að mæla er hraði stjarnanna, aldur þeirra og efnasamsetning. Könnunin gengur undir nafninu 4DWARFS og á að nýta 4MOST, nýjan litrófsmæli sem er fær um að taka litróf af 2.400 stjörnum í einu, sem settur verður upp á VISTA-sjónaukanum í Paranal-athuganastöðinni í Síle. Könnunin á að hefjast á næsta ári og standa yfir til 2029. Stjörnurnar sem verða skoðaðar eru í um áttatíu til fimm hundruð þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þessi hlutfallslega nálægð í tíma og rúmi er sögð gera athuganirnar nákvæmari en þær sem hægt er að gera á svipuðum vetrarbrautum lengra í burtu. Grundvallarspurningarnar sem rannsóknin á að reyna að svara eru meðal annars hvernig fyrstu stjörnurnar í alheiminum voru og hvernig frumefnin urðu til og dreifðust um alheiminn. Þá segir Ása að gögnin sem sem verður safnað bjóði upp á tækifæri til þess að kanna eiginleika svonefnds hulduefnis og reyna að skilja tilurð Vetrarbrautarinnar okkar. Hulduefni er viðsjált fyrirbæri sem engum hefur tekist að greina með beinum hætti en er undirstaða staðallíkans heimsfræðinnar. Án massa einhvers konar hulduefnis ættu vetrarbrautir og vetrarbrautaþyrpingar að liðast í sundur. Talið er að hulduefni sem víxlverkar ekki við ljós sé meira en fjórðungur af efnisinnihaldi alheimsins. Vista-sjónaukinn í Síle sem verður notaður við könnun Ásu og félaga á þúsundum stjarna.ESO Aldrei auðveldara að finna réttu stjörnurnar Evrópski Gaia-sjónaukinn sem var skotið á loft árið 2013 er sagður gera það að verkum að aldrei hefur verið auðveldara að finna stjörnur sem tilheyra dvergvetrarbrautum og stjörnustraumum. Á sama tíma hefur James Webb-geimsjónaukinn, stærsti og öflugasti sjónauki mannkynsins, gerbylt alls kyns stjörnufræðiathugunum á allra síðustu árum. Ása sagði í viðtalinu í Bítinu að Webb væri búinn að staðfesta ýmsar tilgátur vísindamanna nú þegar. Þeir taki andköf yfir því hversu gögnin frá sjónaukanum eru falleg. „Þetta er gullöld stjarneðlisfræðinnar. Þetta er frábær tími,“ sagði hún.
Geimurinn Vísindi Evrópusambandið Bítið Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira