Enski boltinn

Samherjar Sanchos hafa enga samúð með honum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jadon Sancho er ekki í náðinni hjá Manchester United, hvorki hjá stjóra liðsins né samherjum sínum.
Jadon Sancho er ekki í náðinni hjá Manchester United, hvorki hjá stjóra liðsins né samherjum sínum. getty/Stu Forster

Samherjar Jadons Sancho hjá Manchester United hafa litla sem enga samúð með honum.

Eftir að hafa verið utan hóps gegn Arsenal og gagnrýndur af knattspyrnustjóranum Erik ten Hag fyrir að standa sig ekki nógu vel á æfingum tók Sancho til varna á Twitter. Hann sagðist vera gerður að blóraböggli og ekki fengið sanngjarna meðferð.

Samkvæmt frétt ESPN standa leikmenn United ekki með Sancho í deilunni við Ten Hag og eru auk þess orðnir þreyttir á honum.

Sancho hefur engan veginn staðið undir væntingum hjá United eftir að hann var keyptur dýrum dómi frá Borussia Dortmund.

Samkvæmt fréttum á Englandi var United tilbúið að leyfa Sancho að fara á láni til Sádi-Arabíu en ekkert varð af því.

United hefur unnið tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og tapað tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×