Átak í húsnæðismálum og loftslagsmálum Aðalsteinn Ólafsson skrifar 7. september 2023 15:00 Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Umhverfisáhrif bygginga eru mikil og er þar losun gróðurhúsalofttegunda stór þáttur. Áætlað er að byggingageirinn beri ábyrgð á 30-40% losunar á heimsvísu. Bygging 100 fermetra íbúðar úr steinsteypu losar um 35 tonn af koltvísýringi. Bygging 3500 slíkra íbúða losar því um 120 þúsund tonn, sem er sambærilegt við akstur 50 þúsund bensínknúinna einkabíla á einu ári. Ekki má gleyma aukinni losun sem fylgir undirbúningi lóða, gatnagerð og veituframkvæmdum. Í stærra samhengi má nefna aukningu í losun sem fylgir fólksfjölgun, sem kemur fram á flestum sviðum samfélagsins. Íbúðarhúsnæði er um helmingur húsnæðis á Íslandi og því má gera ráð fyrir að samhliða þessu þurfi að byggja mikið af atvinnuhúsnæði og öðru sérhæfðu húsnæði. Loftslagsbreytingar eru alvarlegt vandamál sem þjóðir heims berjast gegn og Ísland leggur sitt af mörkum í þeirri baráttu. Stjórnvöld hafa sett fram markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ætlunin er að minnka losun á árunum 2005 til 2030, um 30%. Erfiðlega hefur gengið að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum og langt er í land með að ná markmiðunum fyrir árið 2030. Ríkisstjórnin hefur einnig sett af stað vinnu við markmið um sjálfbæra þróun, undir nafninu Sjálfbært Ísland. Húsnæðisstefna verður að sjálfsögðu að falla undir þessi markmið sem þýðir að byggingariðnaður verður að stefna að kolefnishlutleysi ef markmiðin eiga að nást. Fyrsta aðgerð til að takmarka losun í byggingariðnaði er að byggja minna. Nokkrar leiðir eru að þessu marki, eins og betri nýting núverandi húsnæðis, breytingar í stað niðurrifs og aukin endurnotkun byggingarefna. Önnur aðgerð er að draga úr losun frá byggingu nýrra íbúða. Auka verður hlutfall byggingarefna með litla losun og draga úr framleiðslu úrgangs í byggingarstarfsemi. Jarðefnaeldsneyti er notað við flutning byggingarefna og við vinnu á verkstað. Draga verður úr þessari orkunotkun um leið og hreinni orkugjafar eru innleiddir. Nú þegar hafa aðilar í byggingariðnaði sýnt áhuga og frumkvæði á þessu sviði. Mannvirkjageirinn ásamt stjórnvöldum hafa sett af stað metnaðarfullt verkefni undir heitinu - Byggjum Grænni Framtíð sem miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga með skilgreindum aðgerðum. En aðgerðir eru ennþá að mestu á undirbúningsstigi og fyrirsjáanlegt er að áhrif þeirra verða takmörkuð á næstu tíu árum. Nú þegar hraða á byggingu húsnæðis verður á sama tíma að hraða aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kostnaður er helsta hindrun í vegi þeirra sem vilja byggja með litlu kolefnisspori eða endurnota úreltar byggingar. Stjórnvöld verða að jafna leikinn á samkeppnismarkaði til að hjólin fari að snúast. Norðurlönd eru að taka upp hámark á losun nýrra bygginga og brýnt er að Ísland innleiði sama kerfi sem fyrst. Kolefnisgjald er ein skilvirkasta aðgerð í loftslagsmálum og sjálfsagt er að beita henni á byggingastarfsemi, til að umbuna þeim sem eru tilbúnir að byggja betri heim. Höfundur er starfsmaður Grænni byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári. Umhverfisáhrif bygginga eru mikil og er þar losun gróðurhúsalofttegunda stór þáttur. Áætlað er að byggingageirinn beri ábyrgð á 30-40% losunar á heimsvísu. Bygging 100 fermetra íbúðar úr steinsteypu losar um 35 tonn af koltvísýringi. Bygging 3500 slíkra íbúða losar því um 120 þúsund tonn, sem er sambærilegt við akstur 50 þúsund bensínknúinna einkabíla á einu ári. Ekki má gleyma aukinni losun sem fylgir undirbúningi lóða, gatnagerð og veituframkvæmdum. Í stærra samhengi má nefna aukningu í losun sem fylgir fólksfjölgun, sem kemur fram á flestum sviðum samfélagsins. Íbúðarhúsnæði er um helmingur húsnæðis á Íslandi og því má gera ráð fyrir að samhliða þessu þurfi að byggja mikið af atvinnuhúsnæði og öðru sérhæfðu húsnæði. Loftslagsbreytingar eru alvarlegt vandamál sem þjóðir heims berjast gegn og Ísland leggur sitt af mörkum í þeirri baráttu. Stjórnvöld hafa sett fram markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ætlunin er að minnka losun á árunum 2005 til 2030, um 30%. Erfiðlega hefur gengið að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum og langt er í land með að ná markmiðunum fyrir árið 2030. Ríkisstjórnin hefur einnig sett af stað vinnu við markmið um sjálfbæra þróun, undir nafninu Sjálfbært Ísland. Húsnæðisstefna verður að sjálfsögðu að falla undir þessi markmið sem þýðir að byggingariðnaður verður að stefna að kolefnishlutleysi ef markmiðin eiga að nást. Fyrsta aðgerð til að takmarka losun í byggingariðnaði er að byggja minna. Nokkrar leiðir eru að þessu marki, eins og betri nýting núverandi húsnæðis, breytingar í stað niðurrifs og aukin endurnotkun byggingarefna. Önnur aðgerð er að draga úr losun frá byggingu nýrra íbúða. Auka verður hlutfall byggingarefna með litla losun og draga úr framleiðslu úrgangs í byggingarstarfsemi. Jarðefnaeldsneyti er notað við flutning byggingarefna og við vinnu á verkstað. Draga verður úr þessari orkunotkun um leið og hreinni orkugjafar eru innleiddir. Nú þegar hafa aðilar í byggingariðnaði sýnt áhuga og frumkvæði á þessu sviði. Mannvirkjageirinn ásamt stjórnvöldum hafa sett af stað metnaðarfullt verkefni undir heitinu - Byggjum Grænni Framtíð sem miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga með skilgreindum aðgerðum. En aðgerðir eru ennþá að mestu á undirbúningsstigi og fyrirsjáanlegt er að áhrif þeirra verða takmörkuð á næstu tíu árum. Nú þegar hraða á byggingu húsnæðis verður á sama tíma að hraða aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kostnaður er helsta hindrun í vegi þeirra sem vilja byggja með litlu kolefnisspori eða endurnota úreltar byggingar. Stjórnvöld verða að jafna leikinn á samkeppnismarkaði til að hjólin fari að snúast. Norðurlönd eru að taka upp hámark á losun nýrra bygginga og brýnt er að Ísland innleiði sama kerfi sem fyrst. Kolefnisgjald er ein skilvirkasta aðgerð í loftslagsmálum og sjálfsagt er að beita henni á byggingastarfsemi, til að umbuna þeim sem eru tilbúnir að byggja betri heim. Höfundur er starfsmaður Grænni byggðar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun